Áhrif búddisma og hindúisma sjást greinilega í Angkor Wat og standa hofin sem minnisvarðar um gríðarlega hæfni í byggingarlist á 12. öld. Hofin voru reist á tímum Khmeranna og eru þau í dag eins konar tákn Kambódíu en þú finnur þau meðal annars í fána landsins.
Hvernig er best að komast til Angkor Wat?
Angkor Wat er staðsett í u.þ.b. 5 kílómetra fjarlægð frá Siam Reap, þar sem þú finnur fjölbreytta gistimöguleika. Gefðu sjálfum þér nægan tíma til að skoða hofin því svæðið er stórt. Við mælum með því að þú ráðir þinn eigin tuk-tuk bílstjóra því þeir vita hvaða hof er best að skoða.
Hvenær er besti tíminn til að skoða Angkor Wat
Besti tíminn er í dagrenningu, mættu fyrir sólarupprás og upplifðu það þegar fyrstu sólargeislarnir lenda á hofinu. Það er mögnuð upplifun að standa í bláu myrkrinu fyrir framan hofsvæðið með þúsundum annarra ferðamanna og bíða eftir sólarupprásinni. Við getum lofað þér því að hverfandi morgunþokan og fyrstu ljósgeislarnir sem lýsa upp hofin eru ferðaupplifun sem þú munt muna eftir.