Lengd

2-3 vikur

Vegalengd

1600 km

Fjöldi svæða

2

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Verð frá 627,893 ISK
Ertu tilbúin/n fyrir alvöru útivistarupplifun? Byrjaðu á nokkrum dögum í Adelaide áður en þú ferð í rútuna sem tekur þig í gegnum óbyggðir Ástralíu. Þessi ferð mun taka þig framhjá ótrúlegu landslagi og nokkrum af bestu þjóðgörðunum sem Ástralía býður upp á.

Jafnvel þó þú hafir fundið þessa ferð á road trip síðunni okkar þá er hún mjög ólík hinum leiðunum sem við bjóðum upp á. Það getur verið mjög erfitt að aka í óbyggðunum svo þessari ferðaáætlun fylgir rútupassi í staðinn fyrir bílaleigu. Það mun hjálpa þér að einbeita þér að því sem er mikilvægt - að njóta stórkostlegs landslags án þess að þurfa að einbeita þér að akstrinum.

Byrjaðu ferð þína í Adelaide, þar sem við höfum skipulagt fyrstu 2 næturnar á flottu hosteli. Farðu í rútuna og hallaðu þér aftur í rútusætinu þínu. Stoppaðu á leiðinni í nokkrum af gömlum sögulegum þorpunum eins og Coober Pedy, Flinders Range og Alice Springs þar sem ferðin endar. Heimsæktu einnig nokkra þjóðgarða og vertu viss um að skoða Uluru.

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.