Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Ferðaáætlunin: ✈️ Heim - Tokyo - Hakone - Takayama - Kyoto - Osaka - Koyasan - Hiroshima - Heim
Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.
Þú kemur til iðandi Tókýó! Við höfum tryggt þér komupakka, svo það eina sem þú þarft að gera er að koma með myndavélina þína og labba niður neon-göturnar. Japan er land brjálaðra andstæðna: tignarleg fjöll, neonljós, stórkostleg matarupplifun og heillandi saga (bæði forn og nútímaleg) svo það er margt að skoða!
Eftir nokkra daga á eigin spýtur hittir þú hópinn þinn sem þú munt ferðast með næstu tvær vikurnar! Hér er dæmi um hvað þú munt upplifa fyrstu dagana í Tókýó með nýju ferðafélögum þínum: Asakusa til að heimsækja Senso-ji, tungumála- og menningarkennsla, Harajuku, Yoyogi garðurinn og Meiji Shrine, Akihabara (þekkt sem Tokyo's electric city), Tsukiji fiskmarkaðurinn, sushi kennsla og heimsókn á vélmanna veitingastað!
Þú ferð frá Tókýó með lest til Hakone til að sjá Mount Fuji. Á fallegum degi færðu stórkostlegt útsýni yfir fjallið. Í Hakone færðu að skoða borgina með kláfi og jafnvel sjóræningjaskipi! Þú og ferðafélagar þínir munu smakka hefðbundinn Nabe kvöldverð og njóta sólsetursins yfir þessum fallega litla bæ. Þú getur síðan valið að dýfa þér í hefðbundna baðið í „onsen“ ef þú vilt!
Næsta morgun hoppar þú um borð í hraðlestina sem fer með þig til Nagoya þar sem þú skiptir um lest og ferðast alla leiðina til UNESCO heimsminjabæsins Takayama. Þar munt þú munt gista í musteri! Takayama er gamall, fagur fjallabær sem mun heilla þig strax. Þú verður að skoða gamla bæinn en hann gefur þér innsýn í hvernig lífið var á Edo tímabilinu. Smakkaðu á hefðbundnum Sake og smakkaðu hið fræga Hida nautakjöt. Kannski skellir þú þér síðan í smá bogfimi þegar þú ert búin/n?
Þú ferðast frá Takayama til Nagoya til að fara um borð í hraðlestina aftur, í þetta sinn til Kyoto! Kyoto er einn af þessum stöðum sem stela hjarta þínu strax. Næstu daga muntu upplifa Gion hverfið (þekkt fyrir Geishas), sjá sýningar, heimsækja Fushimi-Inari Shrine, sjá Kiyomizu-dera (eitt frægasta musteri Japans). Síðdegis áttu svo frjálsan tíma til að skoða þig um. Við mælum með að skoða Nishiki markaðinn eða fara aftur í Gion hverfið til að kanna aðeins meira. Við mælum með því að ganga eða hjóla til að tryggja að þú sjáir eins mikið og hægt er. Strætó er líka góð og auðveld leið til að ferðast um og sjá meira í einu. Næsta dag bíður þín heimsókn til the Golden Pavilion. Þú munt einnig fá að heimsækja Daitoku-Ji áður en þú ferð í hefðbundna Kendo (Samurai sverðbardagi) kennslu! Hér færðu kennslu frá afkomenda alvöru Samurai sem mun kenna þér þessa virðulegu bardagaíþrótt.
Lestin mun taka þig frá Kyoto til Arashiyama. Þú byrjar á því að reika um Bambusskóginn (sem er ansi Instagram verðugur), áður en þú klifrar upp tröppurnar upp á Monkey Mountain. Næst er lestarferð til Osaka! Hér munt þú heimsækja Dotonbori svæðið, einnig þekkt sem „eldhús Japans“. Er til betri leið til að kanna þessa borg en að smakka þig í gegnum hana? Þú lýkur mögnuðum degi með annari japanskri hefð - Karaoke! Næsta morgun hefur þú tíma til að skoða þig um á eigin vegum. Stoppaðu við í „AmericaTown“, skoðaðu Shinsaibashi verslunarhverfið eða heimsóttu Spa World. Um kvöldið hittir þú aftur ferðafélaga þína þar sem leiðin liggur til Osaka kastalans til að horfa á sólarlagið og borða kvöldmat í Shinsekai.
Þú ferð frá Osaka um stund til að heimsækja Nara. Þessi bær er frægur fyrir að lifa í samlífi við dádýr og er einstaklega fallegur. Þú ferð síðan aftur til Osaka, en bara til að ná í töskurnar þínar áður en þú ferð til Koyasan. Koyasan er fallegur lítill musterisbær og hér færðu tækifæri til að gista í alvöru musteri. Þú smakkar líka grænmetismáltíð sem er unnin úr hráefnum sem munkarnir fá í grenndinni. Næsta dag hefurðu morguninn til að skoða þennan fallega stað betur áður en þú ferð til Hiroshima.
Hraðlestin mun taka þig frá Osaka til Hiroshima. Eftir að þú hefur komið þér fyrir, leggur þú af stað í göngutúr til friðarminnisvarðans í Hiroshima þar sem þú fræðist um fortíð svæðisins. Skoðaðu Atomic Dome og hringdu friðarklukkunni. Þessi ótrúlega mikilvæga borg mun lifa lengi í minningunni.
Þú ferðast til hinnar fallegu eyju Miyajima, sem er í 1 klukkustundar fjarlægð frá Hiroshima. Hér munt þú sjá töfrandi skóga og forn musteri, heimsækja hið ótrúlega Torii og eiga frjálsan tíma síðdegis til að kanna restina af eyjunni. Næsta dag er hópferðinni lokið en þú ert á leiðinni heim eða til næsta áfangastaðar!
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.