Sjálfboðastarf með dýrum á Tælandi


Fílar í vatni sem þú getur hjálpað í sjálfboðastarfi með dýrum á Tælandi

Lengd

2-12 vikur

Áfangastaður

Tæland

Hápunktar

Að hjálpa dýrunum og félagsskapurinn

Verð frá

270.000 ISK

Verð frá 270,000 ISK
Langar þig að taka þátt í frábæru sjálfboðaverkefni? Langar þig að vinna með fílum, öpum, kattardýrum, bjarndýrum og alls kyns fuglum? Hér tekur þú þátt í tveimur frábærum dýraverndunarverkefnum á Tælandi - „The Elephant Refuge" og „The Wildlife Rescue Center”.

The Elephant Refuge er griðastaður fyrir fíla sem hafa þurft að þola illa meðferð ásamt því að veita fílum, sem ekki er hægt að sleppa aftur út í náttúruna heimili þar sem þeir fá tækifæri til að lifa í vellystingum síðustu árin sín. Hér kemst þú í ótrúlega nálægð við þessi frábæru dýr, baðar þá, gefur þeim að éta og þrífur vistverur þeirra.

The Wildlife Rescue Center er björgunarmiðstöð fyrir dýr sem hafa særst og þurfa hjúkrun áður en þeim er sleppt aftur út sitt náttúrulega umhverfi. Í sumum tilfellum geta dýrin hins vegar ekki snúið aftur til fyrri heimkynna og verður miðstöðin þeirra nýja heimili. Hér vinnur þú með alls kyns fuglum, bjarndýrum, kattardýrum, öpum o.fl.

Athugið að lágmarksaldur er 18 ára og lágmarksdvöl eru tvær vikur, ein í hverju verkefni.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.