Viltu gera 2022 aðeins meira spennandi? Þá máttu ekki missa af þessum ferðum
2022 er meira en hálfnað en það er ekki of seint að bæta eins og einu ævintýri við árið! Við tókum því saman 5 trylltar ferðir sem tilvaldar eru fyrir þessa síðustu mánuði ársins.
Fá fría ferðaráðgjöf
1. Ferð til Mexíkó
Hvernig hljómar að flýja kuldann á Íslandi og upplifa það besta í Mexíkó? Skelltu þér í ævintýri þar sem þú munt kanna alla bestu landshlutana og enda ferðina á köfunarnámskeiði á Playa del Carmen.
Innifalið í ferðinni er:
- Flug til Mexíkóborgar
- 16 daga ævintýraferð í Mexíkó
- 5 daga köfunarnámskeið
- Máltíðir: 15x morgunmatur, 3x hádegismatur, 2x kvöldmatur
- Flug heim frá Cancun
- Bókunargjald
- Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
2. Strendur og frumskógar í Mexíkó & Kosta Ríka
Er Mexíkó ekki nóg? Hvað með Mexíkó og Kosta Ríka? Ef þig langar að sameina nokkrar af bestu ströndum heims við menningarlega staði með gróskumiklum frumskógi og ótrúlegu dýralífi þá er þetta ferðin fyrir þig. Þú heimsækir Mexíkóborg og ferð í skipulagða ferð þaðan, alla leiðina til Puerto Escondido. Þaðan liggur leiðin til Cancun áður en þú flýgur til Kosta Ríka þar sem þú lendir í San Jose. Í Kosta Ríka ferðu í aðra skipulagða ferð með öðrum bakpokaferðalöngum þar sem þú endar í Santa Teresa. Hér er tilvalið að surfa!
Innifalið í ferðinni:
- Flug til Mexíkóborgar
- 8 daga ævintýraferð frá Mexíkóborg til Puerto Escondido
- 8 daga brimbrettabúðir í Puerto Escondido
- Flug frá Puerto Escondido til Cancun
- Flug frá Cancun til San José
- 11 daga ævintýraferð um Costa Rica
- Flug heim frá San José
- Bókunargjöld
- Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
3. Balí og Víetnam
Ertu að leita að ævintýri fullu af hrísgrjónaökrum, eyjum og ströndum? Þessi ferðaáætlun tekur þig til norðurhluta Víetnams, þar sem þú munt upplifa menningu, töfrandi landslag og geggjaðan mat! Ferðin heldur svo áfram til Balí þar sem þú ferð í 9 daga ævintýraferð með öðrum bakpokaferðalöngum. Í henni munt þú sjá alla hápunkta Balí áður en þú endar á hinni fallegu og friðsælu eyju, Gili Trawangan. Geggjað kombó ef þú spyrð okkur!
Innifalið í ferðinni:
- Flug til Hanoi (Víetnam)
- 4 nætur á farfuglaheimili í Hanoi
- 2 daga sigling í Bai Tu Lon
- 4 daga þorpsferð í Sapa
- Flug frá Hanoi til Denpasar (Balí)
- 3 dagar í brimbrettabúðum á Balí
- 9 daga ævintýraferð
- Bókunargjöld
- Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
4. Ganga í Perú og Kólumbíu
Gríptu gönguskóna þína því þetta er hin fullkomna gönguferð í Suður-Ameríku! Þessi ferðatillaga inniheldur bestu gönguleiðirnar í Kólumbíu og Perú. Í Kólumbíu er það Lost City Trek og í Perú er það að sjálfsögðu Inca Trail til Machu Picchu. Ef þú elskar að vera aktív/ur á ferðalagi þá er þetta ferðin fyrir þig!
Innifalið í ferðinni:
- Flug
- Gisting
- Far frá flugvellinum í Cartagena og Cuzco
- Ganga í Kólumbíu
- Rainbow mountain ganga í Perú
- Inca Trail í Perú
- Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
- Bókunargjald
5. Dýralíf og náttúra í Simbabve, Botsvana & Namibíu
Er draumurinn að fara safarí? Þá gæti þetta verið ferðin fyrir þig. Í henni ferðastu frá Simbabve í gegnum Botsvana áður en þú endar í Namibíu. Þú munt meðal annars fara í sjálfboðastarf við dýravernd, gista undir berum himni, fara í safarí og margt margt fleira. Þetta er sannkölluð "once in a lifetime" ferð.
Innifalið í ferðinni:
- Flug til Viktoríufossa
- 8 daga ævintýraferð
- Sjálfboðastarf í Namibia Wildlife Rescue
- Flug heim frá Windhoek
- Bókunargjald
- Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing