{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
horeshoe í USA
Sjá sem lista

Lengd

8 vikur

Byrjar í / Endar í

Los Angeles - New York

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Um vor og snemma um haust

Viltu vita meira?
Ertu tilbúin/n fyrir hið fullkomna road trip? Þessi ferðaáætlun tekur þig alla leið frá Los Angeles á vesturströndinni til New York á austurströndinni. Farðu yfir landið á um það bil 8 vikum og upplifðu það besta í Bandaríkjunum í einum rykk!

Það er erfitt að verða ekki ástfangin/n af hugmyndinni um að eyða 8 vikum í að fara yfir Bandaríkin! Gerðu það á þínum eigin hraða og vertu viss um að þú missir ekki af neinu! Frá Cali-stemningunni í vestri og alla leiðina til New York. Leiðin sem við höfum lagt til gerir þér kleift að fara í gegnum Kaliforníu, Nevada, Arizona, New Mexico, Texas, Oklahoma, Arkansas, Tennessee, Virginíu, Maryland, Pennsylvaniu og New York.

Þar sem þessi ferðatillaga er svona löng þá er ekki séns fyrir okkur að telja upp allt sem þú getur séð! Við tókum því saman það sem okkur fannst alveg ómissandi.

Við höfum sett inn bílaleigu bíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í húsbíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

Innifalið
  • Flug til Los Angeles
  • Gisting í 3 nætur í Los Angeles
  • Bílaleiga í 8 vikur (Hertz FCAR model)
  • Gisting í 2 nætur í New York
  • Flug heim frá New York
  • Bókunargjöld
  • Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging (en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri)
  • One way gjald (400 USD + local tax)
  • Máltíðir
  • Afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Ferðaáætlunin

Heim - Los Angeles - Death Valley - Las Vegas - Grand Canyon - Roswell & Santa Fe - Amarillo - Oklahoma City - Memphis - Nashville - Knoxville - New York - Heim

Mundu að þetta er aðeins ferðatillaga fyrir stóru ferðina. Ef þú vilt fá aðstoð við að hanna road tripið að þínum þörfum þá skaltu skrifa okkur og fá fría ráðgjöf. Og eitt enn! Þegar þú ferð í road trip er gott að vera með góða ferðatryggingu, við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri.

2. Los Angeles, Kalifornía

Fyrsta stoppið í þessu road trippi er Los Angeles. Við höfum innifalið 3 nætur á uppáhalds hostelinu okkar á Venice Beach. Skoðaðu andrúmsloftið á Venice Beach, farðu í notalega gönguferð meðfram Venice Canals eða drekktu í þig lífinu í líflegu Santa Monica. Ekki gleyma að heimsækja Griffith Observatory þar sem þú munt fá stórkostlegt útsýni yfir borgina.

3. Las Vegas, Nevada

Það er kominn tími til að skoða Sin City! Las Vegas er paradís ef þú elskar djamm og fjárhættuspil.... augljóslega. Gakktu úr skugga um að þú skoðir The Strip að nóttu til. Ljósin hér eru ótrúleg - sérstaklega ef þú ert að heimsækja borgina í fyrsta skipti.

Gerðu skýran samning við sjálfa/n þig um hversu miklu þú ætlar að eyða í fjárhættuspil (ef það er það sem þú ætlar að gera) - þú vilt ekki vera búin/n með allan vasapeninginn á öðru stoppi road trippsins!

Pro tip: Keyrðu I-15 til Las Vegas frá norðri, og helst þegar það er dimmt. Það er magnað!

Eftir að hafa skoðað borgina gætirðu líka keyrt til að sjá Hoover stífluna um 40 mínútur frá Las Vegas. Það sérðu stórkostlega blöndu af náttúru, sögu og eðlisfræði!

4. Grand Canyon, Arizona

Grand Canyon er sannkallað náttúruundur. Umhverfið er fallegt og á staðnum er líka spennandi menningarsaga. Þetta er eitt af klassísku hutunum sem þú verður að gera þegar þú ferð um Bandaríkin. Ekki eyða mörgum dögum hér, en vertu viss um að sjá það.

5. Roswell & Santa Fe, New Mexico

Eftir "The Roswell UFO incident" árið 1947 hefur þessi bær í Suðurríkjunum orðið heimsfrægur. En hvað gerðist eiginlega? Voru þetta geimverur eða veðurblaðra? Komdu að þinni eigin niðurstöðu! Meltu niðurstöður þínar í einum af mörgum hverum í New Mexico og vertu viss um að skoða einn af elstu bæjum Bandaríkjanna, Santa Fe.

6. Amarillo, Texas

Howdy y’all! Allt er stærra í Bandaríkjunum og besti staðurinn til að prófa þessa kenningu er í Texas. Prófaðu teygjugetuna á maganum þínum þegar þú heimsækir Big Texan Steak Ranch - ef þér tekst að borða 2 kg steikina á innan við klukkutíma færðu hana ókeypis! Fyrir ekta kúrekaupplifun skaltu fara á Amarillo búfjáruppboð þar sem þú getur hitt alvöru kúreka.

7. Oklahoma City, Oklahoma

Oklahoma City er höfuðborg Oklahoma-fylkis. Vertu viss um að kíkja á Vísindasafnið í Oklahoma. Í Oklahoma finnurðu líka The National Cowboy and Western Heritage safnið þar sem allt snýst um gamla vestrið. Kíktu líka til Bricktown sem er ekki aðeins fallegur heldur fullur af góðum matsölustöðum.

8. Memphis, Tennessee

Memphis er fræg fyrir dýrindis steiktan steinbít auk þess að vera heimili konungsins, Elvis. Heimili hans, Graceland, er ómissandi að heimsækja hvort sem þú ert aðdáandi eða ekki. Auk þessa er Memphis að sjálfsögðu vel þekkt fyrir ótrúlega tónlistarsenu þar sem þú munt finna lifandi sálar, blús og rokk tónlist á hverju horni.

9. Nashville, Tennessee

Haltu áfram til annarrar tónlistarhöfuðborgar í Bandaríkjunum. Nashville er heimili kántrí tónlistar og borgin státar af kántrítónlistarmönnum, kúrekahöttum og litríkum stígvélum af öllum gerðum. Ekki missa af dönsunum á borðum, bjórkrúsum sem bornar eru fram með stráum og heimamenn ræða um hvaða lög eigi að spila á hinum fjölmörgu honky-tonky börum borgarinnar.

10. Knoxville, Tennessee

Skoðaðu heimabæ Jackass-goðsagnarinnar Johnny Knoxville og njóttu notalegrar stemningar á torginu við Gay Street til dæmis. Þegar þú ert á Knoxville svæðinu mælum við með að heimsækja Ashville líka. Þessi notalegi bær er hið fullkomna stopp fyrir Great Smoky Mountains þjóðgarðinn. The Great Smoky Mountains eru þekkt fyrir þokukennt útsýni yfir skógi þakin fjöllin.

11. New York

Endaðu ævintýrið þitt frá strönd til strandar í borginni sem aldrei sefur - New York! Skilaðu bílnum þínum og farðu í skoðunarferðir, verslanir, sjáðu Frelsisstyttuna, Brooklyn, Harlem, Wall Street, götutónlistarmenn á Times Square, kleinuhringi-borðandi lögreglumenn og listamenn af öllu tagi í Central Park. Þú munt aldrei hafa nógu marga daga til að skoða New York, svo vertu viss um að þú takir frá marga daga hér!

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.