Ferðasagan í myndum - 10 góð ráð
Við bíðum enn eftir að landamæri opnist, og á meðan við bíðum datt okkur í hug að deila með ykkur nokkrum frábærum ráðum þegar kemur að því að taka myndir á ferðalaginu! Hér eru því 10 ráð um hvernig þú getur tekið snilldar myndir á ferðalaginu.
1. Vaknaðu snemma
Farðu á fætur fyrir sólarupprás og náðu augnablikinu þegar fyrstu sólargeislarnir lýsa upp landslagið. Þú átt eftir að eignast ljósmynd sem marga dreymir aðeins um, sérstaklega þegar þú ert á stað eins og við Bagan hofin í Mayanmar.
2. Skipulag
Ef þú hefur fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig mynd þú vilt eignast á ákveðnum stað er sniðugt að vera með svipaða mynd meðferðis á ferðalaginu. Þannig verður það auðveldara fyrir þig að endurgera myndina.
3. Mismunandi dýptarskerpa
Leiktu þér með fókusinn. Oft verða myndir áhugaverðari og líflegri þegar aðeins ákveðinn hluti myndarinnar er í fókus - sjá dæmi hér að neðan frá Pushkar Street á Indlandi.
4. Selfie stöng (en ekki selfies)
Það gæti verið að þú viljir alls ekki kaupa slíka stöng en mundu að þetta er ódýr fjárfesting sem á eftir að veita þér marga möguleika. Með selfie stöng færðu tækifæri til að taka myndir sem annars væri erfitt að ná eins og fram yfir klettabrúnina eða yfir mannfjöldann.
5. Horfðu upp!
Mundu eftir því að taka myndir einnig upp á við. Þannig getur þú eignast frábærar myndir sem annars hefðu líklega orðið svolítið leiðinlegar eins og t.d. myndin af þessum risastóru blokkum í Hong Kong.
6. Ný sjónarhorn
Vertu hugmyndarík/ur! Ekki hika við það að reyna að finna ný sjónarhorn og vinkla - svo lengi sem þú stefnir ekki þér og/eða öðrum í hættu.
7. Manneskja vs. náttúra
Langar þig í mynd sem lýsir mikilfengleika náttúrunnar? Þá er góð hugmynd að hafa einstakling inn á myndinni eins og hér fyrir ofan í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.
8. Skuggar og endurspeglun
Mundu að endurspeglun og skuggar geta gert myndirnar þínar mun áhugaverðari svo leyfðu þeim að vera með á myndinni!
9. Fólk á myndum
Myndir af heimamönnum er frábær leið til að sýna menninguna. Mundu samt eftir því að spyrja alltaf um leyfi, það vilja ekki allir að það sé tekin mynd af þeim!
10. Öpp
Hvort sem þú átt iphone eða Android þá er frábært að vera með eftirfarandi öpp á ferðalaginu:
1. VSCO cam: Frábært til að setja filter á myndir
2. Snapseed: Frábært til að klippa, laga og setja filter á myndir
3. Foddie: Frábært til að taka myndir af mat sem þú borðar á ferðalaginu