Ert þú að fara í heimsreisu?
Það er ekkert betra en að leggja af stað í spennandi ævintýraferð um heiminn. Þú munt uppgötva nýjar hliðar á sjálfum, kynnast nýj fólki og eignast ógleymanlegar minningar. Það er engu síðra að skipuleggja ferðina og að fara í hana en það er mikið sem þú þarft að hugsa um. Hversu lengi ætlaru að ferðast? Hvað ertu með mikið ráðstöfunarfé? Hvaða áfangastaði viltu heimsækja? Bólusetningar, visa, ferðatryggingar og svo mætti lengi telja. Því settum við saman 10 frábær ráð frá okkur þegar kemur að því að skipuleggja fullkomna heimsreisu!
1. Byrjaðu að skipuleggja tímanlega
Ef þig dreymir um að fara í heimsreisu þá er um að gera að byrja að skipuleggja. Því fyrr sem þú byrjar því betra! Við mælum með að þú byrjir að skipuleggja og bóka að minnsta kosti 8-10 mánuðum fyrir brottför. Það er frábær byrjun að bóka fund hjá ferðaráðgjafa okkar. Þá getur þú setið augnliti til augnlits við einhvern sem hefur ferðast um heiminn og hefur gert það sem þú vilt gera. Ferðaráðgjafar okkar geta gefið þér góð ráð eins og til dæmis hvert er best að fara á hvaða tímum og hversu mikið ráðstöfunarfé þú þarft.
2. Færri áfangastaðir - fleiri upplifanir
Við þekkjum vel að vilja sjá og upplifa allt en að eyða lengri tíma á færri áfangastöðum skilar þér oft mikið betri upplifunum. Það er því góð hugmynd að forgangsraða þeim hlutum sem þér finnst ómissandi að gera í ferðinni frekar en að fljúga til eins margra landa og hægt er - quality vs. quantity er gullna reglan hér.
3. Sameinaðu heimsreisuna þína við skipulagðar skoðunarferðir
Vel heppnuð heimsreisa er samblanda af ferðum sem þú skipuleggur sjálf/ur og skipulögðum ferðum með öðrum bakpokaferðalöngum. Það er dásamlegt að hafa frelsi til þess að farðast á sínum eigin forsendum en þú getur verið viss um að missa ekki af neinum földum gimsteinum í skipulagðri ferð. Það er líka tilvalið að læra eitthvað nýtt á ferðalaginu þínu og byrja á því að fara á surf- eða köfunarnámskeið!
4. Öðruvísi samgöngur
Hluti af því sem er heillandi við að ferðast er að nota staðbundnar samgöngur á hverju svæði. Það er ekki nauðsynlegt að fljúga á millri allra áfangastaða sem þú ætlar til. Þú getur flogið til eins lands, ferðast til annars til dæmis með lest og svo flogið á nýjan stað. Þá þarftu ekki endilega að fljúga aftur tilbaka þaðan sem þú komst.
5. Hafðu veðrið og loftslagið í huga
Það skiptir ekki máli hvort þú vilt fara í sól og sumar, skella þér á skíði eða surfa í hinum fullkomnu öldum, það er alveg nauðsynlegt fyrir þig að skipulegggja ferðina þína eftir árstíðum. Þá getur þú verið viss um að þú munir upplifa allt sem þú vilt!
6. Vertu viss um að eiga nægan pening
Ferðakostnaður er mjög einstaklingsbundinn. það er eitt að vita kostnaðinn áður en þú ferðast eins og fyrir flugmiða, bólusetningar, tryggingar og svo framvegis. En það getur reynst erfitt að sjá fyrir sér kostnaðinn á meðan ferðinni stendur. Flestir enda líka á því að eyða meiri pening en þeir höfðu ætlað sér. Eitt mikilvægasta ráð okkar er því að vera viss um að þú eigir nægan pening til þess að taka þátt í afþreyingum og öðru skemmtilegu á meðan ferð þinni stendur.
7. Aldrei ferðast án ferðatryggingar
Sumir halda því fram að þú getur alveg eins sleppt því að kaupa ferðatryggingu en ekki hlusta á þá! Það er aldrei sniðug hugmynd að fara í ferðalag án þess að vera með ferðatryggingu. Það er ekki áhættunar virði. Ferðatryggingin þín á meðal annars að ná yfir áhættulegar afþreyingar eins og surf, köfun, fallhlífastökk, teygjustökk og svo framvegis. Kynntu þér málið frekar hér.
8. Ekki vera hrædd/ur við að ferðast ein/n
Að ferðast á eigin vegum er stór biti. Þú verður að taka allar ákvarðanirnar sjálf/ur og ef einhver vandamál koma upp verður þú að greiða úr þeim á eigin vegum Á hinn bóginn getur þú ferðast nákvæmlega eins og þú vilt! Því fylgir aukið frelsi. Þar að auki munt þú kynnast fullt af öðru fólki sem er líka að ferðast á eigin vegum. Þú getur verið viss um að það séu einstaklingar sem eru meira en til í að kynnast öðrum bakpokaferðalöngum sem eru einnig að ferðast á eigin vegum eins og þú! Ef þú ert að ferðast ein/n getur þú einnig farið í eina af okkar frábæru skipulögðu hópferðum þar sem þú munt ferðast með fólki á svipuðum aldri og þú!
9. Vegabréfsáritanir / Visa
Ekki gleyma því að sækja um visa áður en þú heldur af stað til viðkomandi lands. Visa veitir inngöngu í landið en þó aðeins í takmarkaðan tíma. Útgáfa vegabréfsáritunar getur tekið allt frá nokkrum dögum til nokkurra vikna svo sæktu um með ágætum fyrirvara. Góðar upplýsingar um vegabréfsáritanir er að finna á vef utanríkisráðuneytisins.
10. Ferðastu létt
”Less is more” er klassísk mantra sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að pakka fyrir heimsreisu. Pakkaðu einungis því sem þú veist að þú munt þurfa að nota. Oftar en ekki ef þú pakkar of miklu þá munt þú koma með helminginn heim ónotaðan. Ef þú gleymir einhverju þá eru hvort eð er allar líkur á því að þú getir keypt það á áfangastaðnum og þá eflaust mikið ódýrara heldur en á Íslandi. Hér getur þú lesið okkar ráð þegar kemur að því að pakka fyrir heimsreisu.
Dreymir þig um að fara í heimsreisu? Hafðu samband við okkur í dag og við hjálpum þér að skipuleggja þína draumaferð. Frí ráðgjöf og engin skuldbinding!