Safarí í Serengeti á eftir að verða ein dýrmætasta upplifun þín. Það er einstök tilfinning að upplifa svona mikla nálægð við villt dýr og nánast snert þau - en ALLS EKKI gera það! Finndu hvernig hjartað slær hraðar þegar fílahjörð gengur yfir veginn, rétt fyrir framan nefið á þér! Nokkurra daga ferð í mögnuðu dýralífi. Serengeti er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma!
Safarí í Serengeti þjóðgarðinum
Ímyndaðu þér: Klukkan er sjö um morgunn og þú vaknar við söng hundruði fugla sem eru í nágrenni við tjaldið þitt. Þegar þú kemur út er sólin rétt komin á loft. Þú gengur framhjá kulnandi varðeldinum frá kvöldinu áður og út að mörkum tjaldsvæðisins. Þú lítur yfir sléttuna og sérð tugi antilópa bíta gras í morgunbirtunni. Það er þá sem þú manst eftir því að þig dreymdi um nóttina að hýenur og apar væru að leita sér að mat við hliðina á tjaldinu þínu - eða var það ekki örugglega draumur?
Láttu drauminn rætast og bókaðu ævintýralega safaríferð um Serengeti!
Hvenær er best að heimsækja Sernegeti þjóðgarðinn?
Flest dýranna á sléttum Serengeti eru flökkudýr og því er mikilvægt að tímasetja vel safaríferðir þangað. Trúðu okkur, hinar grösugu sléttur Serengeti eru mjög fallegar en þú vilt ekki missa af tækifæri til að sjá 2,5 milljónir spendýra á gangi! Besti tíminn er vanalega frá janúar - apríl (í suðaustur hluta garðsins) og júlí - nóvember í öðrum hlutum garðsins.
Serengeti úr lofti
Ef tækifærið býðst, og þú hefur efni á, þá er algjör snilld skoða þjóðgarðinn úr lofti! Hægt er að fljúga yfir garðinn í litlum rellum frá nokkrum stöðum en það væri jafnvel enn skemmtilegra að ferðast yfir slétturnar í loftbelg. Í safaríferðum okkar býðst fólki oftast sá möguleiki að fara fyrr af stað einn morguninn og ná langri flugferð með loftbelg yfir garðinn áður en haldið er af stað í frekari safarí. Að sjá dýrin úr lofti veitir þér magnað sjónarhorn ásamt mögnuðum ljósmynda tækifærum!
Lífið er of stutt til að fara ekki í safarí, drífðu þig af stað!