Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Ferðaáætlunin: ✈️ Denpasar – Canggu – Lovina – 🤿 Gili Trawangan – veldu að fara til Lombok, Nusa Lembongan og Ubud – Kuta – 🏄🏾 Red Island – Canggu - ✈️Heim
Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.
Eftir lendingu á Denpasar flugvellinum heldur þú beint til Canggu. Það er besti staðurinn til að hefja ævintýri þitt á Balí.
Þú byrjar ferðina í einni af flottustu surfbúðunum á Balí þar sem þú hefur 5 daga til að ná tökum á brettinu og öldunum. Það skiptir engu máli hvort þú ert byrjandi eða lengra kominn; þú munt hafa nóg af öldum til að leika þér í.
Í Canggu finnur þú nokkra af bestu strandbörunum svo njóttu þess að horfa á sólsetrið með kokteil við hönd. Eftir það skaltu skreppa á BeachClub Finns. Þessi staður er kallaður „Besti strandklúbbur heims“ með 4 sundlaugum, 9 börum, 5 veitingastöðum og DJ-um.
Daginn eftir hittir þú hópinn sem þú munt ferðast með næstu 9 daga og eftir annað stórkostlegt kvöld er kominn tími til að breyta landslaginu og leggja af stað til Lovina.
Næsti áfangastaður er tiltölulega óþekkt náttúruundur Lovina, ósnortin paradís og heillandi menning. Á leiðinni muntu heimsækja falleg musteri og stórkostlega fossa. Gistirýmið hér er töfrandi og einstakt: staðsett hátt í fjöllunum umkringt hrísgrjónaökrum með útsýni yfir hafið.
Daginn eftir ferð þú og nýju ferðafélagarnir þínir á hefðbundinn balískan bát til að skoða strandlengjuna og koma auga á höfrunga. Þið munuð einnig hitta balíska fjölskyldu og kynnast hefðbundnum balískum lífsstíl. Eftir þennan langa dag er kominn tími til að slappa af í sundaug gististaðarins.
Næst er það ferjutúr til eyjunnar Gili Trawangan. Eyjan er lítil en hefur þó margt fram að færa. Hérna er næturlífið frábært og það eru töfrandi hvítu strendurnar líka. Þú munt fara í hjólatúr um eyjuna og fara að snorkla. Þú gætir meira að segja komið auga á skjaldböku!
Fyrir þá sem vilja vera lengur neðansjávar þá er þetta er einn besti staður í heimi til að gerast PADI löggiltur kafari, svo við tókum frá 5 daga svo þú gætir lært að kafa í þessari ferð. Talaðu við ferðasérfræðinginn þinn ef þú ert þegar löggiltur kafari eða vilt heldur vera á landi. Þú gætir farið í jóga í staðin.
Langar þig í meira ævintýri? Af hverju ekki að taka ferjuna yfir til Lombok, stóru eyjunnar sem er staðsett austan við Gili. Strendurnar á Lombok eru vissulega paradís og ekkert jafnast á við Tanjung Aan Beach.
Viltu kafa meira eða surfa? Þá mælum við með því að halda til Nusa Lembongan á leið aftur til Balí. Heppnir kafarar geta komið auga á manta rays hér. Þessi eyja nýtur sífellt meiri vinsælda hjá bakpokaferðalöngum en heldur samt vel í uppruna sinn. Treystu okkur, þér mun líða vel hér.
*Þetta er bara hugmynd og er því ekki innifalið í þessari ferð
Þú tekur ferjuna aftur til Balí og ferðast á eigin vegum til Ubud þar sem þú upplifir frumskóginn. Skelltu þér í jóga eða leigðu vespu til að kanna umhverfið. Kíktu á ströndina Uluwatu og dekraðu við þig með lúxus nótt á The Bingin Beach Villas. Ekki gleyma að heimsækja hið fræga Pura Luhur musteri snemma morguns til að forðast mannfjöldann.
*Þetta er bara hugmynd og er því ekki innifalið í þessari ferð
Í Sanur höfum við bókað þig í 5 daga jógapakka. Staðsettur í gróskumiklu svæði, aðeins nokkrum metrum frá hvítri strönd Sanur. Njóttu hafgolunnar þegar þú æfir uppi í opnu rými úr 100% bambus. Þetta er frábært tækifæri fyrir þig til að melta og ígrunda upplifun þína á Balí.
Þá er kominn tími til að halda heima, eða áfram á næsta áfangastað. Innifalið í verðinu er flug heim en við getu að sjálfsögðu beint þér eitthvert annað.
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.