{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

#Vanlife: Góð ráð og bestu áfangastaðirnir

Fólk að keyra um á húsbíl og skoða kort

Tilbúin/n til að upplifa heiminn með húsbíl?

Þetta er spurning sem margir ferðalangar velta fyrir sér: Hvernig get ég upplifað algjört frelsi á ferðalaginu mínu? Þessi spurning fær okkur til að fara ótroðnar slóðir og heimsækja afskekktustu staði jarðar. Er til betri leið til að skoða hið ókannaða en hoppa upp í húsbíl og leggja af stað út í óvissuna? Ferðin þín getur enst eins lengi og vegurinn, að eilífu! Þú getur ráðið hvert þú ferð, hvar þú sefur og hvað þú vilt gera. Að ferðast um í húsbíl er lykillinn að því að ferðast frjáls. Tilbúin/n til að leggja af stað? Kíktu þá á okkar helstu ráð og áfangastaði hér að neðan.

Fá fría ferðaráðgjöf

Campervan On Road
Vanlife: Vefkynningin á ferðahátíð KILROY 2020
Michel, hollenski ferðaráðgjafinn okkar, er reyndur ferðamaður þegar kemur að húsbílalífinu. Á ferðahátíðinni okkar 2020 báðum við hann um að segja frá reynslu sinni og hápunktum. Þú getur hlustað aftur á kynningu Michel með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Horfa á kynninguna

Afhverju þú ættir að íhuga húsbílalífið?

Ekki enn sannfærð/ur um að húsbílaferðalag sé fyrir þig? Byrjum á því að fara yfir helstu ráðin fá reyndum ferðalöngum og kynnumst af hverju það er frábær hugmynd að ferðast um á húsbíl:

  • Algjört frelsi: Ferðaplan? Hvaða plan? Þú býrð til þitt eigið plan. Þú getur sett upp grófa ferðaáætlun en um leið og þú ert farin/n af stað munt þú finna fyrir löngun til að bregða út af planinu til að skoða leyndar perlur hér og þar. Af hverju ekki? Þú ert með allt sem þú þarft með þér og hvort sem að þú takir langa eða stutta hliðarbeygju. Það besta er að þú ert að keyra um með rúmið þitt aftur í svo þú getur stoppað hvenær sem hentar þér!
  • Ódýrari ferðamáti þegar litið er yfir heildina: Kostnaðurinn við að leigja húsbíl virðist kannski mikill en um leið og þú ferð að reikna heildarkostnað ferðalagsins þá ertu fljót/ur að átta þig á sparnaðinum sem felst í því að ferðast um á húsbíl. Engin hótel, engar samgöngur, ekki nauðsynlegt að fara út að borða fyrir hverja máltíð þar sem þú ert með eldhús, og ekki gleyma því hversu mikinn tíma þú sparar þér (líklega mikilvægasti gjaldmiðillinn þegar kemur að ferðalögum).
  • Með heiminn að fótum þér: Þegar þú ert búin/n að ná utan um þá staðreynd að þú getur einfaldlega farið hvert sem er á húsbíl mun það vera erfitt fyrir þig að sjá ferðalag fyrir þér öðruvísi. Þú getur kannað hvern einasta hliðarveg, allir þjóðgarðar standa opnir og þú þarft ekki að missa af neinu sólsetri né sólarupprás. Það er engin betri leið til að tengjast áfangastað en að ferðast um hann á húsbíl.

   

Áður en þú leggur af stað...

Getur þú ekki beðið eftir að leggja af stað? Snilld! En ekki byrja að pakka alveg strax. Farðu fyrst yfir tékklistann hér og sjáðu hvort þú sért ekki með allt á hreinu áður en þú leggur af stað.

