Bestu áfangastaðirnir fyrir ferðir í júní
Það er komið sumar! Eða það er kannski komið sumar? Þú ert allavega komin/n í sumarfrí og langar að skella þér i ferð í júní, helst langt frá klakanum? Til þess að forðast straum af ferðamönnum höfum við tekið saman þrjá frábæra staði til þess að ferðast til í júní.
Lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í júní og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.
Fá fría ráðgjöf
Ertu ekki að ferðast í júní? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.
Svæði sem frábært er að ferðast til í júní
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í júní. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í júní.
PERÚ
Það eru fá lönd sem eru jafn lifandi og Perú. Veðurtímabilinu er skipt í tvennt, rigningartímabil og þurrkatímabil. Veðrið fer auðvitað líka eftir því hvar í Perú þú ert en við völdum júní sem frábæran mánuð til að ferðast til landsins því þá er þurrkatímabil og meðalhitinn á daginn er í kringum 20-25 gráður. Veðrið er því fullkomið fyrir gönguferðir eins og gönguna til Machu Picchu.
24. júní ár hvert er einnic Inca Raymi haldið. Það er ein hefðbundnasta hátíð Perú þar sem vetrarsólstöðum er fagnað. Fólk klæðir sig þá upp í litríkan fatnað, dansar og borðar góðan mat.
Það er margt hægt að gera í Perú en til dæmis eru margir ættbálkar sem að bjóða túrista velkomna til að koma og skoða þorpin þeirra í frumskóginum.
Ekki síðan vera hrædd/ur þegar þér eru boðin kókaínlauf í teið þitt eða til að tyggja. Það er mjög eðlilegt í Perú en það þýðir ekki að þú þurfir að þyggja boðið. Perú er þekkt fyrir kaffið sitt, tóbakið og kókaín og horfir meira að segja á sum tóbakólauf sem heilög!
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Perú í júní
1. Ganga í Perú og Kólumbíu
Upplifðu náttúrufegurð Suður-Ameríku fótgangandi og vertu í návígi við heimamenn á leiðinni. Þessi ferðatillaga innifelur bestu gönguferðir í Kólumbíu og Perú.
2. Amazon Riverboat ævintýri
Hoppaðu um borð á Amazon Riverboat en næstu vikuna munt þú ferðast niður Amazon fljótið. Búðu þig því undir stórbrotna náttúru og ótrúlegt dýralíf.
3. Lítið ævintýri í Líma
3 dagar þar sem þú skoðar það besta í Líma með öðrum ungum bakpokaferðalöngum.
BALÍ
Það er heitt allan ársins hring á Balí þannig að þú gætir þess vegna ferðast þangað alla aðra mánuði en í júní. Við völdum þó að mæla með Balí í júní út af nokkrum ástæðum.
Það er ekki lengur óbærilegur hiti í sólinni heldur er meðalhitinn um 30 gráður á daginn og um 28 gráður í sjónum. Hámark ferðamannatímabilsins er í júni þannig að nóg verður af fólki, bæði allstaðar að úr heiminum og frá Balí, til að kynnast!
Það er líka mikið um að vera í júní. Krangsem, Pesta Kesenian Bali, Bali Blues Festival og Tenganan Festival eru bara brot af þeim hátíðum sem þú getur upplifað á Balí í júní.
Ef þú elskar partí þá er Kuta Beach staðurinn fyrir þig þar sem þú finnur flesta ferðamenn og mikið af börum og hátíðarhöldum. Ef þú elskar hinsvegar kyrrð og ró þá er Ubud staðurinn fyrir þig þar sem umhverfið er stórkostlegt og fólkið dásamlegt.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum á Balí í júní
1. Það besta á Balí
Balí hefur verið í uppáhaldi hjá bakpokaferðalöngum um árabil. Og af góðri ástæðu: eyjan og umhverfi hennar hefur öll innihaldsefnin sem þarf fyrir fullkomið ævintýri fyrir bakpokaferðalög. Leyfðu okkur að taka þig með í stórkostlegt ævintýri þar sem þú upplifir það besta á Balí.
2. Surfbúðir á Balí
Balí er fræg fyrir heimsklassa öldur og fyrir þá sem hafa áhuga á að læra að surfa þá er þetta sannkölluð paradís. Surfskólinn er staðsettur í fallegu þorpi sem heitir Canggu þar sem þú finnur fullkomnar öldur fyrir bæði byrjendur og reynda surfara.
3. Bali on a shoestring
Upplifðu það besta sem Balí hefur upp á að bjóða í þessari spennandi 9 daga ferð. Þú ferðast frá Kuta þar sem þú getur skoðað þig um og slappað af á ströndinni. Næst heldur ferðin áfram til Kubutambahan þar sem þú lærir að elda balískan mat. Næst er farið til Ubud og að lokum til Gili.
KANADA
Ein frábær ástæða fyrir að fara til Kanada eru allar fallegu ljósmyndirnar sem þú getur tekið! Þær munu nánast líta út fyrir að vera photoshoppaðar vegna þess að litirnir eru svo einstakir. Kanada er einfaldlega það fallegt!
Ef þú ert týpan sem elskar náttúruna og útivist þá er Kanada áfangastaðurinn fyrir þig! Hitastigið þar er aðeins hlýrra en heima á Íslandi en það getur þó kólnað svo vertu viss um að pakka með þér hlýrri fötum. Í júní er meðalhitinn í kringum 15 gráður en getur farið upp í 20 gráður á góðum degi. Það er því tilvalið að fara í road trip um Kanada!
Fyrir þá sem elska síðan að borða þá getur þú farið á Freddy Beach Ribfest sem er haldin í byrjun júní!
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Kanada í júní
1. Pacific
Í þessari ferð munt þú njóta þess besta sem að Vestur-Kanada hefur upp á að bjóða. Þessi 14 daga ævintýraferð fer með þig í gegnum Vancouver Island, Whistler og Canadian Rockies. Þú munt fara í göngur, synda og upplifa stórkostlega náttúru.
2. Road trip um vesturhluta Kanada
Elskar þú útiveru og að vera aktív? Þá áttu eftir að skemmta þér í þessu road tripi um vesturhluta Kanada.
LANGAR ÞIG AÐ FARA Í FERÐ Í JÚNÍ EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í júní? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf