Belize er lítið land á strandlínunni við Karíbahafið, milli Mexíkó og Gvatemala. Þar er heillandi blanda regnskóga með litríku dýralífi, stórbrotinna fjalla, forn Maya hof og næstum óþrjótandi tækifæri fyrir alla þá sem hafa gaman af útiveru. Ferðamennskan er nokkuð þróuð í Belize og þjónusta er góð. Þetta gerir það að verkum að verðlagið er örlítið hærra en í nágrannalöndunum. Belize hefur gert um 40% landsins að náttúru- og sjávarlífsverndunarsvæðum en þar finnast einnig mörg fornleifasvæði og dýraverndunarsvæði.
Hvað skal gera í Belize?
Belize býður upp á fjöldann allan að gera fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn. Auk frábærra stranda er hægt að kafa, snorkla, veiða, fara í gönguferðir, fara á kajak og skoða náttúruna. Þú gætir byrjað á því að synda í einhverjum af fjölmörgum fossum landsins.
Þú getur skoðað magnaða hella með kalkmyndunum og fornar leifar hinnar dularfullu Maya menningu. Það er mikið af áhugaverðum fornminjum í boði.
Belize er paradís fyrir kafara
Kóralrif Belize er hið lengsta á vesturhveli jarðar og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þú getur ímyndað þér hvað er frábært að kafa þar! Sjávarlífið er dásamlegt en þú getur séð gaddaskötur og fiska í öllum regnbogans litum. Caye Caulker er góður staður til að hefja köfunina. Bláa holan, The Blue Hole, er frægasti köfunarstaður Mið-Ameríku. Þetta er ótrúlega magnaður staður, en það kostar líka sitt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun má finna hundruð fuglategunda í Belize.
Bókaðu ferðina þína til Belize með okkur
Hér getur þú fundið flug, hótel eða ævintýri. Einnig mælum við með að hafa samband við ferðaráðgjafa til að fá frekari upplýsingar um Belize og önnur nágrannalönd.