10 ástæður fyrir því að ferðalög munu eyðileggja líf þitt!
Að ferðast er eitt af því skemmtilegasta sem margir gera. Dagdraumarnir um ný ævintýri, tilhlökkunin þegar ný ferð er skipulögð og fiðringurinn í maganum þegar kemur að brottför eru frábærar tilfinningar sem erfitt er að lýsa. Svo hvernig geta ferðalög eyðilagt líf þitt? Já við getum sagt þér það!
1. Þú átt aldrei eftir að fá nóg
Ferðaþráin er ekki eitthvað sem mun hverfa. Þegar þú hefur smitast af ferðabakteríunni hverfur hún aldrei. Þú munt alltaf vilja upplifa nýja áfangastaði og ævintýri. Þú munt alltaf vilja eitthvað meira og því mun þessi þrá draga þig stöðugt á vit nýrra ævintýra.
2. Vinir um ALLAN HEIM sem þú hittir kannski aldrei aftur
Á ferð þinni um heiminn átt þú eftir að kynnst fullt af öðrum frábærum ferðalöngum sem líklega verða þínir bestu vinir. Með þeim áttu eftir að eiga einstakar minningar um skemmtilegustu ævintýri lífs þíns. Eitthvað sem aldrei gleymist! Og já það er óþolandi að hugsa til þess að þú átt mögulega aldrei eftir að hitta þessa einstaklinga aftur. Þú átt líklega aldrei eftir að ná að koma öllum vinum þínum saman og það er þér að kenna.
3. Það verður leiðinlegt að vera á Ísland
Ekki miskilja okkur. Ísland er frábært og einstaklega fallegt land. Hins vegar er mögulegt að allt verði leiðinlegt þegar þú miðar það við þann tíma sem þú fórst í overland ferð um Afríku, heimsóttir Machu Picchu í Perú, fórst í road trip um Bandaríkin eða í bakpokaferðalag um Asíu. Það er aðeins eitt læknar þetta - fara í nýja heimsreisu!
4. Þú byrjar allar setningar á „þegar ég var í heimsreisunni″
Allar þínar sögur eiga eftir að snúast um ævintýrin sem þú upplifðir í heimsreisunni eða þær ferðir sem þú ert að skipuleggja - foreldrum og vinum til mikils ama.
5. Árið sem þú fórst í heimsreisuna mun verða að besta ári lífs þíns!
Allt sem þú gerir í framtíðinni mun aldrei verða eins og þegar þú ferðaðist um heiminn. Mjög líklegt er að það sem þú upplifðir í ferðinni munt þú aldrei gera aftur á ævinni - og þú átt eftir að sakna þeirra. Kannski þú ættir bara að skella þér í nýja heimsreisu?
6. Öfund og ferðaveiki
Er til eitthvað sem kallast ferða-öfund? Já klárlega! Í hvert sinn sem þú heyrir að einhver er skipuleggja eða fara í bakpokaferðalag átt þú eftir að finna til öfundar ásamt því að ferðaveikin blossar upp. Það eina sem læknar það er að fara í annað ferðalag!
7. Vekjaraklukkan verður þinn versti óvinur
Þegar þú ert á ferðalagi hverfa venjulegar rútínur. Að hafa vekjaraklukku sem hringir á morgnanna verður því áminning á að þú þarft að stilla þig aftur að venjulegri rútínu.
8. Wanderlust!
Já það á eftir að fylgja þér alla ævi! Wanderlust þýðir „sterk þrá til að ferðast og kanna heiminn“. Kannast einhver kannski við það nú þegar?
9. Dagdraumar og meiri dagdraumar!
Þú átt eftir að eyða ótrúlega miklum tíma í dagdrauma um næstu ferð - það verður erfitt að halda fókus á öðrum hlutum. Þér á einnig eftir að finnast kort og hnettir ótrúlega aðlaðandi. Þessi þættir munu auka ferðaþrá þína og á endanum þýðir það að meirihluti launa þinna eiga eftir að fara í ný ferðalög og ævintýri - vertu því viðbúin/n því að þurfa að borða túnfisk og núðlur alla daga!
10. „Post-travel depression“
Og þetta er líklega það versta af öllu. Þessi erfiða tilfinning sem kemur um það bil einni viku eftir heimkomu. Það eina sem hjálpar er að byrja að skipuleggja næstu ferð! Eða enn betra - að tryggja það að þú hafir alltaf nýja ferð til að hlakka til.
Stuttlega orðað „Ég iðrast þess að hafa ferðast um heiminn" sagði enginn, aldrei!
Ekki hika lengur og drífðu þig af stað!