Road trip í Portúgal: Frá suðri til norðurs


Vegur í portúgal þar sem þú getur farið í road trip

Lengd

Við mælum með 10 dögum

Hápunktar

Gömul klaustur, surfmenningin, andrúmsloftið í Coimbra og púrtvínið í Porto

Áfangastaðir

Lissabon, Peniche, Coimbra og Porto

Verð frá

492.694 ISK

Verð frá 492,694 ISK
Ertu tilbúin/n fyrir ævintýri um vesturströnd Portúgals? Byrjaðu í Lissabon og haltu áfram norður eftir fallegu portúgölsku strandlínunni þar sem þú stoppar í nokkrum notalegum strandbæjum.

Þessi road trip er frábær leið til þess að fá Portúgal beint í æð. Þú byrjar á því að njóta höfuðborgar Portúgals, Lissabon, þar sem þú gistir í 3 nætur á Selina Hostel sem er staðsett miðsvæðis og er umkringt fullt af flottum börum og veitingastöðum. Þetta er frábær leið til að byrja ævintýrið og þú getur notið allra þeirra fríðinda sem hin fallega borg býður upp á í nokkra daga áður en þú leggur í hann.

Fá fría ferðaráðgjöf

Næst liggur leiðin til Povoa de Santa Iria í norðurhluta Lissabon þar sem þú sækir húsbílinn sem verður heimili þitt næstu 7 daga.

Fyrsta stoppið á eftir Lissabon er strandbærinn Peniche. Búðu þig undir klassísku portúgölsku ströndina og surfið. Frá Peniche er haldið áfram eftir monastary heritag leiðinni, þar sem nokkrir mismunandi smábæir eru á dagskrá.

Monastary heritage leiðin endar í Coimbra sem er þekkt fyrir mikla menningu, þar á meðal elsta háskóla Portúgals. Þú endar síðan ferð þína í Oporto í norðri, þar sem við mælum með að þú dveljir í nokkra daga. Þú getur annað hvort greitt leigugjald til þess að skila bílnum þar sem þú endar (sem er innifalið í verðinu hér) eða farið aftur til Lissabon með bílinn ef þú vilt spara pening. Ef þú hefur fleiri daga aflögu geturðu líka valið að halda áfram road trippinu þínu í fallegu sveitinni norður af Porto.

Mundu að ef þú býst við að sjávarhitinn við Portúgal sé svipaður og í Miðjarðarhafinu verður þú líklegast svekkt/ur. Það getur orðið nokkuð kalt í Atlantshafinu og hitastig fer sjaldan yfir 20 gráður.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.