Lengd

1 mánuður

Áfangastaður

Norður-Víetnam og Balí

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug, gönguferðir, surf og ævintýraferðir

Verð frá 426,063 ISK
Ertu að leita að ævintýri fullu af hrísgrjónaökrum, eyjum og ströndum? Þessi ferðaáætlun tekur þig til norðurhluta Víetnams, þar sem þú munt upplifa menningu, töfrandi landslag og geggjaðan mat! Ferðin heldur svo áfram til Balí - geggjað kombó ef þú spyrð okkur.

Ferðin byrjar í Hanoi í Víetnam. Fyrstu 4 dagana getur þú losað þig við ferðaþreytuna á meðan þú skoðar höfuðborg Víetnam. Næst á eftir er falleg bátsferð um Bai Tu Long, systurflóa Halong-Bay.

Þegar þú kemur á land aftur hefst 5 daga ferð á Sapa svæðinu, þar sem þú munt fara framhjá þorpum og fjölda hrísgrjónaakra. Landslagið gerist ekki fallegra en þetta.

Haldið er áfram til Balí þar sem við höfum skipulagt dvöl í einum af vinsælustu surfbúðum eyjunnar. Lærðu að surfa á daginn og slappaðu af á kvöldin.

Næst tekur við 9 daga ævintýraferð með öðrum bakpokaferðalöngum, þar sem þú munt sjá alla hápunkta Balí áður en þú endar á hinni fallegu og friðsælu eyju, Gili Trawangan. Slappaðu af hér eins lengi og þú vilt, áður en þú flýgur heim aftur eftir ferð fulla af eftirminnilegum minningum.

Mundu að þessi ferðaáætlun er aðeins tillaga, ef þú vilt getum við sérsniðið hana nákvæmlega eins og þú vilt. Láttu okkur bara vita.

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.