Fá fría ráðgjöf
Lestarpassinn gerir þér einnig kleift að ferðast þægilega um Japan, og hann er sveigjanlegur! Passinn gildir bæði fyrir lestar, ferjur og sumar rútur.
Með lestarpassanum getur þú skoðað hvern krók og kima Japans. Þú getur valið um þrjá mismunandi passa:
- 7 daga passinn
- 14 daga passinn
- 21 daga passinn
Fyrir utan greiðan aðgang að hinu nútímalega og hraðvirka járnbrautarkerfi, hefur þú, eins og áður segir, aðgang að fjölda strætó- og ferjulína innan Japans. Þetta gerir ferð þína um landið mun sveigjanlegri og gefur þér fullt af tækifærum þegar þú ert úti að kanna landið.
Japanski lestarpassinn er fullkomin leið til að ferðast þægilega og auðveldlega um Japan. Ef þú ert með passann spararu þér einnig tíma því þú þarft ekki að vera að kaupa endalausa lestarmiða í hvert skipti sem þú ferðast á næsta áfangastað. Í viðbót við þetta er rétt að minnast á að ef þú ferð aðeins í 3 ferðir með Shinkansen (Bullet lestinni) hefur passinn nú þegar borgað sig.
Af hverju ætti ég að kaupa Rail Pass fyrirfram en ekki í Japan?
Hafðu allt tilbúið fyrir brottför og ekki eyða tíma í að rata um lestarstöðina (athugaðu að ekki allar lestarstöðvar selja Rail Pass), að leita að stað til að kaupa hann.
Tillaga að ferð með Japanska lestarpassanum (Japan Rail Pass)
Hér getur þú séð okkar tillögu að fullkominni leið um Japan með 21. daga lestarpassanum:
Tokyo > Kyoto > Osaka > Kyoto > Nara > Osaka > Wakayama > Osaka > Tokyo > Yamagata > Hakodate > Niseko > Sapporo > Otaru > Tokyo