  • Alþjóðlegt ökuskírteini: Flettu því upp á netinu hvort þú þurfir að geta sýnt fram á alþjóðlegt ökuskírteini á áfangastaðnum sem þú ætlar að heimsækja og ekki gleyma að sækja um það með góðum fyrirvara.
  • Gróft plan: Já, ótakmarkað frelsi, en þú þarft samt að skipuleggja ákveðin atriði: hvert viltu fara, hvaða hluta landsins ætlar þú þér að skoða (t.d. er Kanada frábært, en risastórt), í hversu margar vikur ætlar þú að leigja húsbílinn o.s.frv.
  • Kreditkort: Hvert sem þú ferð, þá munt þá þurfa að eiga kreditkort til að geta leigt húsbíl.
  • Vegabréfsáritun: Þarft þú að vera með vegabréfsáritun til að komast inn í landið? Sæktu um áður en þú leggur af stað og vertu tímanlega!
  • Pakkaðu bara nauðsynjum: Þú gætir haldið að þú getir bara pakkað hverju sem er af því að þú ert með bíl. Ekki gleyma því að í sama bíl ertu með rúmið þitt, eldhús og mögulega baðherbergi. Geymslurými eru af skornum skammti.
  • Bókaðu fyrir fram: Húsbílar eru eins og flugmiðar, því lengur sem þú bíður því dýrari verða þeir. Bókaðu bílinn með 6-10 mánaða fyrirvara ef þú vilt fá lægsta verðið.
  • Kynntu þér lög og reglur landsins: Það er nauðsynlegt að gera smá rannsókn á áfangastaðnum áður en lagt er af stað. Er vinstri eða hægri umferð? Get ég gist hvar sem er? Þarf ég vegabréfsáritun eða alþjóðlegt ökuskírteini?
  • Kynntu þér tryggingar: Vanalega þegar þú bókar húsbíl þá bókar þú sjálfkrafa tryggingu. Athugaðu það samt alltaf til að vera viss. Mundu að þú ert ekki tryggð/ur ef þú keyrir undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Mismunandi gerðir húsbíla

Þegar þú ímyndar þér húsbíl þá sérðu kannski fyrir þér stóru húsbílana úr amerísku bíómyndunum. Sem betur fer þá koma þeir í öllum stærðum og gerðum. Sama hversu mikinn sparnað þú ert með eða hver reynsla þín er, þá eru til bílar fyrir alla:

  • Einfaldur: Ekki mikið stærri en station bíll. Þú er með dýnu, hendir henni aftur í og ert komin/n með stað til að sofa á. Eldamennska og allt annað fer fram utandyra.
  • Millistærð: Vinsælasti möguleikinn. Lítið eldhús með ísskáp og svefnherbergi. Stundum er meira að segja pínulítið baðherbergi. Hér er hægt að ferðast á þægilegan máta án þess að hafa áhyggjur af því hvar þú ætlar að leggja.
  • Þessir stóru: Ekki svo algengt í Evrópu eða í Ástralíu en þegar þú ferðast til Kanada eða Bandaríkjanna munt þú rekast á þessa risastóru húsbíla með mörgum baðherbergjum og eldhúsi með öllum búnaði. Kanadískir og bandarískir vegir eru fullkomnir fyrir slíkar rútur þar sem vegirnir eru ótrúlega breiðir og óendanlega langir.

Fullkominn húsbíla-áfangastaður: Nýja-Sjáland

Nýja-Sjáland hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður fyrir þá sem kjósa að ferðast um á húsbíl. Strendurnar, fjöllin, landslagið, heimafólkið... Að keyra um á húsbíl þar er einstök upplifun. Eini gallinn við Nýja-Sjáland er að það er of mikið að skoða, svo það skiptir ekki máli hversu mörgum vikum þú eyðir þar, þú munt alltaf missa af einhverju fallegu!

Nýja-Sjáland er samsett af tveimur megin eyjum. Til að ferðast um allt landið skaltu gera ráð fyrir allavega 3-5 vikum. Annars munt þú ekki hafa tíma til að heimsækja báðar eyjurnar og treystu mér, það er algjörlega þess virði að ferðast til beggja. Báðar eyjurnar hafa sín sérkenni og einstakt landslag.

