Namibía er eitt af ævintýralegustu löndum Afríku. Það þýðir að stór hluti af Namibíu er ósnortið landssvæði þar sem þú finnur einstakt dýralíf. Í Namibíu getur þú blandað saman einstökum náttúru- og menningarlegum upplifunum.
Hvað á að gera í Namibíu?
Heimsæktu Himba Tribe og San Tribe ættflokkana og sjáðu hvernig þeir hafa lifað nákvæmlega eins í þúsund ár. Kannski lærir þú eitthvað nýtt!
Skelltu þér einnig í ævintýralega ferð og upplifðu hinar einstöku eyðimerkur Namibíu; Namib og Kalahari. Og ekki gleyma því að heimsækja í leiðinni hina sögufrægu borg Windhoek sem er staðsett mitt á milli þeirra!
Namibía býr yfir miklum náttúruauðlindum eins og demöntum, kopar, silfri og gulli og eru þær ástæða margra innrása í gegnum tíðina. Landið var áður fyrr suður-afrísk og þýsk nýlenda og getur þú enn greint áhrifin frá tímum Þjóðverja. Þrátt fyrir að enska sé aðal tungumálið þá áttu eftir að heyra fólk tala þýsku ásamt því að sum strætin bera enn þýsk nöfn.
Eitt af því sem þú mátt alls ekki láta framhjá þér fara er Fish River Canyon gljúfrið. Gljúfrið er það næststærsta í heimi á eftir Grand Canyon í Bandaríkjunum. Einnig ættir þú að sjá Epupa fossana og fara í gönguferð um hina gríðarstóru Sossuluslei sandhóla.
Að auki býður Namibía upp á margt sem eykur adrenalínið, svo sem fallhlífastökk, sandbretti, fjórhjól, bátsferðir og neðansjávarköfun.
Í Namibía finnur þú meira en frábært landslag og dýralíf. Í Namibíu eru margar skemmtilegar borgir. Í höfuðborginni Windhoek getur þú rölt um og skoðað sögufrægar byggingar, verslanir og notalega bari og veitingastaði, þegar allt þetta blandast við hljóðin og litina skapast einstök afrísk stemmning. Hin vinsæla borg Swakopmund liggur við norðvestur strönd Namibíu. Borgin er sú næst stærsta og hér blandast saman mismunandi menning saman, bæði gömul og ný.
Skeleton strönd er þar sem eyðimörk og haf mætast. Njóttu þess að horfa yfir rauðu sandhóla Namib eyðimerkurinnar, ein elsta eyðimörk í heimi, eða jafnvel slaka á við stórkostlegu sandstrendur Cape Cross flóans.
Í Namibíu er einnig tilvalið að skella sér í frábært sjálfboðastarf.
Ég vil vita meira
Ævintýraleg safaríferð um Namibíu
Ef þig hefur lengi langað til að sjá ljón, fíla, hýenur, sjakala, nashyrninga, villigelti eða gasellur með eigin augum þá ertu kominn á rétta staðinn! Etosha þjóðgarðurinn er einn af flottustu þjóðgörðum heims og er dýralífið þar afar fjölbreytt og spennandi. Hinn suðræni Waterberg Plateau Park með öllum sínum háu trjám og grösugu sléttum er rétti staðurinn ef þú vilt sjá afrískan buffaló, gíraffa, antilópur og pardusdýr.
Þar sem dýralífið í Namibíu er algjörlega einstakt þá mælum við með því að þú skellir þér í safaríferð með leiðsögn. Þar færð þú góða fræðslu um dýrin og allt sem fyrir augum ber. Þú getur valið á milli þess að fara í morgunsafarí, nætursafarí eða ef þú þorir, safarí gangandi!
Fá fría ferðaráðgjöf
Hvenær er best að ferðast til Namibíu?
Namibía er þurrt og heitt land og geta þurrkatímabilin orðið mjög löng. Því er vatn oft af skornum skammti! Besti ferðatíminn er þegar það er þurrt og hitastigið sem þægilegast sem er yfir apríl og maí og svo aftur yfir október og nóvember.
Ég vil vita meira