{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Dauðahafið við sólarlag í október

Bestu áfangastaðirnir fyrir ferðir í október

Ef þú ert að fara að ferðast í október vertu þá viss um að kíkja á veðurspánna áður en þú heldur af stað. Hitastigið lækkar á mörgum stöðum í október og það er lítið varið í það að ferðast til staða sem eru með sama veður og á Íslandi. Þess vegna höfum við tekið saman nokkra frábæra áfangastaði sem eru fullkomnir til að heimsækja í október. 

Við getum aðstoðað þig við að skipuleggja fullkomna ferð í október. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur.

Fá fría ráðgjöf

Ertu ekki að ferðast í október? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.

Svæði sem frábært er að ferðast til í október

Kort af áfangastöðum sem gott er að ferðast til í október

Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í október. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í október.

NEPAL

Veðrið í Nepal er í kringum 24-28 gráður í október nema þú farir upp í fjöll. Það er þó að sjálfsögðu í góðu lagi að fara upp í fjöll þar sem október er fullkominn mánuður til að fara í göngu í Nepal. Nepal í október er þó meira en bara gott veður.

Næst stærsta og stærsta hátíð Nepals fer fram í október. Dashain (5.-10. október) sem fagnar gyðjunni Durga og Tihar/Diwali (27.október) sem er hátíð ljósins. Diwali hátíðin hefst á því að heiðra dýr eins og hunda og kýr. Á þriðja degiu, sem er dekksti dagur ársins, heimsækir gyðja auðæfa alla þá sem hafa birt upp húsið sitt þokkalega. Það birtir í rauninni yfir öllu þennan dag þar sem honum er fagnað með flugeldum og fólk fær nammi og önnur sætindi að gjöf á meðan hátíðinni stendur.

Eins og við nefndum er einnig frábært að fara í gönguferðir til Nepal á þessum tíma árs. Nepal er að sjálfsögðu heimili Mt. Everest en það sem er best við gönguferðir í Nepal er að þú gengur oftast bara á milli tehúsa svo þú færð að smakka nokkur bestu te heims.

Fá fría ráðgjöf

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Nepal í október

Everest Base camp í Nepal í október

1. Everest Base Camp Trek

Everest er meira en bara fjall og ferðin til Everest Base Camp er meira en bara fjallganga. Á leiðinni færðu tækifæri til að sjá fallega skóga, Sherpa þorp og jöklaruðninga. Þessi 15 daga ganga er því fullkomin fyrir þig ef þig langar í krefjandi ævintýraferð.

Skoða betur

Á í Nepal í október

2. Seti river rafting ævintýri

Skemmtilegir 2 dagar þar sem þú ferðast niður Seti ána og upplifir stórkostlegt umhverfi. Þessi ferð er líka tilvalin fyrir þá sem vilja prufa kayjak.

Skoða betur

INDLAND

Indland er mögulega eitt litríkasta land heims. Október er einn vinsælasti mánuðurinn til að heimsækja Indland vegna þess að mánuðurinn er stútfullur af hátíðum og öðru skemmtilegu. Það eru að minnsta kosti 10 mismunandi hátíðir haldnar á Indlandi í október!

Ein af hátíðunum sem þú ættir klárlega að kíkja á er Samsara Himalaya hátíðin. Það er svokölluð heilunarhátíð fyrir þá sem elska tónlist og vellíðan. Hátíðin er ekki bara fyrir hippa heldur einnig fyrir þá sem vilja fá innsýn inn í dásamlega menningu landsins.

Ef heilunarhátíð er ekki fyrir þig getur þú tekið þátt í hátíð ljóssins. Þar fagna hindúar en hátíðin er svipuð og Tihar hátíðin í Nepal. Þúsundir lukta eru settar upp fyrir utan öll hús í fimm daga á meðan beðið er eftir gyðju auðæfa. Fagnað er með flugeldum, dýrindis mat, fullt af fólki og sælgæti.