Nokkur ráð:

  • Náttúruverndarstofnun Nýja-Sjálands: Ríkið rekur samtök sem hafa búið til tjaldsvæði með fríu aðgengi um allt land og þau eru alveg frábær. Umvafinn magnaðri náttúru og þú færð að upplifa alvöru húsbílalíf á tjaldsvæðum sem þessum. Vertu viss um að ná í CamperMate app-ið. Þetta app sýnir þér bestu leiðirnar og öll þau tjaldsvæði sem eru í boði. Það virkar eins og GPS og er einn af bestu ferðafélögunum.
  • Ferja: Miðinn í ferjuna á milli eyjanna er nokkuð dýr. Vertu viss um að þú þurfir aðeins að taka hana einu sinni og getir skilað bílnum hinum megin.

Stoppaðu hér:

  • Hot Water Beach: Nafnið segir allt. Taktu skóflu, grafðu grunna holu í sandinn og hún fyllist af heitu vatni á stuttum tíma. Einstök upplifun.
  • Hobbiton: Hobbita-þorpið frá Lord of the Rings er ferðamannastaður númer eitt á Nýja-Sjálandi en ekki láta það hræða þig. Það er nauðsynlegt að stoppa þar þegar þú ert þar, sérstaklega ef þú ert aðdáandi Tolkien þríleiksins.
  • Rotorua: Rjúkandi heitar laugar, goshverir og leðjulaugar. Þú getur fundið það allt í Rotorua, sem er staðsett á svæði með mikla jarðhitavirkni. Heimsókn í borgina fallegu er líka nauðsynleg þó að hin sterka brennisteinslykt geti verið nokkuð yfirgnæfandi.
  • Abel Tasman þjóðgarðurinn: Leggðu húsbílnum þínum og farðu í gönguferð í um það bil 3-5 daga. Töfrandi útsýni og falleg náttúra. Finnst þér leiðinlegt í gönguferðum? Hoppaðu þá í kajak og leyfðu kannaðu garðinn frá vatninu.
  • Milford Sound: Fyrir marga er þetta fallegasti staður jarðar. Á rigningardögum (75% líkur) sérðu þúsundir stórra og smára fossa. Á sólríkum dögum færðu stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Sama hvert veðrið, þá muntu njóta þín.

Fullkominn húsbíla-áfangastaður: Ástralía

Ástralía er annar gríðarlega vinsæll áfangastaður. Þú munt pottþétt hitta fullt af fólk þar sem eru að njóta húsbílalífsins. Stærð landsins gerir Ástralíu að hinum fullkomna áfangastað fyrir húsbílaferðalag. Aftur á móti, vegna þess hversu stórt landið er, þarftu að taka nokkrar ákvarðanir. Austurströndin er vinsælust en vegna þess er hún fjölmennust. Vesturströndin er einnig falleg en þar eru færri hápunktar, en að sama skapi færri túristar. Sama hvora hlið þú velur, þá þarftu bókað að taka þér 3 - 5 vikur til að skoða, ef þú vilt ekki vera í stressi og þurfa að drífa þig alltaf.

Nokkur ráð:

  • Náttúruverndarstofnun: Svipað og á Nýja-Sjálandi rekur ríkið tjaldsvæði með fríu aðgengi á fallegustu stöðunum. Hafðu þó í huga að á þessum tjaldsvæðum er engin sturtuaðstaða, viljir þú fara í sturtu þarftu að fara á tjaldsvæði gegn gjaldi.
  • Vertu viss um að ná í CamperMate app-ið: Þetta app sýnir þér bestu leiðirnar og öll þau tjaldsvæði sem eru í boði. Það virkar eins og GPS og er einn af bestu ferðafélögunum. 

Kíktu á þetta "roadtrip" um gervalla austurströnd Ástralíu.

Stoppaðu hér:

  • Hvort sem þú ferð austur eða vestur, þarftu einfaldlega að halda þig við strandlengjuna og þú munt komast á alla helstu staðina.

Fullkominn húsbíla-áfangastaður: Kanada

Í Kanada uppgötvar þú raunverulega merkingu orðsins "risastórt". Allt er stærra hérna. Stærri stöðuvötn, stærri fjöll, stærri vegir, þéttari skógar og meira dýralíf. Ef þú vilt ævintýri í náttúrunni, farðu þá til Kanada. Vegna þess hversu stórt landið er, er ráðlagt að ferðast um í húsbíl. Vegirnir eru líka hannaðir til þess. Þú munt sjá marga risastóra húsbíla keyra þessa vegi.

