Nálægt hlíðum hinna frægu Atlasfjalla er Marrakech, en borgin er frábær upphafsstaður fyrir ævintýraferð þína um Marokkó. Í miðborg Marrakech mætti halda að tíminn hafi staðið í stað og það er ein helsta ástæða þess að ferðamenn elska þessa heillandi borg.
Hvað ég á að skoða í Marrakech?
Þú verður að skoða gamla bæinn og það merkilegasta innan hans, Jemaa el-Fnaa og strætin. Þetta er það mikilvægasta að skoða í Marrakech, en það er einnig hægt að skoða margt annað.
Það er mjög áhugavert að skoða Bahia hölllina en hún var byggð seint á 19. öld. Höllinni var ætlað að fanga kjarna hins marokkóska og íslamska stíls. Ef marokkósk list vekur áhuga hjá þér þá ættir þú að fara til Dar Si Said, þar er mikið safn af marokkóskri list.
Ef þig langar til þess að komast að því hvernig marokkóskt handverk er unnið ættir þú að fara að skoða leðurvinnustofur þar sem skinn er sútað og þurrkað. Það er langbest að fara að morgni til því þá er mest að gerast þar.
Verslun í Marrakech
Litlu strætin umhverfis Jemaa el-Fnaa eru full af skartgripum, skóm, fatnaði, marokkóskum teglösum, lömpum, mottum, rúmfötum, keramikvörum, kryddum og mörgu fleiru. Áður er þú verslar eitthvað skaltu muna eftir því að prútta vel. Verslunareigendur eru vanir ferðamönnum og smyrja því vel á verðið.
Matur og drykkur í Marrakech
Það er best að fara til Jemaa el-Fnaa til að fá sér að borða í Marrakech. Byggingarnar sem standa umhverfis þetta stóra torg eru fullar af veitingastöðum sem bjóða upp á hefðbundna tagine og kús kús rétti. Í miðju staðarins er hægt að fá nýkreistan appelsínusafa sem sumir segja að sé besti appelsínusafi í heimi. Áfengi er ekki í boði á veitingastöðum í gamla bænum en þú getur alltaf fengið kaffi eða te.
Láttu skrúbba þig – farðu í Hammam í Marrakech
Ef þig langar að láta fríska upp á þig eftir langa skoðunarferð eða erfiðan verslunardag ættir þú að skella þér í baðhús eða hammam. Þar er fólk skrúbbað, bleytt og gufuhreinsað. Óskrifaðar reglur baðhúsanna geta verið flóknar þannig að það er best að kaupa pakka þar sem fylgir með manneskja sem leiðbeinir þér og skrúbbar þig.
Ferðir frá Marrakech
Svæðið í kringum Marrakech býður upp á fjölmörg tækifæri. Bókaðu gönguferð inn í Atlasfjöllin eða farðu í eyðimerkurferð í Sahara eyðimörkina. Það er líka í boði að fara í dagsferð til Essaouira sem stendur við hafið. Kynntu þér fjölbreyttar ævintýraferði í Marokkó!