{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Sóló ferðalag í Japan: Ævintýri Djurre í landi rísandi sólar

fólksfjöldi á matarmarkaði nálægt Senso-Ji temple í Tokyo

Djurre deilir sínum uppáhalds augnablikum í Japan

Það hefur verið efst á listanum mínum að fara til Japan í nokkur ár núna. Ég ætlaði að fara í ævintýri umhverfis jörðina með Japan sem einn af top áfangastöðunum mínum rétt þegar Covid-19 skall á, svo ég varð að fresta ferðadraumum mínum um nokkur ár. Nákvæmlega þremur árum síðar fór ég loksins um borð í flugvélina til Tókýó, gjörsamlega að missa mig úr spenning.

Ég hafði mikinn tíma til að skipuleggja ferðina mína og allt það sem ég vildi sjá og upplifa, svo með þessu bloggi er markmið mitt að spara þér tíma í þessu skipulagi með því að sýna þér ferðaleiðina mína og hápunktinn á hverju stoppi.

Djurre At Mt
Japan, loksins!
Í mörg ár hefur mig langað að fara til Japans, ég hef jafnvel verið með áskrift að mánaðarlegu japönsku nammi- og snakkboxi og átt í leynilegu ástarsambandi við japanskar hreyfimyndir og tölvuleiki. Ég hafði ætlað að heimsækja landið, þegar Covid-19 heimsfaraldurinn skall á heiminn. Það tók Japan 2,5 ár að opna aftur, og þegar það loksins gerðist seint á árinu 2022, pantaði ég miða strax. Sem höfundur fyrir KILROY var ekki séns að ég ætlaði ekki að leyfa þér að taka þátt í öllu því skemmtilega sem ég gerði á ferðalagi um land hækkandi sólar. Í þessari sögu finnurðu ferðaleiðina mína, þar sem ég reyni að deila bestu ráðunum og gullkornunum á leiðinni. Þetta er þó á engan hátt tæmandi leiðarvísir, þar sem það er einfaldlega of mikið fyrir eitt bloggstykki. Skoðaðu annað efni okkar um Japan ef þú vilt vita meira!
Farðu í ferðalag um Japan 2023: Spennandi blanda af fornri hefð og nútímanum

Af hverju sóló ferðalag?

Þar sem mig hefur lengi langað til að fara til Japans og listinn minn yfir það sem mig langaði að sjá og gera var orðinn svo langur í gegnum árin, þá var ég ekki til í að gera málamiðlanir um neitt af hápunktunum. Þess vegna valdi ég að halda út til Japan á eigin vegum, enda fyrsta stóra sólóferðalagið mitt í langan tíma. Það frábæra við sólóferðalög er að þú ferð þínar eigin leiðir og þú þarft ekki að mæta neinum í miðjunni til að gera ferðina ánægjulega fyrir alla sem taka þátt. Þetta þýddi að ég þurfti ekki að ónáða félaga minn með því að krefjast þess að heimsækja eftirréttastaðinn með færibandi sem þú getur borðað af  eða með því að eyða óhoflega miklum tíma á sögusöfnum. Sóló ferðir eru ekki fyrir alla en ég hvet þig til að prófa það að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Þetta var svo skemmtilegt, jafnvel skemmtilegra en ég ímyndaði mér að það væri. Ég kynntist frábæru fólki á leiðinni og eignaðist fullt af nýjum vinum sem ég vonast til að halda sambandi við lengi. 

Shinkansen bullet lest í lestarstöð í tokyo

Að komast um

Ef þú vilt fá sem mest út úr heimsókninni þinni til Japan þarftu að ferðast út um allar trissur. Sem betur fer býr Japan yfir ótrúlegu almenningssamgöngukerfi og þó það geti verið í dýrari kantinum er það að mínu mati leiðin til þess að fara. Allar helstu borgir Japans eru samtengdar með háhraðalest sem kallast Shinkansen, svo þú getur stokkið frá Tókýó til Kyoto (445 kílómetrar) á tæpum 2,5 klukkustundum! Það besta er að Shinkansen lestinni í Japan er nánast aldrei seinkað og er mjög stundvís, svo þú veist nákvæmlega hvenær þú kemst á áfangastað. Allt sem þú þarft að gera er að halla þér aftur, slaka á og njóta útsýnisins frá glugganum þínum.

Varðandi sólóferðalagið þá var ég svolítið óviss um hvort það væri auðvelt að rata um Japan. Það er ekki beint þekkt sem partý áfangastaður líkt og Taíland eða Balí og Japanir eru einnig taldir frekar feimnir. Farfuglaheimili þar eru líka afmarkaðri sem gerir það erfiðara að eiga samtal við herbergisfélaga þína og gera plön með samferðamönnum. Og svo er það tungumálaþröskuldurinn, þar sem flestir Japanir eru ekki svo áhugasamir þegar kemur að því að læra að tala ensku gæti það hafa verið erfitt að komast um landið. Flestar af þessum áhyggjum hurfu strax eftir að ég kom til Tókýó. Mér tókst að finna farfuglaheimili með náinni og félagslegri stemningu í gangi og á börum og veitingastöðum þurfa Japanir aðeins nokkra bjóra til að opna sig og byrja að tala (og dansa!). Hægt er að komast yfir tungumálahindrunina með því að nota Google translate og myndavélastillingin kemur sér vel þegar litið er á valmyndir, götuskilti og þess háttar. Þó að í öllum mannfjöldanum og gríðarstórum lestarstöðvunum geti enn verið erfitt að finna upplýsingarnar sem þú þarft, þá eru hjálpsamir heimamenn eða aðrei ferðamenn aldrei langt í burtu. Ég fékk líka fullt af ábendingum frá kollegum mínum hjá KILROY, þannig að ef þú ert svolítið óviss um að ferðast ein/n og vilt fá aðstoð við að skipuleggja ævintýrið þitt skaltu ekki hika við að senda okkur línu!

En allavega, við skulum kafa ofan í það sem þessi ferðasaga fjallar í raun um, ferðina mína um Japan!

Bars in the Golden Gai are in the Shinjuku district of Tokyo

Menningarsjokk í Tókýó

Tókýó borg er jafn klikkuð og þú ímyndar þér að hún sé en einhvern veginn skilur hún þig samt eftir í sjokki. Það er svo brjálæðislega troðfullt alls staðar að það tekur smá tíma að aðlagast. Frá frægu Shibuya gatnamótunum til fönkí verslunargatana í Harajuku, þá er erfitt að forðast fólksfjöldann. Það er bara ekki annað hægt þegar 37 milljónir (!) manna búa í einni risastórri stórborg. Jafnvel almenningsgarðarnir veita manni ekki almennilegt næði, sérstaklega ekki þegar ég heimsótti borgina yfir Sakura tímabilið. Ferðamenn hlykkjast að görðunum til þess að sjá garðana og heimamenn klæða sig upp í fínustu kjóla og jakkaföt og leggja sig fram við að ná fullkomnu myndinni. 

Ég ætla ekki að tala um allt sem er að sjá og gera í og ​​við Tókýó, það bara er einfaldlega of mikið til að tala um. Þú gætir eytt heilu árunum í þessu landi og aldrei orðið uppiskroppa með nýja hluti til þess að sjá, prófa, smakka eða upplifa. Ef þú ert í fyrsta skiptið í Japan mæli ég með að þú gerir samaog ég, prófar eins marga mismunandi dýrindis rétti og eyðir miklum tíma í að ganga um mismunandi hverfi til að njóta stemningarinnar. Ó, og prófaðu eitthvað skrítið sem þú myndir venjulega ekki prófa heima. Hér er blogg með nokkrum af tillögum okkar!

 

Neon lights in Shinjuku in central Tokyo

Fyrsta stopp: Fuji fimm-vatnasvæðið

Þó að flestir fari beint frá Tókýó til Hakone í leit að afslappandi onsen og útsýni yfir Fuji, vildi ég komast í burtu frá mannfjöldanum í smá stund og byrjaði að leita að öðrum kosti.

Fuji fimm-vatnasvæðið er akkúrat það sem ég var að leita að. Ég gat ekki tekið Shinkansen hraðlest þar sem að hún náði ekki að vstansvæðinu en þess í stað tók ég örlítið hægari lest. Það frábæra við að taka ekki Shinkansen er að þú getur stoppað í þorpum á leiðinni, sem ég gerði. Sérstaklega er Shimoyoshida þess virði að heimsækja. Hér getur þú klifrað upp hæðina til að sjá hina frægu fimm hæða pagóðu sem þú sérð oft á myndum sem teknar eru af Fujifjalli. Það er virkilega töfrandi sjónarspil, sérstaklega þegar ég var þar á kirsuberjablómatímabilinu.

Five-storied pagoda at Shimoyoshida near Mt. Fuji

Næsta stopp: Kawaguchi vatnið

Það eru nokkrir onsen-bæir í nágrenni Fujifjalls, en Kawaguchiko er sá næsti. Þó að það sé nóg til af hótelum, þá er þetta ekki fjölmennur staður sem gerir hann að fullkominni afslappandi upplifun eftir að hafa yfirgefið Tókýó. Þú getur gengið upp hæðirnar umhverfis þorpið, eða gengið í kringum vatnið sem er sérstaklega fallegt við sólsetur, þegar sólin baðar Fuji-fjallið í fallegu ljósi. Þó að þú gætir tæknilega farið hingað sem dagsferð frá Tókýó, þá mæli ég með að vera að minnsta kosti eina nótt. Ég bókaði herbergi í hefðbundnu Ryokan beint við vatnið, sem hafði sitt eigið onsen og gufubað. Ég man ekki hvenær ég hef verið svona afslappaður síðast og það var líka gaman að vera í hefðbundinni yakuta (á ryokaninu mínu var skylda að klæðast yakuta frá herberginu til onsen). Þetta er upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af í Japan.

