Það er margt fleira en bara peningurinn í veskinu sem þú sparar þér þegar þú bókar ferðina hjá KILROY. Sumt af því er líka dýrmætara en krónurnar. Hér eru sjö mismunandi ástæður sem sanna að þú ert að gera þér stóran greiða með því að velja að bóka hjá okkur!
1. Þú sparar þér óþarfa millilendingar og leiðinlegar tengingar✈️
Flugleiðir eru okkar sérgrein! Við vitum hvernig á að skipuleggja hagkvæmustu og þægilegustu ferðaleiðina fyrir þig svo þú sparir þér leiðindastopp og illa tímasettar tengingar sem eyða bæði orku og tíma. Svo skulum við ekki einu sinni ræða það hvað þú sparar þér mikið stress þegar við erum búin að bóka töskuna þína alla leið svo þú þurfir ekki að sækja hana við hverja millilendingu!
2. Þú sparar þér óvænt gjöld og falinn kostnað💸
Hver hefur ekki lent í því að finna ódýrt flug á netinu og svo þegar komið er að því að greiða fyrir flugið hefur verðið tvöfaldast! Hjá okkur getur þú verið viss um að það sé enginn falinn kostnaður, ekkert óvænt. Það gerist bara þegar búið er að skipuleggja ferðina vel, svo þú veist nákvæmlega hvað ferðin mun koma til með að kosta.Við getum líka ráðlagt þér með hversu mikinn vasapening er gott að taka með sér, svo þú getir nú lifað í mómentinu líka!
3. Þú sparar þér að gista á röngum stað🏨
Ekki vera eins og Stína sem ætlaði að gista í miðbænum en bókaði óvart hótel í 40 km. fjarlægð... Við finnum fyrir þig bestu gistinguna sem taka mið af þínum væntingum og ferðaplönum. Með persónulegum ráðleggingum okkar getur þú treyst því að þú lendir ekki á vondum/röngum stað sem skemmir upplifunina.
4. Þú sparar þér tímaeyðslu í leit að traustum upplýsingum⌛
Við erum nefnilega búin að vinna vinnuna fyrir þig. Við höfum safnað saman verðmætum upplýsingum frá okkar eigin ferðalögum sem þú finnur ekki auðveldlega annars staðar. Þú þarft ekki að eyða klukkutímum í að skrolla í gegnum misgóð ráð á netinu, þú getur bara spjallað við okkur!
5. Þú sparar þér óvissu í neyðartilfellum🦺
Við leggjum nefnilega mikið upp úr því að þú getir ferðast með hugarró. Við skipuleggjum því allar ferðir með það að leiðarljósi. Það vita líka allir sem hafa ferðast eitthvað út fyrir Evrópu hversu gott það er að hafa tengilið heima á Íslandi sem veit hvað á að gera ef eitthvað kemur upp á, hvort sem það er lítilræði eða ekki. Öryggi er ekki metið til fjár þegar á bjátar og þess vegna bjóðum við einnig upp á 24/7 neyðarsíma.
6. Þú sparar þér að missa af einstökum upplifunum sem þú vissir ekki af💎
Það er bara sumt sem þú getur ekki googlað. Ferðráðgjafar okkar hafa farið út um allan heim og vita frá eigin hendi um allar földu perlurnar og þekkja öll leynitrixin. Með okkur sparar þú þér það að koma heim með eftirsjá yfir hlutum sem þú misstir af
7. Þú sparar þér að ferðast eins og allir hinir🎒
Stína vinkona fór til Alicante, þannig ég ætla að fara til Alicante. Frábært plan... en hversu boring. Við skipuleggjum ferðir þannig að þær endurspegli þína persónulegu drauma og þín ævintýri. Ekki bara ferð eins og hún Stína fór í. Við sköpum ferðina þína í sameiningu og sjáum til að hún verði einstök og eftirminnileg.
Klár í þitt ferðalag?
Ef þú vilt ferðast eins og KILROY ferðalangur þá eru hér nokkrar skotheldar ferðatillögur til að byrja á.