Óskalisti bakpokaferðalangsins
Við ákváðum að gera ráðvilltum foreldrum, systkinum, ömmum, öfum og vinum stóran greiða og búa til hinn fullkomna óskalista fyrir alla unga og ævintýragjarna sem ætla sér að ferðast um heiminn á næstu árum. Svo er þetta líka hentugt fyrir bakpokaferðalanga sem vita ekki hvað þeir eiga að setja á sinni eigin óskalista.
1. Gjafabréf KILROY
Ferðalag er eflaust efst á óskalistanum hjá mörgum - en ferðalag er mjög óljós ósk sem erfitt er að uppfylla. Ef þú vilt vera viss um að þú sért að gefa ferðalag og ævintýri í gjöf mælum við með gjafabréfi KILROY! Þú velur hvaða upphæð þú vilt gefa og viðtakandinn getur valið að nota gjafabréfið í hvað sem hugurinn girnist. Horfðu á myndbandið hér að ofan til þess að fá innsýn inn í hvaða möguleika gjafabréfið býður upp á.
2. Góður bakpoki
Það er fátt mikilvægara í heimsreisu en góður bakpoki. Pokinn þarf að rýma allt sem ferðalangurinn þarf á að halda en vera mjög þægilegur svo hægt sé að bera hann á bakinu helst klukkustundum saman. Hann þarf að henta hæð og þyngd þess sem mun nota hann og því er best að viðkomandi máti bakpokann áður en hann er keyptur. Svo þarf bakpokinn að vera vatnsheldur og helst ekki forljótur.
3. Ferðahandbækur
Hvort sem verið er að leita eftir innblæstri eða skipuleggja ferðalagið eru góðar ferðahandbækur frábært verkfæri. Þær eru sérstaklega hentugar þegar út er komið og þig vantar nákvæmar upplýsingar um tiltekinn stað, t.d. hvar gott er að gista og borða, hvernig eigi að koma sér á milli eða hvað sé skemmtilegast að skoða. Lonely Planet eru á meðal vinsælustu ferðahandbókanna og gefnar hafa verið út fleiri en 500 bækur um 195 lönd.Hvort sem verið er að leita eftir innblæstri eða skipuleggja ferðalagið eru góðar ferðahandbækur frábært verkfæri. Þær eru sérstaklega hentugar þegar út er komið og þig vantar nákvæmar upplýsingar um tiltekinn stað, t.d. hvar gott er að gista og borða, hvernig eigi að koma sér á milli eða hvað sé skemmtilegast að skoða. Lonely Planet eru á meðal vinsælustu ferðahandbókanna og gefnar hafa verið út fleiri en 500 bækur um 195 lönd.
4. Ferðatrygging
Það ætti enginn að ferðast án þess að vera vel tryggður, en tryggingar fyrir löng ferðalög geta kostað sitt. Því er upplagt að fá tryggingar! Þetta er mjög skynsöm ósk sem foreldrar bakpokaferðalanga verða ánægðir með. Við hjálpum þér að kaupa ferðatryggingu sem nær yfir framandi og ævintýralega hluti eins og köfun, surf og sjálfboðastörf.
5. Höfuðljós
Kannski ekki mest spennandi gjöf sem hægt er að láta sér detta í hug, en mun koma að mjög góðum notum fyrir alla þá sem eru á leið í heimsreisu. Sérstaklega ef viðkomandi ætlar sér á svæði þar sem ekki er rafmagn eða gist er í tjöldum. Höfuðljós er t.d. nauðsynlegt í safaríferðum og gönguferðum.
6. Heyrnatól
Á löngum bakpokaferðum er eitt víst: þú munt eyða löngum tíma á flugvöllum, í flugvélum, lestum og rútum. Þá geta góð heyrnatól bjargað geðheilsunni! Tíminn líður mun hraðar þegar þú ert með góða tónlist í eyrunum. Ef þú lendir á háværu hosteli er líka mjög gott að geta spilað ljúfa tónlist og útilokað öll lætin.
7. Dagpoki
Að bakpokaferðalangur þurfi góðan bakpoka segir sig sjálft, en margir gleyma að hugsa út í auka bakpoka fyrir dagsferðir. Hann þarf ekki að vera stór - bara nóg til þess að geta rúmað vatnsflösku, myndavél, sólarvörn, flugnasprey og kannski nesti og regnjakka.
8. Skafkort af heiminum
Hversu mörg lönd hefur þú heimsótt? Eftir því sem ferðalögin verða fleiri verður erfiðara að svara þessari spurningu, en með skafkorti af heiminum er einfalt að halda utan um fjöldann. Þú skefur af hverju landi sem þú hefur heimsótt svo því meira sem er skafið, því betra! Eftir að þú eignast svona kort hefur þú enn eina ástæðuna til þess að standa upp úr sófanum og drífa þig af stað!
9. Vasahnífur
Fjölnota vasahnífur er algjört kraftaverkatæki í bakpokaferðum. Lítið og létt tól sem nýtist við nánast allt - fullkomið fyrir alla bakpokaferðalanga! Við minnum þó á að ef þú vilt að vasahnífurinn fylgi þér alla ferðina þarftu að pakka honum niður og ekki taka hann með í handfarangur þegar farið er í flug.
10. Ferðahleðsla með sólarsellum
Á ferðalagi þínu um heiminn veist þú aldrei hvenær þú kemst næst í rafmagn. Með ferðahleðslu þarft þú ekki að hafa lengur áhyggjur. Þú getur fest þessa snilldar græju á bakpokann eða tjaldið og verið þannig alltaf með aðgang að rafmagni. Algjör snilld!