Marokkó er æðislegur staður til þess að læra að surfa fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Þú lærir ekki aðeins að surfa heldur gistirðu á skemmtilegum stað með hressum ferðalöngum sem koma víðsvegar að úr heiminum. Á milli surfsins hefurðu frelsi til að gera hvað sem er. Þú getur legið í leti á ströndinni, rölt um bæinn, verslað á mörkuðum eða haldið áfram að leika þér á brimbrettinu.
Surfskóli í Marokkó er skemmtileg viðbót við langtíma ferðalag eða einfaldlega fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt á framandi stað.
Fá fría ráðgjöf