Hefur þig einhvern tíman dreymt um að hitta alvöru kúreka? Þú munt líklegast hitta einn á vegferð þinni um Georgia, Louisiana, Mississippi, Flórída, Tennessee og Suður-Karólínu. Hvort sem þú ert tónlistar- og/eða söguunnandi munt þú finna allt í Suðurríkjunum. Þau eru heimaland Elvis Presley, Hank Williams, Robert Johnson, Dolly Parton og Otis Redding. Svo má ekki gleyma matnum... Gumbo, jambalaya, djúpsteiktur kjúklingur, maísbrauð, krabbar, sætt te, peach cobbler og svo margt fleira!
Þar að auki mun það vera ómögulegt fyrir þig að ferðast um svæðið án þess að sjá þær áminningar sem eftir eru um bæði borgarastyrjöldina og borgararéttindahreyfinguna.
Við höfum sett inn bílaleigu bíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í húsbíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!
Hvernig eru KILROY road trip?
Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast
*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!