Staður sem er erfitt að líka ekki við
Bandaríkin eru alltaf vinsæll áfangastaður! Hvers vegna? Vegna þess að það er auðvelt að rata, ríkin eru fjölbreytt og landslagið á mörgum stöðum er einstaklega fallegt.
Yfir hverju eru allir að missa sig?
Opnaðu Spotify, rúllaðu niður gluggana, settu á sólgleraugun og undirbúðu epíska ferð um eyðimerkurvegi, framhjá skemmtilegum strandbæjum og glæsilegum þjóðgörðum - og það með uppáhalds ferðafélaganum þínum! Hér finnur þú okkar sex ástæður fyrir að fara alltaf aftur til Bandaríkjanna.
1. Fjölbreytileikinn
Hvort sem þú elskar stórborgir, strendur eða fallega þjóðgarða, Bandaríkin hafa þetta allt. Þess vegna er það fyrsta ástæðan okkar um hvers vegna við förum alltaf aftur til Bandaríkjanna.
2. Endalausir road trip möguleikar
Vilt þú fara í sannkallað ævintýri en samt gera það á þinn eiginn hátt? Mikið erum við sammála! Road trip um Bandaríkin er frábært skemmtun og það eru svo margar flottar leiðir sem þú getur farið. Sama hvaða veg þú velur þá mun þetta verða ævintýri lífs þíns.
Hvernig hljómar að keyra í sólinni á Hawaii? Eða skoða útsýnið meðfram þjóðvegi 1 í Kaliforníu? Kannski viltu frekar keyra eftir hinum heimsfræga Route 66? Skoðaðu okkar tillögur að epískum road tripum hér.
3. Þekktir surfstaðir
Sumir af bestu surfstöðum Bandaríkjanna er að finna í Kaliforníu og Hawaii.
Ef þú ert á ferðinni um Hawaii þá finnur þú nokkra frábæra staði þar sem þú getur prófað brimbrettahæfileika þína. Þeir eru til dæmis Waima Bay, Ehukai Beach og Waikiki Beack í Honolulu.
4. Þjóðgarðarnir
Við erum nú þegar búin að minnast á það en þjóðgarðarnir í USA eru alveg hreint ótrúlegir! Það er auðveldast að heimsækja þjóðgarðina ef þú ert á bíl svo ef þú hefur leigt bíl þá ertu í góðum málum.
Þeir þjóðgarðar sem ættu að vera efst á bucketlistanum þínum eru Yosemite, Yellowstone, Rocky Mountains, Grand Canyon, Zion og Great Smokey Mountains.
5. Maturinn!
Ein besta ástæðan til að ferðast er til að smakka matinn frá mismunandi heimshornum. Maturinn í USA er að sjálfsögðu vel þekktur og svo sannarlega gómsætur. Ef þú ert að fara í road trip um Bandaríkin og elskar að borða góðan mat (hver elskar það ekki) þá er hér listi af nokkrum borgum sem eru þekktar fyrir matarúrval sitt:
- San Francisco - Frábær matur og geymir einn besta matarmarkað Bandaríkjanna.
- Chicago - Ítalskt kjöt og gómsætar pönnu pizzur.
- Austin - Grill, steikur og Tex Mex. Búðu þig undir sterkt matarævintýri hér!
- New Orleans - Hér hafa evrópsku áhrifin ekki gert matinn verri.
- Savannah - Ef þú elskar góða sjávarrétti þá ættir þú að heimsækja Savannah í Georgia.
Svo eins og þú eflaust veist þá er allt stærra í USA, þar á meðal skammtastærðirnar.
6. Frábær staður til að eignast nýja vini
Flestir bandaríkjamenn eru mjög opnir og félagslyndir. Hvort sem þú ert að ferðast ein/n eða í hópferð þá eru allar líkur á því að þú kynnist fleira fólki sem er á sama stað í lífinu og þú hvort sem það eru bandaríkjamenn eða aðrir ferðlangar.