Lengd

6-8 vikur

Áfangastaðir

Mexíkó og Kosta Ríka

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug, surfbúðir, skipulögð ævintýraferð

Verð frá 590,000 ISK
Langar þig að sameina nokkrar af bestu ströndum heims við menningarlega staði með gróskumiklum frumskógi og ótrúlegu dýralífi? Þá gæti þessi ferðaáætlun í Mexíkó og Kosta Ríka verið rétta ferðin fyrir þig!

Þú byrjar í einni af stærstu borgum heims, Mexíkóborg. Drekktu í þig umhverfið og undirbúðu þig fyrir 8 daga ævintýri í gegnum Mið-Mexíkó alla leið til fallegu Puerto Escondido. Þú færir þig frá stórborgarbrag yfir í klassískt afslappað andrúmsloft. Búast má við sandi í sandölunum, kokteilum við ströndina, öldum og dýrindis taco í hádeginu. Mexíkó hefur svo sannarlega allt.

Þú heldur í átt að Cancun og skoðar bæði Yucutan og Quintana Roo á eigin spýtur. Hér eru strendur í massavís, fallegar Maya rústir og cenotes (náttúrulaugar) nánast hvert sem þú ferð.

Frá Cancun flýgur þú til San José þar sem þú ferð í 11 daga ævintýraferð með öðrum bakpokaferðalöngum. Skoðaðu alla flottu staðina í Kosta Ríka áður en þú endar við ströndina í Santa Teresa, sem er fullkominn staður ef þú elskar að surfa.

Vertu hér eins lengi og þú vilt áður en þú ferð aftur til San José og flýgur heim eða eitthvert annað. Það er í raun undir þér komið.

Mundu að þetta er einungis ferðatillaga og þú getur sérsniðið hana að þínum þörfum og óskum! Viltu kannski stytta dagafjöldann? Viltu kannski ferðast meira? Við höfum nóg af valmöguleikum fyrir þig, hafðu bara samband við okkur og láttu vita!

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.