Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Ferðaleiðin: ✈️ Heim - Panama City – San Blas – Bocas del Toro – Puerto Viejo – San José – Antígva – Puerto Escondido – Heim
Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.
Fyrsta stoppið í þessari ferðaáætlun er Panama City, höfuðborg... Panama að sjálfsögðu. Við höfum græjað gistingu fyrir þig fyrstu tvær næturnar, svo það eina sem þú þarft að gera er að skila farangrinum á flottasta farfuglaheimili borgarinnar og byrja að skoða þig um. Skoðaðu hið augljósa, Panamaskurðinn, og farðu í göngutúr meðfram vatnsbakkanum. Panama City hefur nóg af notalegum stöðum og sögustöðum, svo fyrstu 2 dagarnir munu líða fljótt og áður en þú veist af er kominn tími til að halda áfram.
Frá Panama City leggur þú af stað í fyrstu ævintýraferðina. San Blas eyjarnar eru ekkert minna en töfrandi og þær bíða þín! Hvernig hljóma 4 dagar umkringdir hvítum sandströndum, kristaltæru vatni og ljúffengum kokteilum? Vel? Það kemur okkur ekki á óvart. Njóttu rólegheitanna hér og nældu þér í smá tan áður en þú byrjar að nota heilann næstu vikuna. Þegar tímanum lýkur hér tekur þú ferjuna aftur til meginlandsins og kemur þér á eigin veg til Bocas del Toro (það er líklega ódýrast að taka rútuna).
Halló! ¿Cómo estas? ¿Estas listo para aprender español? Það er kominn tími til að fríska upp á spænskukunnáttu þína. Það mun koma sér vel það sem eftir er af þessari ferðaáætlun, svo þú gætir allt eins byrjað á því. Við höfum skipulagt 1 vikna dvöl í tungumálaskóla í fallega Bocas del Toro. Auk þess að vera frábært til að koma spænskunni á fulla ferð, er skólinn einnig staðsettur í hinum fallega Bocas del Toro, sem er vel þekktur fyrir að vera suðræn paradís auk þess að hafa skemmtilegt djamm. Þú hefur 7 daga hér áður en þú heldur áfram til Kosta Ríka.
Taktu strætó frá Bocas del Toro til Puerto Viejo og gerðu það sem þig langar að gera. Við höfum innifalið 3 nætur á mjög flottu farfuglaheimili, en þú getur valið um að vera hérna í fleiri nætur ef þú vilt. Það eru nokkrir góðir ævintýramöguleikar hér eins og river rafting og ziplining, svo ef þú ert til í að dæla meira adrenalíni í gegnum líkamann þá er þetta staðurinn til að vera á! Bærinn laðar venjulega að sér marga bakpokaferðalanga svo það eru fullt af tækifærum til að kynnast nýju fólki á meðan þú ferðast um á eigin spýtur.
Þú ferðast frá Puerto Viejo til San José (þú getur tekið rútuna beint) á eigin vegum. Skoðaðu borginni í eina eða tvær nætur (við getum hjálpað þér að bóka flott farfuglaheimili ef þú vilt). Næst á dagskrá er 8 daga ævintýraferð sem tekur þig til nokkurra af bestu stöðum Kosta Ríka, þar á meðal La Fortuna og litla surfbæjarins Santa Teresa. Þú ert að ferðast með öðrum bakpokaferðalöngum í þessari ferð og gisting er innifalin í verðinu. Hápunktur ferðarinnar er heimsóknin til Arenal eldfjallsins sem er stórbrotin sjón.
Þú flýgur til Gvatemalaborgar og heldur á eigin veg til nýlendubæjarins Antígva. Hér hefur þú smá frítíma svo þú getur skoðað bæinn á eigin spýtur. Það er nóg að sjá á þessum heillandi stað. Við höfum líka skipulagt hina mögnuðu 2 daga Acatenango göngu og 6 daga Semuc Champey og Tikal upplifunina fyrir þig - báðar afþreyingarnar leggja af stað frá Antígva. Sú fyrrnefnda er krefjandi en ekki of erfið gönguferð til að sjá Acatenango eldfjallið og hin síðarnefnda sýnir þér tvo af flottustu stöðum Gvatemala. Þú ferð inn í óbyggðir Gvatemala til að finna hella og fossa sem einu sinni voru notaðir fyrir forna helgisiði Maya. Þú munt líka fræðast um Tikal, fyrrum Maya-borg þar sem nokkrar glæsilegar rústir eru eftir. Kirsuberið ofan á þessari ferð er að ganga um hlíðar virka Pacaya eldfjallsins áður en þú ferð aftur á farfuglaheimilið þitt í Antígva.
Þegar það er kominn tími til að halda áfram skaltu kaupa rútumiða og fara í rútuna til Puerto Escondido í Mexíkó!
Síðast en ekki síst í þessari ferðaáætlun eru 8 daga surfbúðir í mexíkóska strandbænum, Puerto Escondido. Ekki hafa áhyggjur ef þú hefur ekki surfað áður, þín bíða hæfir kennarar sem sjá til þess að þú náir tökum á öldunum. Surfaðu á daginn og slappaðu af á kvöldin. Surfbúðirnar laða að sér marga unga bakpokaferðalanga svo það ættu að vera nóg af tækifærum til að eignast nýja vini!
Við höfum innifalið flugið heim frá Puerto Escondido, en hvort sem þú vilt enda ferð þína hér og fara aftur heim eða halda ævintýrinu áfram er algjörlega undir þér komið. Láttu okkur bara vita hvert planið þitt er, og við munum láta það gerast!
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.