Ferðir sem er gott að skipuleggja með fyrirvara
Eins og eflaust margir þekkja getur verið gaman að taka skyndiákvarðanir þegar kemur að því að skella sér í ferðalag! Eina vikuna ákveður þú eitthvað og næstu vikuna ertu mætt/ur á svæðið. En sumar ferðir er einfaldlega best að skipulegga með ágætis fyrirvara til þess að fá sem mest út úr ferðinni. Nú þegar COVID-19 hefur breytt því hvernig við ferðumst hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að gefa sér góðan tíma til þess að skipuleggja næsta ævintýri. Við höfum því sett saman lítinn lista af nokkrum ferðalögum sem best er að skipuleggja með góðum fyrirvara.
Með "Bókaðu áhyggjulaus" valmöguleikanum okkar þarf síðan ekki að hafa áhyggjur af því hvort að þú ættir að bóka með fyrirvara eða ekki. Kynntu þér valmöguleikann betur:
Road Trip í Evrópu
Að ferðast um lönd á húsbíl í einstöku road trip ferðalagi er frábær leið til þess að uppgötva bæði ný lönd og nýja menningu. Það þarf ekki að ferðast langt yfir skammt til þess að finna slíka upplifun en Balkanskaginn bíður eftir þér. Á Balkanskaga er að finna einstök landsvæði, áhugaverða sögu, góðan mat og skemmtilegar KILROY upplifanir. Veistu ekki hvar skal byrja? Kíktu á ferðatillögurnar okkar fyrir road trip um Balkanskaga hér.
Portúgal er svo miklu meira en bara strendur og túristar. Að fara í road trip um landið gefur þér alveg nýja sýn á menningu landsins og náttúruna sem landið bíður upp á. Þú getur meira að segja sameinað surfskóla við road trip ferðina þína!
Til þess að fá besta húsbílinn og bestu verðin er algjört lykilatriði að bóka þitt næsta road trip með góðum fyrivara. Þá hefur þú líka góðan tíma til þess að skipuleggja leiðina sem þú vilt keyra, hvar þú vilt stoppa og hvar þú vilt gista. Við settum saman skothelda road trip tillögu í Portúgal sem fer með þig frá suðri til norðurs, kíktu á hana hér.
Fá fría road trip ráðgjöf
Sjálfboðastarf í Tælandi
Að skella sér í sjálfboðastarf með fílum í Tælandi er alltaf jafn vinsælt og því er mikilvægt að bóka sig í sjálfboðastarfið með góðum fyrirvara svo það sé nú örugglega laust pláss. Það er einstök upplifun að vinna með þessum tignarlegu dýrum og tilvalið að bæta þeirri upplifun við heimsreisuna þína eða ferðalagið þitt um Tæland. Hægt er að velja hversu lengi þú vilt dvelja í sjálfboðastarfinu en lágmark er ein vika. Svo er ekki verra að þú ert sótt/ur á flugvöllinn og þarft því ekki að hafa áhyggjur af því að koma þér þangað sem þú munt dvelja næstu dagana. Lestu meira um sjálfboðastarfið hér.
Vinsælar gönguleiðir - Machu Picchu, Kilimanjaro og Mount Everest
Vinsælar gönguleiðir er nauðsynlegt að skipuleggja og bóka með góðum fyrirvara svo þú náir plássi í hópnum. Ekki er líka verra að hafa nægan tíma til þess að þjálfa sig undir gönguna sem koma skal. Hvort sem þig langar að ganga að og skoða Machu Picchu, sjá sólarupprásina frá Kiliminjaro eða ganga að base camp á Everest þá er mikilvægt að vera vel undirbúin/n.
Ef þú nennir síðan ekki að fljúga hinum megin á hnöttinn, þá er heppilegt að Evrópa hefur líka að geyma fullt af skemmtilegum gönuleiðum sem tilvalið er að sameina við Evrópureisu! Að fara í göngu á Grikklandi eða í Ítalíu hljómar ekki svo slæmt er það nokkuð? Ef þig vantar aðstoð við að finna réttu gönguferðina fyrir þig þá getur þú skrifað okkur og við aðstoðum þig.
Fá meiri upplýsingar um gönguleiðir
Eyjahopp í Evrópu
Það að skella sér í eyjahopp er aldrei slæm hugmynd! Þannig færðu að upplifa allt það besta sem eyjar landa eins og Grikklands eða Króatíu hafa upp á að bjóða. Það getur stundum nefnilega verið erfitt að skuldbinda sig bara á einn stað þegar þú ferð í ferðalag. Með því að fara í eyjahopp eða í siglingu geturðu farið frá eyju til eyjar og þannig upplifað fleiri staði í einu ferðalagi.
Fá hjálp við að finna rétta eyjahoppið
Surf á Balí og Kosta Ríka
Þegar heimurinn opnar aftur munu vinsælir surfstaðir eins og Balí og Kosta Ríka fyllast af surfurum sem hafa beðið eftir að komast aftur í öldurnar. Það er því sniðugt að vera tímanlega með skipulagningnuna á slíkum ferðum til þess að tryggja sér pláss. Hver væri annars ekki til í að rölta um hvítar sterndur, leika sér í hlýjum sjónum og kynnast nýju fólki í surfparadís?