Dýralíf og náttúra í Simbabve, Botsvana & Namibíu


Okavango Deltan séð úr lofti

Lengd

4 vikur

Byrjar í / Endar í

Viktoríufossar, Simbabve - Windhoek, Namibíu

Áfangastaðir

Simbabve, Bottsvana og Namibía

Verð frá

695.000 ISK

Verð frá 695,000 ISK
Hefur þú áhuga á safarí, gróskumikilli náttúru, að skoða dýralíf, ár og gista undir berum himni? Þá gæti þetta verið ferðin fyrir þig. Í henni ferðastu frá Simbabve í gegnum Botsvana áður en þú endar í Namibíu.

Ferðin hefst með flugi til Victoria Falls í Simbabve. Þetta er, eins og nafnið gefur til kynna, heimili hinna glæsilegu Viktoríufossa! Eyddu deginum í að kíkja á þáog ef þú ert hugrakkur/hugrökk geturðu skellt þér í teygjustökk frá brúnni á milli Sambíu og Simbabve eða þú getur valið að skoða svæðið í þyrluferð.

Ferðin heldur áfram í gegnum Botsvana þar sem fyrsta viðkomustaðurinn er Kasane nálægt Chobe þjóðgarðinum, sem er heimkynni flestu Afríkafíla í allri álfunni! Haltu áfram til Okavango Delta, stærsta delta heims, þar sem þú munt fá tækifæri til að sofa í miðjunni á nákvæmlega engu!

Frá Botsvana ferð þú yfir til Namibíu þar sem þú endar ferðina í Windhoek. En ekki óttast, ferðin er hvergi nærri búin! Í Windhoek höfum við skipulagt 2 vikna sjálfboðaliðastarf í virkilega flottu dýraverndunarverkefni. Þú getur auðvitað ákveðið að vera lengur ef þú vilt.

Mundu að þetta er bara ferðatillaga og að þú getur sérsniðið þessa ferð að þínum þörfum og óskum! Viltu kannski stytta dagafjöldann? Viltu kannski ferðast meira? Við höfum nóg af valmöguleikum fyrir þig, hafðu bara samband við okkur!

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.