Trans-Síberíu lestin
Mögnuð lestarferð þvert yfir Rússland frá vestri til austurs. Þú munt sjá mismunandi landslag, fallegar borgir og öðruvísi menningu á sama tíma og þú ferðast með stíl. Ævintýrið hefst í St. Pétursborg eða Moskvu, heldur áfram til Suzdal, Yekaterinburg og Irkutsk, en á leiðinni munt þú til dæmis sjá Ural fjöllin þegar þú heldur frá Evrópu til Asíu. Lestarferðin endar síðan í Vladivostok. Þegar á endastöðina er komið hefur þú ferðast á milli tveggja heimsálfa, 12 umdæma og 87 borga!
Ég vil vita meira
Þegar þú bókar Trans-Síberíu lestina hjá okkur munt þú ferðast með lestinni ásamt flottum hópi. Hópurinn er max 15 manns að stærð og allir eru á aldrinum 18-35 ára. Allt er skipulagt fyrir þig svo þú getur slakað á og notið ferðarinnar. Innifalið í ferðinni eru lestarmiðar, gisting og samgöngur á milli lestarstöðva ásamt svæðisbundnum leiðsögumönnum, Honchos.
Besti tíminn til að ferðast með Trans-Síberíu lestinni
Það er hægt að ferðast með lestinni allt árið um kring en besti tíminn til að ferðast með henni er frá júní til september. Aðrir mánuði hafa þó hver sína kosti, eins og til dæmis mars en þá er Lake Bakail frosið og einstaklega fallegt. Þú getur einnig notið snjósins um vetrarmánuðina. Við mælum með að forðast apríl þar sem sá mánuður er blautur þar sem snjórinn er að bráðna. Lok vorsins og sumarið er yfirleitt besti tíminn til að heimsækja Rússland.
Honchos
Innfæddur "Honcho", eða leiðsögðumaður, tekur á móti ykkur á hverju stoppi. Honchos þekkja borginni sem þeir leiða þig í gegnum og sýna þér bestu og skemmtilegustu staðina, ekki bara helstu túristastaðina (þó þeir séu líka á dagskrá). Þeir geta líka sýnt þér leynda staði sem erfitt er að finna á eigin vegum! Þeir geta kynnt þér fyrir samgöngunum, útskýrt hvar auðveldast er að skipta gjaldeyri, bent þér á flotta veitingastaði, bari og kaffihús.
Félagslífið í lestinni
Á meðan þú dvelur í lestinni munt þú sjá stóra blöndu af fólki. Allt frá fjölskyldum, vinnumönnum, námsmönnum, hermönnum, munkum og bakpokaferðalöngum. Það eru því miklar líkur á því að þú munt geta deilt upplifun þinni með fjölbreyttu fólki.
Ath. Ef þig langar frekar að ferðast frá Rússlandi til Kína og fara í gegnum Mongólíu, kíktu þá á Trans-Mongolian lestina.
Fá fría ráðgjöf