{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
galapagos-sea-lions-beach-cover
Sjá sem lista

Lengd

4-5 vikur

Áfangastaðir

Galapagoseyjar

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug og afþreyingar

Viltu vita meira?
Ef Galapagoseyjar eru ekki þegar á bucketlistanum þínum, verða þær það eftir að þú sérð þessa ferðaáætlun! Galapagos er einn besti áfangastaður í heimi til að koma auga á villt dýr, en það er ekki allt! Góðar snorklaðstæður, hvítar sandstrendur og gönguferðir í ótrúlegu landslagi eru líka nokkrar af ástæðunum fyrir því að þú munt elska þennan stað!

Í þessari ferðatillögu snýst allt um að upplifa staðinn eins og heimamaður á meðan þú sekkur þér niður í menninguna og náttúruna í Ekvador.

Þú byrjar í Quito, þar sem þú hittir nýju ferðafélaga þína sem munu halda með þér djúpt inn í Amazon frumskóginn. Skoðaðu mannlífið á staðnum og njóttu fallegrar náttúru áður en þú ferð aftur til Quito. Þú hefur ekki mikinn tíma til að hvíla þig, þar sem næsta ferðalag bíður þín!

Það er kominn tími til að leggja leið þína til Santa Cruz á Galapagos-eyjum (samgöngur hingað eru ekki innifaldir). Þar slæstu í nýjan hóp af ferðalöngum til að skoða það besta af Galapagos-eyjunum í um það bil viku. Þú upplifir náttúruna og dýralífið með því að snorkla, synda og fara í gönguferðir. Þetta er eitthvað sem þú munt muna alla þína ævi! Þegar ferðinni lýkur er kominn tími til að fara aftur til Quito fyrir flugið þitt heim, þó við mælum með að bæta við nokkrum dögum til viðbótar fyrir sjálfan þig til að skoða borgina! Til í þetta?

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman

Innifalið
  • Flug
  • 7 daga Amazon Jungle ferð
  • 2n gisting á Santa Cruz, Galapagos
  • 7 daga ferð um Galapagoseyjar
  • Bókunargjald
  • Ráðgjöf hjá ferðaráðgjafa
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging - en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri
  • Máltíðir (aðrar en þær sem eru innifaldar í ferðunum)
  • Aðrar afþreyingar

1. Ferðaáætlunin: Eyjahopp á Galapagoseyjum

Ferðaleið: ✈️ Heima - Quito - Tena - Quito - Galapagos - Heim

Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.

2. Quito: Ævintýrað byrjar í Quito

Þegar þú ert lentur og hefur komið þér fyrir í Quito geturðu skoðað borgina á þínum eigin hraða. Þú getur tekið kláfferjuna upp á topp Pichincha eldfjallsins og upplifað magnað útsýni, ráfað um sögufræg hverfi borgarinnar, smakkað kaffi og súkkulaði eða smakkað bjór á pub. Eftir nótt í Quito, ferð þú til Amazon.

3. Tena: Inn í frumskóginn

Tena er bær í Ekvador hluta Amazon, þar sem þú munt dvelja næstu fjórar nætur hjá Quichua fjölskyldu. Á meðan þú ert hér muntu upplifa fullt af mismunandi afþreyingum. Þeirra á meðal eru kakóupplifunin, frumskógargöngur, shamanísk heilunarathöfn og þykjustu frumskógarbrúðkaupsathöfn. Einn daginn munt þú líka fara í hjólatúr til nærliggjandi bæjar Shandia til að læra meira um fegurð Amazon með lókal leiðsögn.

4. Quito: Aftur til höfuðorgarinnar

Eftir að hafa kvatt gestgjafafjölskylduna þína er kominn tími til að fara aftur til Quito. Hér hefurðu smá frítíma á meðan þú undirbýr þig fyrir næsta ævintýri þitt: hinar stórkostlegu Galapagoseyjar. En fyrst þarftu að koma þér þangað. Best væri að taka flug til Baltra þaðan sem þú tekur ferju til Santra Cruz.

5. Santa Cruz: Velkomin til Galapagoseyja!

Þegar þú ert kominn til Santa Cruz ferðu til Puerto Ayora þar sem þú hittir nýju ferðafélaga þína á hótelinu áður en þið haldið í heimsókn á Charles Darwin rannsóknarstöðina. Hér má sjá hinar frægu risaskjaldbökur í návígi. Eftir þessa frábæru byrjun á ferðinni er kannski kominn tími til að kynnast hópnum aðeins meira yfir nokkrum drykkjum - við veðjum á að allir hafa nóg af ferðasögum til að deila.

6. Isobela Island: Eldfjöll og surf

Skelltu þér um borð hraðbátar til næsta áfangastaðar, Isabela Island. Fylgstu vel með hafinu, þú gætir jafnvel séð hvali eða höfrunga synda við hlið bátsins! Eftir að hafa skilað töskunum á hótelið er kominn tími á meiri hasar þegar þú gengur á Sierra Negra eldfjallið. Landslagið og útsýnið verður fyrirhafnarinnar virði.

Seinni dagurinn á Isabela Island er frjáls. Veldu að fara í skoðunarferð til Los Tuneles, fara í snorkl á Tintoreras, fara í surftíma eða bara liggja á ströndinni.

7. Santa Cruz: Snorkl

Ævintýri þínu á Isabela Island endar með snorkl skoðunarferð í Concha de Perla. Taktu hraðbát aftur til Santa Cruz þar sem þú getur skoðað það sem þú átt eftir að skoða. Síðdegis er kominn tími til að halda út til að sjá meira af Puerto Ayora bænum, þar sem þú getur verslað eða fengið þér dýrindis mat.

8. San Cristobal: Sjálfboðastarf

Síðasti viðkomustaður þinn á Galapagos er San Cristobal, fimmta stærsta eyja eyjaklasans. Hér munt þú heimsækja Galapagos þjóðgarðsmiðstöðina nálægt bænum til að fræðast um einstaka sögu vistkerfis, gróðurs og dýralífs eyjanna. Síðdegis skaltu snorkla við Tijeretas til að leita að dýralífi eins og sæljónum, skötum og sjávarígúönum áður en þú ferð í yndislega kvöldgöngu meðfram Malecón.

Annar dagurinn á San Cristóbal eyju er algjörlega þinn til að gera það sem þú vilt. Veldu að snorkla á Kicker Rock eða Isla Lobos, njóttu hvíta sandsins á Playa Mann eða farðu til La Lobería til að sjá sæljónin betur.

9. Quito: Lítið ævintýri bíður þín!

Ævintýrið þitt endar þar sem það byrjaði; í hinni heillandi borg Quito. Eyddu nokkrum dögum hér og týndu þér í gamla bænum og njóttu líflegs andrúmslofts þessarar borgar. Ef þú ert tilbúinn að fara heim ferðu í flugvélina frá Quito, ef ekki þá skaltu láta okkur vita og við skipuleggjum næsta áfangastað með þér.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.