ALLIR sem ferðast til Cuzco fara að skoða hinar heimsþekktu Inkarústir Machu Picchu. Það eru tvær leiðir til að gera þetta; annað hvort tekurðu lest upp að rústunum, eða (það sem er mælt með) gengur í 2-4 daga eftir hinni frægu Inkaslóð sem að lokum nær til Machu Picchu. Við mælum með gönguferð í hópi með leiðsögumanni, þar sem yfirleitt eru burðarmenn sem bera þungan farangur, elda mat og fleira. Þetta ögrandi og ótrúlega falleg ganga þar sem inniheldur frábæru útsýni yfir Andesfjöllin og djúpa fallega dali en á sama tíma sérðu magnaðar Inkarústir.
Ólýsanleg upplifun
Þetta er bara lítil samantekt um Machu Picchu. Að koma þangað er yfirþyrmandi upplifun. Ekkert er eins spennandi og hefur eins mikið aðdráttarafl í Perú og þetta svæði, jafnvel ekkert í allri Suður-Ameríku. Staðurinn er frægur fyrir þjóðfélagslega sögu sína og byggingarlist; verkfræðina á bakvið byggingarnar. Þessar stóru, vel varðveittu bæjarrústir eru fullkomlega staðsettar í hinum hrífandi Andesfjöllum.
Ef litið er upp má stöku sinnum sjá gamm fljúga milli klettatoppanna. Staðurinn er fallegastur við sólarupprás, þegar morgunþokan leysist smám saman upp í steikjandi sólinni og afhjúpar rústirnar. Þegar þú hefur lokið við að taka myndir frá útsýnisstaðnum (það getur tekið smá tíma!) ættir þú að nýta restina af deginum til að ganga um milli rústanna (ásamt hundruð annarra ferðamanna) því hvergi annars staðar gefst jafngott tækifæri til að skoða hina spennandi menningu Inka, því hvergi eru rústir sem eru eins vel varðveittar og hér.
Ferðaráð
Lokað er í Inkagönguna í Febrúar. Því skaltu reyna að koma á svæðið á einhverjum öðrum tíma. Athugaðu einnig að þörf er að bóka fyrirfram því það er takmarkað hversu margir geta farið um svæðið í einu. Því mælum við með að bóka ferðina með góðum fyrirvara.