Bestu áfangastaðirnir í desember
Svæði sem frábært er að ferðast til í desember
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í desember. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í desember.
MEXÍKÓ
Þó að Mexíkó virki kannski lítið á kortinu er landið risastórt! Það er því betra að gera ráð fyrir góðum tíma áður en þú heldur af stað til heimalands tacosins. Desember er vanalega fullur af jólastressi svo það er alls ekki slæm hugmynd að flýja til Mexíkó yfir jólahátíðina.
Meðalhitinn í Mexíkó í desember er um 30 gráður sem er þveröfugt við það sem við erum vön í desember á Íslandi. Besti parturinn við heita daga í desember er kaldur bjór, alvöru taco, strönd, hátíðir og nýir vinir.
Dæmi um hátíðir í Mexíkó í desember eru: Trópico Acapulco, La Noche Blanca og Festival Catrina. Ef þú vilt síðan krydda upp tilveruna er kjörið að hringja inn nýja árið á Playa del Carmen!
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Mexíkó í desember
1. Surf og spænska
Hvað er betra en að enda árið í surfbúðum í Mexíkó. Lærðu að tækla öldurnar á sama tíma og þú lærir spænsku. Fullkomið kombó!
2. Ferð til Mexíkó
Leggðu af stað í ævintýri í gegnum töfrandi Mexíkó! Í þessari ferð muntu kanna alla bestu landshlutana og enda ferðina á köfunarnámskeiði á Playa del Carmen.
3. Strendu og frumskógar í Mexíkó og Kosta Ríka
Langar þig að sameina nokkrar af bestu ströndum heims við menningarlega staði með gróskumiklum frumskógi og ótrúlegu dýralífi? Þá gæti þessi ferðaáætlun í Mexíkó og Kosta Ríka verið rétta ferðin fyrir þig!
GALAPAGOSEYJAR
Rétt frá vesturströnd Suður-Ameríku finur þú Galapagoseyjarnar. Þú hefur eflaust heyrt um þær en þær eru samansafn eldfjallaeyja með einstakt vistkerfi.
Eyjarnar hafa einstakt landslag með svörtum steinum, dásamlegum lónum og fallegum marglitum ströndum. Galapagoseyjarnar eru sannkölluð og dýralífið þar er einstakt þar sem þú finnur hér margar tegunfir dýra sem lifa ekki neinstaðar annarstaðar í heiminum. Það þarf því að vera varkár þegar maður heimsækir Galapagos til að raska ekki viðkvæma vistkerfinu.
Veðurfarið hér er milt og þægilegt en ef þú heimsækir eyjurnar í desember lendir þú akkúrat á milli regntímabilsins sem er frá desember til maí og þurrkatímabilsins sem er frá maí til desembers.
Ef þú elskar dýralíf og að vera úti í náttúrunni þá eru Galapagoseyjarnar fyrir þig.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum á Galapagoseyjunum í desember
1. Ævintýri á Galapagoseyjum
Ef Galapagoseyjar eru ekki þegar á bucketlistanum þínum, verða þær það eftir að þú sérð þessa ferðaáætlun! Galapagos er einn besti áfangastaður í heimi til að koma auga á villt dýr, en það er ekki allt! Góðar snorklaðstæður, hvítar sandstrendur og gönguferðir í ótrúlegu landslagi eru líka nokkrar af ástæðunum fyrir því að þú munt elska þennan stað!
SUÐURSKAUTSLANDIÐ
Ertu tilbúin að upplifa eina mestu náttúruperlu heimsins? Hvort sem þú hefur ferðast um heiminn áður eða ekki þá er Suðurskautslandið einstök upplifun og eitthvað allt annað en þú hefur séð áður. Það er erfitt að lýsa ferð þangað, viðkomandi verður hreinlega að upplifa það sjálf/ur.
Suðurskautslandið er eitt kaldasta, þurrasta og hvassasta svæði jarðar en það er líka eitt það stórkostlegasta þegar kemur að náttúrunni.
Afhverju að fara til Suðurskautslandsins í desember?
Af því að sumarið á Suðurskautslandinu er frá desember og mars. Ef þú ert eitthvað efins með að missa af jólunum þá getum við allaveg lofað því að það verða engin rauð jól á Suðurskautslandinu.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum til Suðurskautslandsins í desember
1. Antarctica Classic
Suðurskautslandið er allt annað hvít eyðimörk. Í þessari 11 daga ferð munt þú upplifa Suðurskautslandið í allri sinni dýrð bæði náttúruna og dýralífið.
2. Falklands, South Georgia & Antartica
Í þessari 22 daga ferð munt þú kanna Falkland eyjar, skoða South Georgia eyjuna og að sjálfsögðu halda til Suðurskautslandsins. Þar munt þú eiga von á að sjá stórkostlega náttúru og dýralíf eins og mörgæsir, hvali og seli. Þetta verður ferð lífs þíns!
LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í DESEMBER EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í desember? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf