{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Arna Petra - 24 dagar í Afríku: Fyrsti hluti!

Hópurinn hennar Örnu í Afríku

Arna Petra skellti sér í heimsreisu með KILROY og deilir með okkur sínum ferðalögum

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 21. árs stelpa sem elskar að ferðast um heiminn, taka fínar myndir, kynnast fólki og prófa allskonar nýja hluti. Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að vera allt annars staðar en á klakanum og sá draumur rættist þegar ég fór í mína fyrstu heimsreisu með KILROY. Þá var sko ekki aftur snúið skal ég segja ykkur!

Í dag bý ég í Svíþjóð og er alltaf að vinna í að plana næstu ferð… Mér finnst að allir eiga að skella sér í allavega eina svona ferð, vegna þess að þetta er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma og aldrei sjá eftir. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast, sjá aðra menningarheima, prófa nýjan mat og upplifa alls konar vitleysu á ferðalaginu.

Mér þykir ótrúlega gaman að fá að deila með ykkur nokkrum ferðasögum frá ferðalaginu mínu. Fyrst förum við til Dúbaí, næst er það Afríka (annar hluti, þriðji hluti).

Hafa samband

Hópurinn sem Arna Petra ferðaðist með fyrir framan bílinn

AFRÍKA

Afríka er heimsálfa sem býður upp á svo ótalmarga möguleika! Þar er hægt að skoða ótrúlegt dýralíf, klífa Kilimanjaro,slappað af á ströndinni í Zanzibar og fara í sjálfboðastarf. Það er líka ómissandi að skoða Viktoríufossa. Ef þú ert meira fyrir fornar söguslóðir þá er Egyptaland landið fyrir þig þar sem þú getur skoðað píramídana Giza og Luxor. Við erum ekkert að ýkja þegar við segjum að þessi heimsálfa mun standa undir öll þínum væntingum og meira til. Það er þess vegna sem að Arna fór í 24 daga ævintýraferð frá Höfðaborg í Suður-Afríku.

Ævintýraferðin sem Arna fór í hefst eins og fyrr segir í Höfðaborg en þaðan er farið eftir vesturströndinni og áfram til Namibíu, Okavango deltunnar, Simbabve, Viktoríufossa, Botsvana og Jóhannesarborgar. Í ferðinni er meðal annars farið í kanóferð á Orange River, slappað af á ströndinni í Swakopmund, Etosha þjóðgarðurinn heimsóttur þar sem farið er í safarí, Viktoríufossarnir skoðaðir og Matobo þjóðgarðurinn sóttur heim. Þetta er einungs brota brot af því sem er upplifað í ævintýraferðinni sem Arna fór í. Við gefum henni orðið.

Afríkuferðin

Kort af leiðinni sem Arna Petra fór í Afríku

COOKIE MONSTER!

Á kortinu hér fyrir ofan getið þið séð hvaða lönd og staði við heimsóttum á þessum litla mánuði, öll saman í einni rútu sem kallaðist Cookie Monster. Já, leiðsögumaður okkar tók sko ekki í mál að kalla þetta rútu!

Ferðin hófst í Höfðaborg en þar hittum við hópinn okkar sem við myndum ferðast með næstu 24 dagana... Ein stór fjölskylda! Ég get varla lýst því hvað við vorum heppin með hóp en félagsskapurinn er klárlega eitt af því sem gerði þennan afríkupakka svo frábæran.

Við ferðuðumst á Cookie Monster trukknum 7000 km um Afríku alla leiðina frá Höfðaborg til Namibíu, Botsvana, Simbabve og enduðum í Jóhannesarborg! Trukkurinn var nánast bara heimilið okkar á þessum tíma, þar sem allt dótið okkar var þar á meðan það var ekki í tjaldinu okkar. Við gistum nefnilega í 15 nætur í tjaldi, 6 nætur í Lodge-i og svo tvær nætur í Cabin. 

HÖFÐABORG

Arna Petra og Tómas á Lions Head í Höfðaborg í Suður-Afríku

Á meðan við vorum í Höfðaborg löbbuðum við upp á Lion's head og útsýnið yfir Cape Town var svo fallegt!

Cape Point í Suður-Afríku

Svo fórum við alla leið að Cape Point sem er syðsti punktur Afríku þar sem Atlantshafið og Indlandshafið mætast.

Arna Petra í vínsmökkun í Höfðaborg

Sami dagur endaði síðan í vínsmökkun sem var frábært.

KANÓ Á ORANGE RIVER

Kanóar í Afríku

Frá Höfðaborg hélt ferðin áfram og næsta stopp var Orange River, en það er lengsta áin í Suður-Afríku. Þar sigldum við um á kanó en það var bæði ótrúlega skemmtilegt, fallegt og hrikalega erfitt!

