{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
kilimanjaro-tanzania-mountain-sunset-cover
kilimanjaro-tanzania-mountain-savannah-sidebar

Gönguferðir á Kilimanjaro

Á Swahili er óvirkt eldfjall sem heitir „Hið glitrandi fjall“ og í 5895 metra hæð er tindurinn þakinn snjó. Ganga þín á fjallið getur varað allt frá fimm dögum upp í tvær vikur. Það er undir þér komið að velja leið, setja upp tímaáætlun og erfiðleikastig. Það er mjög mikilvægt að vera með rétta búnaðinn meðferðis og að gera sér grein fyrir því að þetta mun ekki vera auðvelt. Það krefst töluverðs undirbúnings að halda í eina ævintýralegustu gönguferð lífs þíns en það mun klárlega verða þess virði!

Fá fría ráðgjöf

Kilimanjaro þjóðgarðurinn

Til þess að komast að tindinum byrjar þú gönguna í gegnum kjarrlendi og regnskóga þar sem þú átt líklega eftir að rekast á margt sem þú hefur ekki séð áður. Í um 2000 metra hæð, þegar tréin eru að enda, kemur þú inn í Kilimanjaro þjóðgarðinn og tekur þar við landslag sem þú hefðir líklegast ekki trúað að væri til. Taktu góðan tíma til þess að upplifa og njóta útsýnisins. Það er ekki að ástæðulausu að þessi þjóðgarður er á heimsminjaskrá UNESCO.

Fá meiri upplýsingar um Kilimanjaro þjóðgarðinn

Að velja réttu gönguferðina

Þú getur valið á milli mismunandi gönguleiða. Sú frægasta er Marangu leiðin en þar sem hún er sú auðveldasta er hún einnig oft kölluð „Coca Cola leiðin“ og henni er hægt að ljúka á einungis fimm dögum. Annar góður kostur sem færri velja er Machame leiðin en hún er aðeins erfiðari og af einhverri ástæðu er þessi leið einnig þekkt sem „Viskí leiðin“ en hún er einum degi lengur. Ef þú ert í góðu formi gætir þú haft Lemosho leiðina í huga! Treystu okkur síðan þegar við segjum að þú munt ekki sjá eftir því að bæta degi eða tveimur við ferðatímann til þess að venjast hæðinni. 

Fá meiri upplýsingar

Hæðarveiki

Þegar þú ert að undirbúa ferðina þína, hafðu þá í huga hættuna á hæðarveiki. Vegna súrefnisskorts í mikilli hæð geta göngumenn fengið mikinn höfuðverk, svima og uppköst. Besta leiðin (og í mörgum tilfellum sú eina) er að halda niður aftur. Þú getur ekki stjórnað því hvort þú fáir hæðarveiki og það getur enginn sagt til um hvort þú munir þjást af henni. Hinsvegar eru nokkrar leiðir til að minnka hættuna á því að veikjast. Sú mikilvægasta er að gæta þess að hafa nógan tíma til þess að venjast hæðinni. Ráðin okkar til þín er því að undirbúa þig vel!

Okkar ráð

  • Kannaðu hvaða búnað þú þarft
  • Vertu í góðum gönguskóm sem þú hefur notað oft áður
  • Taktu frekar lengri leiðina - þá hefurðu meiri tíma til að venjast hæðarmismuninum.

Meira

Frá tindinum átt þú líklega eftir að fá magnað útsýni yfir sléttur Keníu og Tansaníu. Hvers vegna að bíða? Kynntu þér bestu staðina til að heimsækja á þessu svæði. Verðlaunaðu svo sjálfan þig með því að fara í frí á ströndina eða í magnaða safaríferð!

Fá meiri upplýsingar

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.