Það er fátt magnaðra en safaríferð. Suður-Afríka býður upp á safarí í þjóðgörðum sínum og við mælum eindregið með að skella sér í þannig ferð. Þarna færðu að upplifa mögnuð dýr í sínu náttúrulega umhverfi.
Við mælum einnig með að þú farir í þjóðgarðinn Kruger og skellir þér í safaríferð. Í slíkum ferðum kemst þú oft í náið tæri við ljón og fleiri spennandi dýr og ef þú gistir í tjaldi átt þú eftir að sofna út frá framandi dýrahljóðunum. Einnig skaltu leggja leið þína til Tsitsikamma Coastal National Park þar sem þú finnur hina frægu gönguleið Otter Trail.
Þú getur farið í safaríferð sem er nokkrir dagar eða nokkrar vikur, þú ræður! Gistingin er þitt val; lúxus eða tjald? Við mælum með tjaldinu, þú kemst ekki í meiri nálægð við villta náttúruna.