Bestu áfangastaðirnir í mars
Það er kominn mars og maður er farinn að þrá vorið! Það er enn þá langt í sumarfrí svo er ekki tilvalið að skella sér á vit ævintýranna? Ef þú vilt vita hvert er best að ferðast í mars þá finnur þú svarið hér í þessari grein!
Í mars horfum við til hlýrri áfangastaða svo lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í mars og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.
Fá fría ráðgjöf
Ertu ekki að ferðast í mars? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.
Svæði sem frábært er að ferðast til í mars
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í mars. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í mars.
VÍETNAM
Veðurfarið í Víetnam er mjög breytilegt frá norðri til suðurs. Í mars er suðurhluti Víetnam hlýr og þurr en í norðri er aðeins kaldara. Veðrið í Víetnam í mars er bókstaflega eitthvað sem okkur Íslendingum dreymir um!
Afhverju að fara til Víetnam í mars?
Þar sem veðrið er þurrt í mars og hitastigið er í kringum 18-23 gráður er tilvalið að fara í ferð um landið þar sem þú kannar bæði norður- og suðurhlutann. Þú getur farið í skipulagða hópferð eða keypt rútupassa og við getum aðstoðað þig við að bóka.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Víetnam í mars
1. Halong Bay Cruise
Það er eiginlega ekki hægt að fara til Víetnam og sleppa því að heimsækja Halong Bay! Í þessari þriggja daga ferð siglir þú um Halong Bay og kannar svæðið. Þú munt meðal annars taka þátt í vatnaafþreyingu, matreiðslunámskeiði og skoða Surprise Cave.
2. Kannaðu Norður-Víetnam og Balí
Ertu að leita að ævintýri fullu af hrísgrjónaökrum, eyjum og ströndum? Þessi ferðaáætlun tekur þig til norðurhluta Víetnams, þar sem þú munt upplifa menningu, töfrandi landslag og geggjaðan mat! Ferðin heldur svo áfram til Balí - geggjað kombó ef þú spyrð okkur.
3. Indókína
Hvernig hljómar að skreppa til Dubaí, og ferðast svo um Indókína í 4 vikur með öðrum ævintýragjörnum bakpokaferðalöngum? Þetta er ein vinsælasta ferðin okkar!
FILIPPSEYJAR
Afhverju að fara til Filippseyja í mars?
Hefur þú áhuga á lífinu neðansjávar? Þá getum við lofað þér því að Filippseyjar er staðurinn fyrir þig í mars. Þar getur þú lært að kafa og snorklað ásamt því að fara í sjálfboðastarf þar sem þú hjálpar til við að vernda lífríkið neðansjávar.Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum á Filippseyjum í mars
1. Framandi Filippseyjar
Dreymir þig um ævintýri á Filippseyjum? Það væri skrítið ef þú gerðir það ekki! Við höfum sett saman það sem við myndum kalla draumaferðaáætlun á einum mest framandi áfangastað Asíu.
2. Palawan Menningar Vika
Frábær 8 daga ferð þar sem þú uppgötvar Palawan og menninguna þar. Fullkomið tækifæri til að sjá og skilja aðra menningu með þvi að læra filippísku, elda filippískan mat og meira
3. Dauin - Dumaguete - Learn to Dive
Ef þig langar að læra að kafa þá er þessi ferð fullkomin fyrir þig. Ferðin er fimm dagar þar sem þú lærir að kafa í fallega sjónum við Filippseyjar. Þar getur þú séð falleg kóralrif og ótrúlegt líf neðansjávar.
KÓLUMBÍA
Undirbúðu þig undir litadýrð því ein stærsta hátíð Kólumbíu, Barranquilla carnival, er í mars! Þetta er mikilvægasta hátíðin í Kólumbíu þar sem fólk af öllum aldri tekur þátt. Slagorð hátíðarinnar eru "þeir sem lifa, njóta þess".
Í mars getur veðrið í Kólumbíu verið breytilegt en meðalhitastigið er í kringum 18-22 gráður. Andes-fjöllin hafa áhrif á veðrið hér svo þú getur upplifað það besta af báðu - bæði sól og snjó.
Ef þig langar svo að heimsækja hjarta Kólumbíu þá verður þú að heimsækja Bogotá. Þar búa 10 milljón manns og þar finnur þú fjölda matarhátíða og vín á góðu verði.
Afhverju að fara til Kólumbíu í mars?
Vegna þss að í mars er gott veður í Kólumbíu en þar finnur þú líka frábæra menningu, geggjaðar hátíðir, góða tónlist og ískaldan bjór!
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Kólumbíu í mars
1. Ganga í Perú og Kólumbíu
Upplifðu náttúrufegurð Suður-Ameríku fótgangandi og vertu í návígi við heimamenn á leiðinni. Þessi ferðatillaga innifelur bestu gönguferðir í Kólumbíu og Perú.
2. Karabískir hápunktar Kólumbíu
Í þessari flottu 14 daga ferð munt þú upplifa karabískuhlið Kólumbíu. Hápunktar ferðarinnar eru til dæmis Caragena, Santa Marta, ganga til The Lost City, Punta Gallinas og Cabo de La Vela.
3. Köfunarnámskeið í Taganga
Lærðu að kafa af reyndum köfurum í frábæru umhverfi. Uppgötvaðu iðandi lífið neðansjávar á sama tíma og þú nærð þér í PADI köfunarskírteini.
LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í MARS EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í mars? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf