{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Kóralrif í Ástralíu séð úr lofti
Sjá sem lista

Lengd

4-5 vikur

Byrjar í / Endar í

Sydney - Cairns

Áfangastaður

Ástralía

Hvenær er best að fara?

September - nóvember eða febrúar - apríl/maí

Viltu vita meira?
A1 hraðbrautin frá Sydney til Cairns er lengsti strandvegur heims. Hann tekur þig upp fallegu Gold Coast, framhjá Fraser Island, Whitsundays og endar í Cairns. Þetta eru aðeins nokkur af stoppunum í þessu trylltu ferðalagi!

Ef þú elskar sjóinn þá ættir þú að hoppa um borð í húsbíl og taka þér einn eða tvo mánuði í að skoða austurströnd Ástralíu. Þú getur farið í þetta road trip annað hvort frá september til nóvember eða frá febrúar til apríl eða maí. Frá desember til mars rignir mikið í Cairns svo ef þú vilt forðast það þá er betra að ferðast á tímabilinu sem við nefndum.

Við höfum sett inn húsbíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í bílaleigubíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára.

Innifalið
  • Flug til Sydney
  • Komupakki í Sydney (Gisting í 4 nætur)
  • Leiga á Jucy Crib húsbíl í 4 vikur
  • Mojo Surf & Stay (3 dagar)
  • 3 daga ferð til Fraser Island + gisting nóttina fyrir og nóttina eftir ferðina
  • 1 dagur af snorkli og strandarævintýri á Whitsunday
  • 3 dagar af köfun
  • Flug frá Cairns
  • Bókunargjöld
  • Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging (en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri)
  • Máltíðir
  • Afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Ferðaáætlunin

Heim - Sydney - Port Stephens - Coffs Harbour - Byron Bay - Gold Coast - Brisbane - Noosa Heads - Hervey Bay - Fraser Island - Rockhampton - Airlie Beach - Whitsunday Islands - Townsville - Cairns - Heim

Mundu að þetta er aðeins ferðatillaga fyrir stóru ferðina. Ef þú vilt fá aðstoð við að hanna road tripið að þínum þörfum þá skaltu skrifa okkur og fá fría ráðgjöf. Og eitt enn! Þegar þú ferð í road trip er gott að vera með góða ferðatryggingu, við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri.

2. Sydney

Í Sydney þarftu endilega að skoða strendurnar. Bondi, Manly, Narrabeen og Coogee eru meðal þeirra bestu. Þú ættir líka að skoða Sydney höfnina og óperuhúsið.

3. Port Stephens

Port Stephens hefur eitthvað fyrir alla! Frábærar strendur, fallega höfn, sandöldur, vatnaíþróttir og höfrungaskoðun! Ef þú hefur áhuga á að skoða dýralíf, þá ertu á réttum stað. Syntu með villtum höfrungum, heimsóttu seli á Broughton-eyju eða farðu í köfun á Fly Point. Þú getur jafnvel séð úlfalda á sandöldunum í Anna Bay...

4. Coffs Harbour

Coffs Harbour er þekkt fyrir bananaplantekrur, falleg hótel, milt loftslag og góða fiskveiðimöguleika.

5. Byron Bay

Þú átt örugglega eftir að elska Byron Bay! Byron er surfþorp við ströndina með stórkostlegum ströndum, frábæru surfi og skemmtilegum börum, klúbbum og verslunum.

6. Gold Coast

Gullströnd Ástralíu býður upp á ævintýri, skemmtigarða, náttúru og fallegar strendur. Við getum mælt með Surfers Paradise, Broadbeach, Burleigh Heads og Lamington þjóðgarðinum.

7. Brisbane

Farðu að versla í Queens Street Mall, heimsóttu kóala í Lone Pine Sanctuary, slakaðu á á South Bank, horfðu á hvali og höfrunga við Moreton Bay og klifraðu upp á Story Bridge!

8. Noosa Heads

Noosa Heads er bær sem er þekktur fyrir fallegar strendur og flotta surfstaði. Hann er vel þekktur í surfheiminum svo það eru góðar líkur á því að þú sjáir atvinnusurfara þar á ferð.

9. Hervey Bay

Hervey Bay er sætur strandbær, en hann er einnig þekktur sem hvalaskoðunarhöfuðborg heimsins. Þú munt geta séð hnúfubaka rétt við strendur Hervey Bay.

10. K'gari

K'gari býður upp á mikið af ævintýrum! Leiktu þér í stærstu sandöldueyju heims og syntu í fallegum ferskvatnsvötnum. Eini vegurinn sem þú finnur hér er strandlengjan.

Við höfum innifalið 3 daga skipulagða ferð hér á K'gari - með gistingu nóttina fyrir og nóttina eftir! Þú munt hafa fróðan leiðsögumann með þér þegar þú keyrir um eyjuna, heimsækir regnskóginn í Pile Valley, keyrir 75 mílna ströndina til Indian Head, syndir í Champagne Pools, tekur myndir við Maheno skipsflakið, heimsækir Lake Allom og syndir með skjaldbökum!

11. Rockhampton

Skoðu Capricorn Caves, Kershaw-garðana og keyrðu á toppinn í Mt Archer þjóðgarðinum, þar sem þú getur notið útsýnisins yfir borgina. Ef þú ert í Rockhampton á heitum degi skaltu kæla þig niður í Rock Pool Water Park.

12. Airlie Beach

Airlie Beach er mjög fallegur staður fyrir bakpokaferðalanga! Frá þessum fallega stað geturðu séð marga báta leggja af stað frá höfninni til mismunandi kóraleyja og köfunarstaða, þar á meðal Whitsundays eyja.

13. Whitsundays

Farðu í bátsferð til, Whitsundays! Horfðu á skjaldbökur frá bátnum, slakaðu á, snorklaðu og skoðaðu þig um. Þú mátt ekki sleppa að heimsækja Whitsundays.

14. Townsville

Taktu ferjuna frá Townsville til Magnetic Island og njóttu sólarstranda í nokkrar nætur!

15. Cairns

Cairns er miðja bakpokaferðalanga á svæðinu og sem slík muntu finna fullt af frábærum ferðum og afþreyingu sem leyfa þér að skoða aðdráttaröfl þess. Þar á meðal Kóralrifið mikla og elsta regnskóg heims. Það er finnur þú líka heilan haug af hostelum, börum og klúbbum.

Við höfum innifalið 3 daga köfunarpakka hér í Cairns. Þá býrðu á sérsmíðuðum margra milljóna dollara köfunarkskipi! Ef þú hefur ekki áhuga á köfun, geturðu valið 3 daga snorkelævintýri í staðinn. Láttu okkur bara vita!

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.