{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Cover Test

Arna Petra skellti sér í heimsreisu með KILROY og deilir með okkur sínum ferðalögum

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 21. árs stelpa sem elskar að ferðast um heiminn, taka fínar myndir, kynnast fólki og prófa allskonar nýja hluti. Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að vera allt annars staðar en á klakanum og sá draumur rættist þegar ég fór í mína fyrstu heimsreisu með KILROY. Þá var sko ekki aftur snúið skal ég segja ykkur!

Í dag bý ég í Svíþjóð og er alltaf að vinna í að plana næstu ferð… Mér finnst að allir eiga að skella sér í allavega eina svona ferð, vegna þess að þetta er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma og aldrei sjá eftir. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast, sjá aðra menningarheima, prófa nýjan mat og upplifa alls konar vitleysu á ferðalaginu.

Mér þykir ótrúlega gaman að fá að deila með ykkur nokkrum ferðasögum frá ferðalaginu mínu. Fyrst förum við til Dúbaí, næst Afríku (hluti 1, hluti 2, hluti 3) síðan Sri Lanka og nú er það Balí!

Kort af heimsreisunni hennar Örnu Petru

BALÍ

Balí er eyja sem tileyrir Indónesíu og þar ríkir hindúismi. Balí hefur upp á ótalmarkt að bjóða. Þar er að finna stórfenglegar strendur sem eru tilvaldar til þess að læra að sörfa, heillandi hof, frábæra veitingastaði og yndislega jóga tíma eða námskeið.

Fá fría ferðaráðgjöf

SURBÚÐIR 

Arna Petra situr við hliðina á surfbretti á balí

Þú ferð ekki til Bali án þess að prófa að surfa, það er bara þannig! Enda var þessi vika ein af uppáhalds vikunum mínum í allri heimsreisunni. Við kynntumst svo mikið af frábæru fólki, lærðum að surfa, spiluðum leiki, fórum út öll kvöld og borðuðum svoo góðan mat.

Eins og ég hef komið inná áður þá er ég mjög sjóhrædd. Þannig að enn og aftur þá var þetta ekki auðvelt fyrir mig. En mér tókst að stand upp á brettinu, surfa ofan á öldunum og hvolfa mér undir RISA öldur (skítstressandi!).

Svo má jú auðvitað ekki gleyma að ég datt örugglega 150 sinnum, fékk heilu lítrana af sjóvatni upp í nef og munn, og svo tókst mér að klessa á greyið Tómas og meiða hann.

Mér leið best hjá litlu öldunum, ég stóð mig líka bara vel þar. Þægindaramminn myndu kannski einhverjir segja en ég held bara að ég hefði aldrei komist alla leið út í sjóinn í gegnum allar þessar öldur. Þetta virkar nefnilega þannig að þú þarft að hvolfa þér með brettið og þannig ferðu í gegnum ölduna. Ef það virkar ekki þá máttu búast við ótal heljarstökkum og að skjótast til og frá með brettinu ofan í sjónum, og fóturinn þinn er fastur við brettið. Þið skiljið líklegast ekkert hvað ég er að reyna að segja, en gaman að þessu! :)

Surfbúðir á Balí

Tómas á surbrettum í sundlaug í surfskóla á Balí

Við vorum alltaf á brettinu!

Fólk að spila beer pong úti í surfskólanum á Balí

En já, skelltu þér í surfskóla! Það er mjög skemmtilegt og svo kynnistu fullt af nýju skemmtilegu fólki.

ROAD TRIP - HRÍSGRJÓNAAKRAR OG KAFFISMÖKKUN

Maður á vespu á Balí að flytja Banana

Það er mjög gaman að ferðast á milli staða á vespu en ef þið ætlið að leigja vespu þá verð ég að segja ykkur að fara varlega! Umferðin þarna er sturluð. Við sáum svo marga útmarna eftir að hafa dottið á vespunni.

Arna Petra og Tómas fyrir framan hrísgrjónaakur í Ubud á Balí

Við fórum í road trip á vespunni til Ubud og skoðum hrísgrjónaakur og fórum í kaffismökkun.

Hrísgrjónaakur í Ubud á Balí

Við skoðuðum Tegallalang hrísgrjónaakurinn sem var gullfallegur EN þetta var einum of mikill túristastaður fyrir minn smekk. Það var bókstaflega troðið af fólki og ég hef ekkert rosalega gaman af því.

Kona að vinna á hrísgrjónaakri á Balí

Arna Petra smakkar kaffi á Balí fyrir framan hrísgrjónaakur

Sama dag fórum við síðan í kaffismökkun sem var mjög skemmtilegt fyrir okkur kaffisjúklingana! Það var líka mjög gott að komast hingað í ró og drekka gott "kúkakaffi" með þetta útsýni.

kaffismökkun á Balí

MATURINN Á BALÍ - HVAR ER GOTT AÐ BORÐA?

Avocado factory skilti á Balí

Avocado brauð á Balí

Það er MUST að fara á Avocado Factory ef þú ert í Canggu. Vá svo gott! Myndirnar ættu að geta sannfært ykkur um það.

Ávextaskál á Balí

The Mocca í Canggu er líka frábær!

Arna Petra að borða morgunmat á Balí

Kynd Community í Canggu er líka einn frábær Instagram vænn staður eins og þið sjáið!

Gott ráð: Fáðu þér GO-JEK appið! Við notuðum það óspart á Balí. Þar er hægt að kaupa allt frá nuddi, mani & pedi, mat og þú getur meiri að segja látið þá fara í búð fyrir þig.

BALÍ NÆST...

Arna Petra við sundlaug á Balí

Ég get alveg hugsað mér að þegar ég fer næst til Balí þá færi ég í jógaskóla, það er eitthvað sem ég er búin að vera með á heilanum í langan tíma. En þá verð ég að fara að rifja upp gamla takta þegar ég var góð í að spara pening og byrja að plana þann draum!

Næst höldum við til Fiji, fylgist með!

Þar til næst!

Arna Petra undirskrift

FYLGSTU MEÐ FERÐALAGINU HENNAR ÖRNU

Á komandi vikum mun Arna deila með okkur fleiri skemmtilegum reynslusögum og myndum frá heimsreisunni hennar með KILROY. Fylgstu með á www.kilroy.is/blogg og á miðlunum hennar Örnu sem má finna hér:

Bloggið hennar Örnu

Instagramið hennar Örnu

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.