Það skemmir síðan ekki fyrir að meðalhitinn á Indlandi í október er 24-34 gráður og litlar líkur eru á rigningu. 

Fá fría ráðgjöf

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum á Indlandi í október

Höll í Nýju Delí á Indlandi í október

1. Gullni þríhyrningurinn

Ein vinsælasta ferðin okkar á Indlandi sem fer með þig til Nýju Delí, Jaipur og Agra. Í ferðinni færðu að upplifa menningu og hefðir Indlands í þessum þremur mismunandi borgum. Sumir hápunktar ferðinnar eru Taj Mahal, Fatehpur Sikri og Amber Fort.

Skoða betur

Sólsetur við ströndina í Góu í október

2. Strendur Indlands

Fullkomin vikuferð sem er tilvalin fyrir alla bakpokaferðalanga sem langar að ferðast um suðurhluta Indlands. Þú heimsækir meðal annars fallegar strendur, ferð í heimadvöl hjá fjölskyldu á staðnum og kynnist menningu landsins.

Skoða betur

Hof í Kathmandu í október

3. Frá Delí til Kathmandu

Þú getur nú þegar byrjað að vera spennt/ur yfir þessari ferðaáætlun sem fer með þig frá Nepal í gegnum töfrandi landslag og til Indlands með öllum sínum litum, bragði og menningu.

Skoða betur

JÓRDANÍA

Fékk myndin fyrir október þig til að smella á október? Ef svo er þá er Jórdanía staðurinn fyrir þig! Myndin er frá eiginlegu náttúruspai, Dauðahafinu. Nafnið er ekki fengið af því að svo margir hafa látið líf sitt í hafinu heldur vegna þess að þar þrífst nánast ekkert líf í því vegna mikils magns af salti í hafinu. Það er dásamleg upplifun að baða sig í vatninu en þú munt fljóta eins og korktappi vegna saltsins. Við Dauðahafið er einnig hægt að fara í leirbað en leirinn er góður fyrir húðina. 

Veðrið í Jórdaníu í október er hlýtt en ekki of hlýtt. Meðalhitinn er í kringum 25 gráður en það kólnar um næturnar.

Á þessum tíma getur þú einnig snorklað og kafað í Rauðahafinu eða þú getur setið á ströndinni og horft á fallegt sólarlag. Það skaðar líka ekki að nefna að þú finnur Petra, Wadi Rum, Herash, Amman og fullt að fleiri fallegum stöðum í Jórdaníu.

Fá fría ráðgjöf

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Jórdaníu í október

Roman rústir í Amman í Jórdaníu í október

1. Hápunktar Jórdaníu

Kannaðu fornar rústir, týndar borgir og gistu í Bedouin tjaldi í eyðimörkinni. Lærðu allt um sögu Petra og slappaðu af í Dauðahafinu. Þessi 8 daga ferð er fullkominn fyrir þig ef þú hefur ekki mikinn tíma en vilt sjá sem mest af landinu.

Skoða betur

Úlfaldar hjá Petru í Jórdaníu í október

2. Kannaðu Petra

5 dagar þar sem þú skoðar alla hápunkta Jórdaníu. Kannaðu meðal annars Amman, Petra og Dauðahafið. Stutt en stútfullt ævintýri sem þú munt aldrei gleyma.

Skoða betur

Dauðahafið í Jórdaníu í október

3. Ævintýri og íþróttir í Jórdaníu og Egyptalandi

Þessi ferðaáætlun er svolítið frábrugðin öðrum sem við höfum upp á að bjóða. Bæði hvað varðar áfangastaði, en líka hvað varðar það sem þú munt upplifa á leiðinni. Þetta er mjög aktív ferð og þú færð að sjá 2 af 7 heimsundrum! Ertu að leita að sannkölluðu ævintýri? Þetta gæti þá verið rétta ferðin fyrir þig.

Skoða betur

LANGAR ÞIG AÐ FARA Í FERÐ Í OKTÓBER EN VEIST EKKI HVERT?

Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í október? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.

Bóka fría ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.