Af hverju ekki að sameina ævintýri í Króatíu með skemmtilegu sjálfboðastarfi. Þú getur valið um mismunandi verkefni þar sem lágmarkslengd er 1 vika.
Af hverju ætti ég að skella mér í sjálfboðastarf í Króatíu?
Í Króatíu er hægt að taka þátt í 2 mismunandi sjálfboðaverkefnum þessa stundina. Bæði verkefnin eru virkilega flott og eru bæði skemmtileg áskorun sem veitir þér aðra sýn á landið. Ef það er ekki nóg þá munt þú kynnast öðru ungu fólki allstaðar að úr heiminum í verkefnunum.
Hvaða sjálfboðaverkefni get ég tekið þátt í í Króatíu?
Eins og við minntumst á hér að ofan getur þú tekið þátt í tveimur mismunandi verkefnum í Króatíu Eitt þeirra er verkefni sem snýr að verndun hafsins þar sem þú munt bæði fræðast um lífríki hafsins og hjálpa til við hreinsun þess.
Hitt verkefni er sem sjálfboðaliði innan skapandi tækni í Split. Þar hjálpar þú við framleiðslu ljósmynda og myndbanda, klippingu og vefhönnun. Samtökin sem bjóða upp á þetta sjálfboðastarf vilja endilega nýta sér enskukunnáttu alþjóðlegra sjálfboðaliða til að geta innleitt enskuna í samskipti sín.
Ekki viss um hvort verkefnið hentar þér? Skrifaðu okkur og við hjálpum þér.
Fá fría ráðgjöf