Flestir kanna Vestur-Kanada þar sem sá hluti landsins inniheldur flesta hápunkta og bestu vegina. Það neikvæða við það er að þetta svæði getur orðið svolítið upptekið þar sem það eru ekkert svo margir vegir og allir vilja sjá sömu hápunktana. En jafnvel þegar vegirnir eru fullir, ætti húsbílaferð um Kanada að vera á bucketlistanum.

Nokkur ráð:

  • Hánnatími i Kanada er stuttur vegna veðurs: Í júlí og ágúst er veðrið fullkomið, en það vita það allir, þannig á þeim tíma verður rosalega mikið að gera. Þá þarf að bóka pláss á tjaldsvæðum með nokkurra mánaða fyrirvara. Júní er hins vegar fullkominn tími til  þessað ferðast. Veðrið er í lagi og háannatíminn hefst ekki fyrr en 21.júní þannig þú getur komið þér þaðan áður en hjörðin mætir.
  • Keyptu þjóðgarðapassa: Það er ódýrara en að greiða aðgangsgjald í hverjum og einum. Þessir passar gilda í eitt ár og er því hægt að finna passa sem eru enn í gildi á Ebay. Þegar þú hefur lokið þínu ferðalagi getur þú líka selt þinn.
  • Gasbuddy app: Finndu næstu bensínstöð og berðu saman bensínsverð, allt í þessu appi.
    Að leigja risastóran húsbíl: Það er gaman, en það þarf aðeins að venjast því en maður nær því nokkuð fljótt. Aftur á móti mælum við ekki með því að leggja þessum í stæði ein/n. Þú vilt bókað hafa ferðafélaga til að hjálpa þér að við það.

Við höfum hannað tvær frábærar húsbílaferðir í Kanada, önnur fer með þig austur, en hin vestur.

Stoppaðu hér:

  • Vancouver: Ein skemmtilegasta borg í heimi! Að stoppa ekki hér í nokkra daga ætti að teljast ferðaglæpur.
  • Emerald Lake: Annar mjög vinsæll ferðamannastaður, en af góðri ástæðu. Emerald Lake er staðsett í Yoho þjóðgarðinum (sem er hápunktur út af fyrir sig). Þú getur gengið þar í kring, farið á kajak eða kafað en passaðu þig, vatnið er kalt.
  • Vegurinn frá Banff til Jasper: Þessi 300km akstur er ótrúlegur!. Þetta er einn fallegasti vegur í heimi og sama hversu margir eru að ferðast á sama tíma og þú, er bókað þess virði að keyra hann.

 

Fullkominn húsbíla-áfangastaður: USA

Húsbílaferð um Bandaríkin krefst skipulagningar vegna þess að það eru svo margar mismunandi ferðir sem hægt er að fara í: Stórborgaferð, þjóðgarðaferð, menningarferð, og blanda af þessu er að sjálfsögðu líka möguleiki. Sérstaklega ef þú ferð til vesturstrandarinnar þar sem þú finnur marga hápunkta á einu svæði. Bandaríkin eru annað risastórt land og getur því verið langt á milli hápunkta. Hafðu það í huga þegar þú skipuleggur ferðina þína og passaðu að gera ráð fyrir að minnsta kosti 5 vikum fyrir stórt húsbílaferðalag um Bandaríkin.

Nokkur ráð:

  • Keyptu þjóðgarðapassa: Það er ódýrara en að greiða aðgangsgjald í hverjum og einum. Þessir passar gilda í eitt ár og er því hægt að finna passa sem eru enn í gildi á Ebay. Þegar þú hefur lokið þínu ferðalagi getur þú líka selt þinn.
  • Gasbuddy app: Finndu næstu bensínstöð og berðu saman bensínsverð, allt í þessu appi.
  • Stórborgarlífið: Að keyra stóran húsbíl í stórborgum er ekki það skemmtilegasta. Finndu þér hostel rétt fyrir utan borgina til að sofa á, á meðan þú ert í borginni. Þau eru með stór bílastæði fyrir húsbíla.
  • Ókeypis tjaldsvæði: Þau eru í boði en ekki eins víða og í Kanada eða á Nýja-Sjálandi. Kíktu endilega á reglurnar um hvar þú getur komið þér fyrir á húsbílnum.

