Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Keflavík - Tyrkland - Indland - Tæland - Víetnam - Suður-Kórea - Japan - Mexíkó - Perú - Brasilía - Keflavík
Ath: Þetta er ekki ákveðin ferð með föstum brottfarardagsetningum heldur ferðatillaga. Það er undir þér komið hvort þú vilt fara í nákvæmlega þessa ferð, bæta henni við ferðina þína eða gera hreinlega eitthvað allt annað. Við getum hjálpað þér að sérsníða ferðina þína nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.
Ef þú vilt fá gott Kebab, Döner eða Dürüm er Tyrkland besti staðurinn. Svo máttu ekki fara frá Istanbúl án þess að fá þér hnausþykkt og gott Turkish Coffee og sætindi með - Turkish Delight og Baklava.
Grunnurinn í indverskri matargerð er krydd svo þú mátt búast við bragðsterkum mat með fullt af hrísgrjónum! Maturinn í Indlandi er ólíkur á milli héraða og það er gaman að ferðast um þetta stóra land og upplifa muninn á menningu, matargerð, veðurfari og náttúru. Ef þú vilt læra að elda indverskan mat geta ferðaráðgjafar okkar bókað matreiðslunámskeið!
Í Tælandi færðu litríkan mat sem búinn er til af mikilli ástríðu. Pad Thai og Tom Yum Goong þekkja flestir, en þú átt eftir að eignast fullt af öðrum uppáhalds réttum. Það er mjög líklegt að besta matinn í Bangkok fáir þú á götustöndum.
Víetnamskur matur samanstendur oftast af hrísgrjónum, kjöti og miklu grænmeti. Ferskar vorrúllur, Banh Mi samlokur, Bun Cha kjötbollur og Pho súpur - allt svo ferskt, hollt og gott!
Í Suður Kóreu færðu góðan mat og nóg af honum! Suður Kóreskur matur er þekktur fyrir mikið magn meðlætis sem þú færð með hverjum aðalrétti. Smakkaðu bibimbap, kimchi, Korean BBQ og fleira - og gefðu þér nægan tíma fyrir hverja máltíð!
Það þekkja allir sushi, en þegar þú heimsækir Japan áttu eftir að kynnast alls kyns öðrum dásamlegum hliðum japanskrar matargerðar, t.d. Shabu-shabu og Tonkatsu. Svo er skylda að smakka Sake! Við mælum með því að fara í fría smökkun í Sakebrugghúsum.
Hver elskar ekki Tacos, Guacamole, Enchiladas og Quesadillas? Svo er ekki hægt að heimsækja Mexíkó án þess að smakka smá Tequila...
Perú er kannski ekki heimsþekkt fyrir matargerð, en maturinn hér á eftir að koma skemmtilega á óvart! Eins og annars staðar í Suður-Ameríku er mikið um kartöflur, maís, baunir og fræ en áhrifin frá Evrópu, Asíu og Vestur Afríku gera matargerðina hér einstaka. Þú verður að fá þér Ceviche, Lomo Saltado og svo er í boði að smakka naggrís!
Ferksir ávaxtasafar, heimsins bestu grill-veitingastaðir og Açaí (ofurfæðu-morgunmatur). Brasilía er draumastaður matarelskenda með öllu sínu ferska hráefni og fjölbreyttu matargerð. Þú getur lært að elda brasilískan mat í Rio de Janeiro. Svo er tilvalið að kveðja Suður-Ameríku á sólríkri strönd Rio með ískaldan Cachaça í hönd.
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.