Cherry blossom in at lake Kawaguchiko, with Mt. Fuji in the background

Aftur til Tókýó og áfram til Kawasaki

Eftir að hafa eytt nokkrum dögum nálægt Fuji fjallinu hélt ég aftur til Tókýó. Ekki bara vegna þess að ég vildi hafa aðeins meiri tíma í höfuðborginni, heldur líka vegna þess að það var einfaldlega fljótlegasta leiðin til að ferðast áfram til Kyoto.

Áður en ég hélt út til Fuji-fjallsins samþykkti ég að hitta fólk frá farfuglaheimilinu til að fara til Kanamara Matsuri, sem er meira alþjóðlega þekkt sem ''typpahátíðin''. Ég hafði heyrt um þetta brjálaða fyrirbæri áður, en ég hafði ekki hugmynd um að það væri að gerast á meðan ég var í Japan. Nokkrir krakkar í Tókýó voru að tala um þetta og við ákváðum að kíkja á þetta þar sem þetta var í gangi daginn eftir að ég kom heim frá Fuji-fjalli. Önnur ástæða til að fara aftur til höfuðborgarinnar, myndi ég segja! Kanamara Matsuri er árleg hátíð við Kanayama-helgidóminn í Kawasaki, ekki svo langt frá miðbæ Tókýó með lest. Guðir þessa helgidóms eru beðnir um fæðingu, hjúskaparsátt og vernd gegn kynsjúkdómum. Nú á dögum er hátíðin orðin að aðdráttarafl fyrir ferðamenn og er aðallega notuð til að safna peningum fyrir HIV rannsóknir, þó það hafi verið fullt af Japönum þar til að skoða æðið líka.

Það var virkilega annasamt en stemmningin var góð og fólk skemmti sér út um allt, enda hugmyndin um að halda skrúðgöngu með risastórum bleikum getnaðarlim augljóslega fáránleg. Það er alls konar merch til sölu, nammi, allt shbang. Ég myndi ekki fara sérstaklega til Japan til þess að komast á viðburðinn, en ég skemmti mér konunglega með fólkinu frá farfuglaheimilinu og alls konar fólki sem við hittum þar.

Girl performing the ceremony at the Kanamara Matsuri festival in Kawasaki

Fyrsta skiptið mitt í bullet lest

Eftir að hafa dvalið í Tókýó í tvær nætur í viðbót var loksins kominn tími til að halda áfram og halda vestur. Þetta þýddi að fara í fyrsta sinn í Shinkansen lestinni, til Kyoto. Í flestum hraðlestum eru vagnar sem þarf ekki að panta sæti í sérstaklega, en ég vildi fara á háannatíma og vildi ekki eiga á hættu að eiga ekki sæti svo ég pantaði mér sæti daginn áður. Það kom mér á óvart hversu þægileg lestarupplifunin er í hraðlestum. Ég fékk meira en tvöfalt meira fótarými en í venjulegu flugi, rafmagnsinnstungur og gríðarlega hratt Wi-Fi, þetta er allt til staðar sem gerir ferðina bókstaflega fljúga framhjá.

Kinkaku-Ji shrine and garden in Kyoto

Menning, saga og náttúra í Kyoto

Alltaf þegar ég tala við aðra ferðamenn um Japan benda þeir nánast alltaf undantekningarlaust á að Kyoto sé uppáhaldsstaðurinn þeirra. En verð ég að segja það... það stóðst ekki væntingar. Ekki misskilja mig, sagan er virkilega áhrifarík, virkilega falleg og náttúran í kringum borgina er líka töfrandi. En á dögunum sem ég eyddi hér gat ég aldrei hrist af mér þeirri tilfinningu að þetta væri frekar leiðinlegt svæði. Farfuglaheimilin voru ekki jafn félagsleg, veitingastaðirnir og barirnir lokuðu mjög snemma miðað við aðrar japanskar borgir og það var bara ekki eins mikið í gangi.

Ég er ekki að segja að þú ættir að sleppa Kyoto, þar sem sumir af bestu helgidómum og hofum Japans eru staðsettir á þessum stað. Bara ekki búast við veislu! :) En aftur að musterunum, heimsóttu Kinkaku-ji (einnig þekkt sem gullna hofið) á daginn, þar sem sólin mun láta musterið baða sig í ljóma. Vinsælast á svæðinu er Fushimi Inari helgidómurinn, með þúsundum Torii hliða sem leiða upp fjallið og í gegnum skóginn. Yfir daginn er það iðandi af ferðamönnum, en þegar að nóttu til er það algjörlega í eyði. Ábending mín væri að heimsækja hofið á kvöldin til að upplifa kyrrðu stemninguna í þessu ótrúlega helgidómi.