Þú getur farið í mangað "roadtrip" næstum því hvar sem er í Bandaríkjunum. Hérna eru tvö frábær dæmi: Ein um miðvesturríkin, einnig þekkt sem kúrekasvæðið, og ein um Suðurríkin.

Stoppaðu hér:

  • Þjóðgarðar: Ekki missa af Yellowstone eða Yosemite. Tveir af vinsælustu og fallegustu þjóðgörðunum í vestrinu.
  • Vegas: Eftir nokkrar vikur í húsbíl þráirðu líklega smá lúxus. Ef þú ert að leita að fínu hóteli til að slaka á, þá er Vegas borgin til að vera í. Hún hentar vel ef þú ert að koma frá Monument Valley eða Miklagljúfri.
  • Þjóðvegur 101: Þessi fallega ökuleið fer meðfram allri vesturströndinni og tekur þig til t.d. Seattle, Los Angeles, San Francisco og San Diego. Á meðan þú keyrir þessa leið ertu stanslaust með fallegt útsýni yfir hafið. Frábær sólsetur innifalin!
  • Route 66: Líklega frægasti þjóðvegur í Bandaríkjunum tekur þig frá Chicago til Santa Monica í LA. Þessi hentar vel þeim sem vilja sjá meira af miðríkjunum.

Fullkominn húsbíla-áfangastaður: Balkanskaginn

Hingað til höfum við látið líta út fyrir að þú þurfir að ferðast til hinnar hliðar heimsins til þess að eiga frábæra húsbílaupplifun. Það er alls ekki tilfellið. Margir gleyma að það er enn þá stór hluti af Evrópsku heimsálfunni sem er nokkuð ókunnur stórum hluta almennings: Balkanskaginn. Ef þú ert að leita að æðislegri húsbílaferð nær heimaslóðum kíktu endilega á þessu lönd.

Slóvenía er land sem er gert fyrir húsbílaferðir og er oft kallað hið Evrópska Nýja-Sjáland. 54% af landinu er skóglendi og er eitt af grænustu löndunum í Evrópu. Þaðan geturðu farið til Króatíu, sem er vinsælla á meðal ferðalaga (þökk sé Game of Thrones), eða sunnar til Bosníu, Svartfjallalands eða Albaníu. Þú getur farið í fallega ferð til allra þessara landi á aðeins nokkrum vikum. Þannig ef þú hefur ekki tíma til að fara í langt ferðalag, ættir þú klárlega að íhuga húsbílaferð um Balkanskaga.

Húsbílaferð um Balkanskaga:

Notaðu Interrail til að koma þér á upphafspunkt. Ertu að fara frá Slóveníu og vilt komast þangað auðveldlega? Taktu lestina. Það getur verið ódýrara en að fljúga og þú sérð eitthvað á leiðinni!  

Kíktu á þessar tvær ferðir: Húsbílaferð um Slóveníu og ein sem tekur þig um allan Balkanskaga.

Ready to go on adventure?

Þetta er mikið af upplýsingum. Við skiljum að þetta kann að vera yfirþyrmandi, en við fullvissum þig um að við erum hér til að hjálpa þér. Við getum aðstoðað þig við að skipuleggja ferð frá A til Ö og veita þér ráð varðandi áfangastaði sem þú ættir bókað að heimsækja. Það mikilvægasta er hins vegar að við getum hjálpað þér að leigja drauma-húsbílinn og tryggt að þú þurfir bara að sækja hann þegar þú lendir. Skrifaðu okkur endilega ef þú ert að leita að áhyggjulausu húsbílaferðalagi.

Fá fría ferðaráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.