Ef þú hefur áhyggjur af framtíð náttúrunnar ættir þú að gera eitthvað í málunum. Í öllum verkefnum okkar muntu starfa ásamt alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða sem og heimamönnum. Verkefnin miða að því að rækta upp landsvæði, þróa aðferðir til náttúruverndar og stuðla að fræðslu fyrir bæði heimamenn og ferðamenn um umhverfið og hvernig má nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Með því að vinna sjálfboðavinnu í slíku verkefni stuðlar þú að jákvæðum breytingum. Þú getur valið að fara í sjálfboðastarf í 2 - 4 vikur sem hluti af heimsreisunni þinni, eða farið út í lengri tíma sérstaklega til þess að fara í sjálfboðaverkefni.
Verkefnin eru mislöng og vinnan er ólík, en öll veita þau frábæra reynslu. Leyfðu okkur að hjálpa þér að finna hvaða náttúruverndarverkefni hentar þér best.
Fá fría ráðgjöf