Bestu áfangastaðirnir í apríl
Hvernig hljómar að fara heimsækja Japan? Skella sér á fótboltaleik í Suður-Ameríku? Mögulega læra að surfa í Marokkó? Ef þú vilt vita hvert er best að ferðast í apríl þá finnur þú svarið hér!
Lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í janúar og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.
Fá fría ráðgjöf
Ertu ekki að ferðast í apríl? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.
Svæði sem frábært er að ferðast til í apríl
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í apríl. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í apríl.
JAPAN
Í Japan í apríl sérðu heila sprengingu af blómstrandi kirsuberjatrjám! Þessi tími ársins hefur djúpar rætur í sögu Japan og ef þú ert heppin/n þá nærðu kannski að upplifa Hanami (að horfa á blómin) sem er japönsk vorhefð. Kirsuberjablómin eru sögð eiga að minna þig á það að lífið er stutt en fallegt. Tréin blómstra í takti við veðurfarið, þannig þau byrja að blómstra í suðri og síðan í norðri.
Ef þig langar að upplifa vorið í Japan þá er algjör snilld að gera það með lestarpassa. Þá getur þú líka upplifað staði í landinu sem þú hefðir annars aldrei gert.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferð í Japan í apríl
1. Hápunktar Japans
Dreymir þig um að upplifa Japan í allri sinni dýrð? Tékkaðu þá á þessari ferðatillögu sem við höfum sett saman sem sameinar allt það besta sem Japan hefur upp á að bjóða.
ARGENTÍNA
Apríl er mánuðurinn til að ferðast til Argentínu! Landið er ekki bara sérstaklega fallegt á þessum árstíma heldur fer einnig vínhátíðin "Malbec World Day" fram 17.apríl. Hátíðin kemur upprunalega frá Frakklandi en hefur nýverið orðið ein stærsta hátíðin í Argentínu. Hún fagnar erfiðisvinnu þeirra sem framleiða vín. Það er því ekki furða að hátíðin dregur til sín vínáhugafólk og sérfræðinga allstaðar að úr heiminum. Sagan segir að Malbec (tegund vínbersins sem er notað til að búa til vín) er rauði þráðurinn sem tengir saman matargerð, menningu, dans og tónlist Argentínu.
Afhverju að fara til Argentínu í apríl?
Ef þú ferðst til Argentínu í apríl þá getur þó forðast hámark ferðamannatímabilsins og rigningartímabilið. Landið er staðsett á suðurhveli jarðar og því er veðrið akkúrat öfugt við það sem við höfum á Íslandi í apríl. Þar sem ferðamenn eru oftast á leiðinni heim í apríl lækkar verðið á svæðinu og þú þarft ekki að bíða í löngum röðum í verslunum.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Argentínu í apríl
1. Ferð um Patagóníu
Ef þú elskar að vera aktív/ur á ferðalagi þínu þá er Patagónía áfangastaðurinn fyrir þig! Þessi ferð tekur þig í gegnum bæði Argentínu og Chile og þú munt hefja ævintýrið í fallegu Buenos Aires áður en þú ferð yfir til El Calafate og Perito Moreno jökulsins. Þaðan tekur ferðin þig til Puerto Natales þar sem þú ferð í Torres del Paine gönguna!
2. Bólivía, Argentína og Brasilía
Ef þig langar að ferðast um Suður-Ameríku þá muntu elska þessa ferð. Í þessu epíska ævintýri færðu stórborgarupplifun í Rio De Janeiro, Buenos Aires og La Paz, og náttúruupplifun þegar þú heimsækir hina mögnuðu Iguassu-fossa og stórkostlegu saltslétturnar, Salar de Uyuni.
3. Mendoza Wine & Mountain Adventure
Þrír dásamlegir dagar þar sem þú heimsækjir vínekrur og lærir hvernig vín er framleitt í dag og hvernig það var framleitt í gamla daga. Ásamt því munt þú upplifa stórkostlegt landslag í Aconcagua dalnum.
MAROKKÓ
Í apríl er fullkominn tími til að heimsækja Sahara eyðimörkina þar sem hitastigið er ekki of hátt og ekki of lágt. Meðalhitinn er í kringum 18-22 gráður en mundu samt að það verður alltaf kaldara á kvöldin svo búðu þig undir það.
Elskaru að hlaupa og treystir þér til að taka þátt í einu erfiðasta maraþoni í heiminum? Þá er þetta staðurinn fyrir þig þar sem Marathon des Sables er haldið í apríl. Ef þú vilt ekki taka þátt þá getur þú samt alltaf farið og horft á fólkið skríða í mark.
Ef þú elskar tónlist þá er International World Music Festival of Merzouga eitthvað fyrir þig. Það er tónlistarhátíð undir berum himni í eyðimörkinni og já... hún er alveg jafn töfrandi og hún hljómar. Dagsetningarnar fyrir þessa hátíð eru oft breytilegar á hverju ári en oftast er hún haldin í fyrri helming apríl.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Marokkó í apríl
1. Hápunktar Marokkó
Þessi ferðaáætlun leyfir þér að upplifa alla hápunkta Marokkó. 3 vikur fullar af flottum afþreyingum og þú munt fá tækifæri til að upplifa frá fyrstu hend gestrisni, ótrúlega náttúru og geggjaða marokkóska matargerð.
2. Markaðir og fjöll
Upplifðu náttúru Marokkó og menninguna á mörkuðum landsins. Í tvær vikur munt þú fá landið beint í æð og ferðast með öðrum ævintýraþyrstum bakpokaferðalöngum.
LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í APRÍL EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í apríl? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf