Af hverju ekki að sameina ævintýri í Portúgal við sjálfboðastarf? Þú getur valið á milli nokkurra frábærra verkefna í þann tíma sem þig langar að vera, að lágmarki ein vika.
Hvaða sjálfboðastarf get ég farið í í Portúgal?
Eins og er bjóðum við upp á 3 mismunandi sjálfboðastörf í Portúgal. Þau eru mjög ólík hvert öðru, svo við ættum að vera með eitthvað fyrir alla.
Eitt sjálfboðaverkefnið er mjög vinsælt og snýst um verndun úlfa, þar sem þú munt hjálpa úlfum að komast aftur út í náttúruna. Ótrúlegt tækifæri til að lifa og starfa í Iberian Wolf Recovery Center og vinna að verndun þessarar dýrategundar sem í útrýmingarhættu í fallegu umhverfi. Þetta verkefni er rétt fyrir utan Lissabon.
Annað sjálfboðaverkefni er matvælabjörgunarverkefni í Lissabon. Í þessu verkefni safna sjálfboðaliðar mat sem annars væri sóað frá veitingastöðum og kaffihúsum á staðnum og dreifa þeim til þeirra sem minna mega sín.
Að fara í sjálfboðastarf sem tengist vernd hafsins er einnig möguleiki. Þar getur þú lært um umhverfismál sjávar og aðstoðar við hreinsun hafsins.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að hafa samband og við hjálpum þér að finna rétta verkefnið fyrir þig!
Fá fría ferðaráðgjöf