Fushimi Inari shrine in Kyoto during the night

Hiroshima: Skyldustopp í ljósi samfélagsins í dag

Þó að margir sleppi Hiroshima í fyrsta sinn sem þeir heimsækja Japan, langaði mig virkilega að heimsækja þessa borg vegna þess vegna sögunnar sem hún ber. Hiroshima er nokkurn veginn andstæða Kyoto, þar sem þú munt ekki finna neina aldargamla helgidóma hér. Í seinni heimsstyrjöldinni sprakk fyrsta atómsprengjan í Hiroshima og miðborgin var eyðilögð. Í Hiroshima finnurðu leifar af hræðilegu atburðunum sem gerðust í stríðinu, þar sem A-sprengjuhvelfingurinn (mynd hér að neðan) er sá augljósasti. Friðarminningargarðurinn og safnið í Hiroshima, hinum megin árinnar, er líka þess virði að heimsækja. Ég bókstaflega grét úr mér augun þegar ég gekk um þennan stað og las allar sögurnar af eftirlifendum og fjölskyldum sem urðu eftir. Með öllu því sem er að gerast í heiminum í dag var þetta mjög átakanlegt og mikilvæg lærdómsreynsla. Þess vegna tel ég mikilvægt fyrir alla að heimsækja Hiroshima.

Hiroshima hefur upp á ótrúlegan mat að bjóða eftir langan dag af skoðunarferðum þar sem okonomiyaki er rétturinn sem þú verður einfaldlega að prófa. Þetta er japönsk útfærsla á pönnuköku með áleggi eins og kjöti, káli, þangi og núðlum. Ef þig langar í eitthvað annað myndi ég prófa Hiroshima útgáfuna af Tsukemen: kaldar núðlur í þykku soði með grænmeti, kjöti og/eða eggjum. Þú getur oft valið hversu kryddaður þú vilt, þar sem í Hiroshima bæta þeir rauðum pipar í blönduna.

A-bomb dome in downtown Hiroshima near the peace memorial park and museum

Rigning í Nara

Frá Hiroshima fór ég með Shinkansen aftur í austurátt til að heimsækja bæði Osaka og Nara. Nara var fyrsta höfuðborgin á dögum Japans til forna og er ennþá áberandi í dag. Allur gamli bærinn er á heimsminjaskrá Unesco og samanstendur af mörgum helgidómum, gömlum tehúsum og öðru í þeim dúr. Það sem Nara er þekkt fyrir er mikið magn dádýra sem hefur tekið yfir bæinn. Þú getur bókstaflega séð þá alls staðar, ráfandi fyrir utan lestarstöðina og jafnvel inn í verslanir! Það var grenjandi rigning á himninum þegar ég gekk þarna um, en ég get ímyndað mér með betra veðri að það væri ótrúlegt að taka lautarferð í garðinum með öll dádýrin á reiki. Jafnvel í rigningunni var það enn töfrandi og ég myndi örugglega mæla með því að heimsækja hin tilkomumiklu Todai-ji og Kofuku-ji musteri.

A couple of deer occupying a small shop in Nara, Japan

Osaka: Himnaríki matgæðinga

Osaka er talið himnaríki matgæðinganna og olli því ekki vonbrigðum. Þar sem flestir ferðamenn halda beint til Dotonbori, miðsvæðis nálægt ánni þar sem mikið er af krabba-, fisk- og nautakjötsveitingastöðum, tók ég aðra nálgun og sneri mér að litríku litlu hliðarsundunum í Shinsaibashi fyrir óljósari rétti eins og omurice (eins konar fyllt eggjakaka með hrísgrjónum í mismunandi afbrigðum og yfirleitt einhverjum hliðarréttum) og butaman (gufusoðnar svínabollur). Þar sem ég var þegar búinn að fylla á Okonomiyaki þörfina í Hiroshima, sleppti ég því í Osaka. Hiroshima útgáfan þykir betri en ef þú af einhverjum ástæðum tekur lestina ekki lengra vestur en Osaka ættir þú örugglega að prófa hana hér. Þetta er einn af mínum uppáhalds japönsku réttum frá upphafi!

 

Plate full of Japanese food, with miso soup, fried chicken, rice, salad and Gyoza

Nú er tími fyrir þitt ævintýri!

Langar þig að vita meira um að heimsækja Japan eða viltu fá hjálp við að setja saman þína fullkomnu ferð? Við getum hjálpað!

Sendu okkur skilaboð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.