Arna Petra á kanó í Afríku

Tómas Óli á kanó í Afríku

Ég þarf að hrósa Tómasi því ég var alveg búin á því í lokin og gerði örugglega ekki mikið gagn.

Arna Petra við Orange River í Suður-Afríku

Hér á þessu svæði áttum við að setja upp tjöldin okkar en í þetta skipti settum við bara upp beddana og gistum öll undir stjörnubjörtum himni. Við máttum auðvitað ráða hvort við vildum sofa í tjaldi eða ekki en ég mæli svo mikið með því að prófa þetta! Þið verðið þó að búa ykkur undir skordýrin í Afríku sem fylgja því.

Arna Petra og Tómas að gista úti á beddum í Afríku

Þetta móment, lognið á undan storminum áður en ég hoppaði upp úr svefnpokanum og hljóp í hringi eins og asni! Já ég skal segja ykkur, að það var lítill ,,sætur'' óvelkominn kakkalakki kominn inn í svefnpokann minn! 

Gott ráð: Það er ekki í boði að vera pjattaður í þessari ferð… en það voru þó nokkrir að díla við það í þessum hópi. Það er samt fínt að vita við hverju má búast. Þú átt eftir að sjá kakkalakka, köngulær, endalaust af moskító, mögulega einhverja snáka og eðlur inni í tjöldunum og fleira. En burt séð frá því þá er þetta ennþá mesta ævintýri sem ég hef upplifað. Svo ég sé nú ekki að hræða ykkur frá þessum frábæra Afríku-pakka!

DESERT CAMP OG STÆRSTA GLJÚFUR AFRÍKU

Cookie Monster bíllinn í Afríku

Næsta stopp var síðan að fara í desert camp. Að fara frá Orange River og í eyðimörkina var svo mikil breyting.

Arna Petra undir tré í Afríku

Á leiðinni fylgdumst við með landslaginu snöggbreytast frá því að vera grænt og yfir í sand og nánast engan gróður.

Fish River Canyon í Afríku

Við stoppuðum á leiðinni til að skoða Fish River Canyon, sem er stærsta gljúfur Afríku. Það var mjög fallegt og það var líka gott að standa aðeins upp og teygja úr sér eftir langa keyrslu.

Hópurinn sem Arna Petra ferðaðist með í Afríku

Við vorum 19 manna hópur saman í eyðimörkinni með bókstaflega ekkert í kringum okkur. Við gistum í tjaldi og þó það var ekkert í kringum okkur vorum við samt með útisturtur og útiklósett. FANCY, ég veit!

SOSSUSVLEI OG BIG DADDY

Arna Petra á Sossusvlei sléttunni í Afríku

Næsta stopp var Sossusvlei, sem er salt- og leirslétta sem er umkringd rauðum sandhólum. 

Arna Petra og Tómas upp á Big Daddy sandfjallinu í Afríku

Þar löbbuðum við upp á Big Daddy, sem er hæsta sandfjall á Sossusvlei svæðinu, eða um 325 metrar.

Arna Petra að hoppa í rauðum sandi hjá Sossusvlei

Við gátum valið um 3 leiðir og auðvitað völdum við erfiðustu leiðina. Ég skal segja ykkur það að þetta var alls ekki auðveld ganga, tilfinningin var eins og við værum að labba á staðnum þar sem við runnum alltaf niður í sandinum. En um leið og við vorum komin upp á topp þá var þetta svo mikið þess virði! Útsýnið var ólýsanlegt.

Tómas í Sossusvlei við dautt tré

Eftir að hafa hlaupið niður stærsta sandfjall í heimi þá enduðum við í Deadvlei sem er eldgamalt svæði og á því svæði eru tré sem þornuðu upp og dóu fyrir um sirka 600 árum.

Hópurinn sem Arna Petra ferðaðist með í Afríu

Svo um kvöldið komum við okkur fyrir á tjaldsvæðinu og grilluðum saman BBQ. 

Ég held áfram að segja ykkur frá Afríkuferðinni okkar í næstu færslu, fylgist með!

Þar til næst!

Arna Petra undirskrift

FYLGSTU MEÐ FERÐALAGINU HENNAR ÖRNU

Á komandi vikum mun Arna deila með okkur fleiri skemmtilegum reynslusögum og myndum frá heimsreisunni hennar með KILROY. Fylgstu með á www.kilroy.is/blogg og á miðlunum hennar Örnu sem má finna hér:

Bloggið hennar Örnu

Instagramið hennar Örnu

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.