Ferðin þín hefst í Naíróbí, þar sem þú færð smá smakk af menningu staðarins og getur undirbúið þig fyrir ævintýrið sem er framundan. Eftir að hafa hitt hópinn sem þú munt ferðast með og þú ert búin/n/ð að koma þér vel fyrir á overland bílnum er kominn tími til að leggja af stað í ævintýrið. Fyrsti hápunkturinn bíður þín í hinum goðsagnakennda Masai Mara, þar sem spennandi game drives eru á dagskrá.
Farið er yfir til Úganda þar líflegar götur Kampala og iðandi markaðir eru skoðaðir. En hinir raunverulegu töfrar hefjast við Bunyonyi-vatnið, þar sem þú ferð í górillugönguna. Farðu í gegnum gróskumikla skóga, undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna sem rekja spor górillanna, þar til þú sérð þessar stórkostlegu verur í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er eitthvað sem þú upplifir bara einu sinni á ævinni!
Eftir að hafa kynnst górillunum betur skaltu slaka á við kyrrlátar strendur Bunyonyi-vatns, njóta fallegs útsýnisins og skella þér í afþreyingar eins og kanósiglingar eða sund. Górillur eru ekki einu aparnir sem þú átt möguleika á að sjá í þessari ferð. þegar við nálgumst Lake Mburo þjóðgarðinn munt þú taka þátt í simpansagönguferð til að kynnast þessum heillandi öpum í sínu náttúrulega umhverfi þar sem þeir sveifla sér í trjánum.
Síðast en ekki síst stoppum við í Jinja, þekkt sem ævintýrahöfuðborg Austur-Afríku. Veldu að fara í flúðasiglingu niður Hvítu Nílarána fyrir, svitna í fjallahjólreiðum upp og niður hæðirnar umhverfis bæinn, eða veldur afslappaðri dag til að skoða lókl markað. Því næst er kominn tími til að fara aftur til Naíróbí þaðan sem þú flýgur heim aftur!
*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman