Lengd

15-17 dagar

Byrjar í / Endar í

San Francisco - Los Angeles

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Allt árið um hring

Verð frá 306,809 ISK
Það gerist ekki betra. 800 km stútfullir af frábærum borgum í ótrúlegri náttúru. Farðu í ferðalag um Bandaríkin eftir þjóðvegi 1 meðfram strönd Kaliforníu og heimsóttu San Francisco, Santa Cruz, Big Sur og Los Angeles.

Langar þig í stutt, en sætt ævintýri meðfram vesturströnd Bandaríkjanna, sem fangar alla stemninguna sem Kalifornía hefur upp á að bjóða? Við höfum búið til ævintýri frá San Francisco og niður þjóðveg 1 til Los Angeles. Þú gætir alveg keyrt þessa leið á einum degi... en hvað er skemmtilegt við það? Í þessari ferðaáætlun höfum við bent á alla bestu staðina til að stoppa á meðfram ströndinni. Í þessu road tripi munt þú fara framhjá Santa Cruz, Monterrey Bay, Santa Barbara, Malibu og Santa Monica bara til að nefna nokkra staði.

Við höfum sett inn húsbílaleigu fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í bíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.