Safarí ferð er frábær leið til þess að ferðast um og fylgist með dýrum í sínu náttúrulega umhverfi. Upplifðu magnaða safaríferð í hinum fræga Serengeti þjóðgarð þar sem þú átt eftir að sjá ljón, fíla á röltinu og gríðarstórar dýrahjarðir á beit. Nokkurra daga ferð um Serengeti er eitthvað sem er ógleymanlegt!
Annar frábær þjóðgarður er Arusha. Hann er mun minni í samanburði við garð eins og Serengeti en þar er mjög fjölbreytt náttúru- og dýralíf. Hápunktar garðsins eru Ngurdoto gígur, Momela vötn og Meru fjall.
Í hinum fræga Gombe Stream þjóðgarði getur þú fylgst með simpönsum í sínu náttúrulega umhverfi og eina leiðin til að ferðast þangað er á bát. Þar ert þú kominn djúpt inn í meginland Afríku. Það er alveg sérstök upplifun að sjá þessa simpansa. Það má nánast segja að þeir séu frændir okkar þar sem menn og simpansar deila 98% af erfðavísum sínum. Auk heimsfrægu simpansana er hægt að sjá aðrar apategundir eins og bavíana. Þjóðgarðurinn er líka heimili yfir 200 fuglategunda.