Af hverju þú átt ekki að bóka með KILROY

Travel With KILROY Blog Post (1)

Það eru alveg nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir kannski ekki að bóka ferðina þína hjá okkur. Við skulum bara leggja öll spilin á borðið. Hér eru nokkur atriði sem sanna af hverju þú ættir EKKI að bóka hjá KILROY.

1. Ef þú vilt ekki fá mikið fyrir peninginn þinn þá er KILROY ekki málið💰

Við erum nefnilega mjög góð í því að finna bestu verðin á flugi, gistingu og ævintýrum um allan heim svo að þú fáir það mesta út úr peningnum þínum. Það er oft sem fólk heldur að það sé miklu dýrara að panta ferð hjá ferðaskrifstofu en í mörgum tilfellum er það mikill misskilningur. Ætlaru að fara til Spánar að liggja á ströndinni? Ókei þá er kannski ódýrara að bóka sjálfur. Ætlaru að fljúga til Japans og læra að sveifla sverði eins og Samurai... þá er kannski best bara að heyra í okkur. Við erum með sér samninga við flugfélög og byrgja út um allan heim svo ef þig langar virkilega að fá sem minnst fyrir peninginn þinn. Þá getur þú sleppt því bara að heyra í okkur.

2. Ef þú elskar að vaða í gegnum ótal flug til að komast hinum megin á hnöttinn, þá ættir þú líklegast ekki að tala við okkur✈️

Við hjá KILROY erum nefnilega í því að einfalda hlutina fyrir þig og elskum að taka á okkur erfiðustu vinnuna svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur. Við finnum snjallar flugleiðir, setjum saman draumaferðina og sjáum um allt vesenið til að koma þér á réttan áfangastað... án þess að þú þurfir að millilenda 14 sinnum til að komast þangað. Ef þú vilt endilega hafa flækjustigið í hámarki hinsvegar, þá er best bara að sleppa því að hafa samband.

3. Ef þú ert rosalega hrifin/n/ð af hefðbundunum og fyrirsjáanlegum ferðalögum (við erum að horfa á þig Tene) þá ættir þú ekki að bóka hjá KILROY🌴

Við leggjum nefnilega áherslu á einstakar og nýjar upplifanir í óhefðbundum ævintýrum. Tene er næs... en Tene er ekki það eina sem er til! Við elskum að hjálpa ferðalöngunum okkar að upplifa heiminn, sama á hvaða aldri þeir eru. Við tryggjum því að ferðalagið þitt sé allt annað en fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. En ef þú elskar leiðindi og fyrirsjáanleg ferðalög, þá skaltu bara halda áfram að skipuleggja sjálf/ur/t.

4. Ef þú ert ekki til í persónulega ráðgjöf um hvað hentar þér best, þá ættir þú ekki að banka hjá okkur🙋

Ferðaráðgjafarnir okkar lifa fyrir ferðalög, hafa ferðast út um allt og þekkja áfangastaðina í bak og fyrir. Þeir elska að gefa góð ráð, deila persónulegum reynslusögum og hjálpa þér við að fá það mesta og besta út úr ferðinni þinni. Ef þú vilt frekar fá ráð frá einhverjum sem hefur aldrei ferðast áður, hvað þá að fá ráð frá engum (!) þá ættir þú að leita annað.

5. Ef þú leggur allt traust þitt á Google, þá erum við ekki málið💻

Við búum yfir persónulegri ferðareynslu sem gamli góði Google frændi getur ekki veitt þér. Öll leynitrixin, bestu földu staðirnir, hvað þú átt að gera og hvað þú átt ekki að gera. Við vitum þetta allt. Ef þér finnst algjörlega nóg að treysta blindandi á internetið þá getur þú slepp því að fá aðstoð frá okkur.

6. Ef þú vilt ekki hafa öryggisnet á meðan þú ferðast, skaltu bara kíkja á Dohop🦺

Við leggjum nefnilega mikið upp úr því að þú getir ferðast með hugarró. Við skipuleggjum því allar ferðir með það að leiðarljósi. Það vita líka allir sem hafa ferðast eitthvað út fyrir Evrópu hversu gott það er að hafa tengilið heima á Íslandi sem veit hvað á að gera ef eitthvað kemur upp á, hvort sem það er lítilræði eða ekki. Öryggi er ekki metið til fjár þegar á bjátar. Ef þú ert hinsvegar algjör daredevil, þá er öryggið sem við bjóðum upp á ekki fyrir þig.

7. Ef þig langar að ferðast eins og allir hinir þá er KILROY ekki góður kostur fyrir þig👎

Stína vinkona fór til Alicante, þannig ég ætla að fara til Alicante. Frábært plan... en hversu boring. Við skipuleggjum ferðir þannig að þær endurspegli þína persónulegu drauma og þín ævintýri. Ekki bara ferð eins og hún Stína fór í. Við sköpum ferðina þína í sameiningu. Ef markmiðið er að elta fjöldann og ferðast eins og allir hinir. Þá er KILROY ekki staðurinn fyrir þig.

En hvað með þá sem vilja ferðast á sinn hátt?

Vá hvað við tengjum við ykkur! Ef þú vilt ferðast eins og KILROY ferðalangur þá eru hér nokkrar skotheldar ferðatillögur til að byrja á.

Forvitin/n/ð um hvað við getum gert meira?

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.