Verð frá
21280 ISK
Meðalverð á dag á hápunkti ferðamannatímabilsins
Hvað er innifalið?
Hvað er innifalið?

Frá ISK*
Allir Cruise America húsbílarnr eru búnir vökvastýri, ABS-bremsur og eru þeir eru sjálfskiptir. Ef þú hefur ekki keyrt sjálfskiptan bíl áður þá ertu enga stund að ná því.
Framsætið í C-30 er fyrir tvær manneskjur en það er svo pláss fyrir fimm manneskjur í miðjum bílnum, þar sem matarborðið er. Á nóttinni er þessu borði auðveldlega breytt í rúm fyrir tvær manneskjur. Síðan er einnig sófi sem hægt er að taka fram og breyta í einbreytt rúm og annar sem hægt er að breyta í tvöfalt rúm. Að lokum er svo tvöfalt rúm fyrir ofan bílstjórasvæðið og hentar vel fyrir tvær til þrjár manneskjur. Þessi bíll hentar vel fyrir stórar fjölskyldur eða hóp af vinum.
Lesa meira
C-30 tegundin er með fullbúið eldhús og baðaðstöðu og miðstöð sem hægt er að nota til að hita eða kæla bílinn. Vaskurinn er með rafmagnspumu sem er tengd í vatnstankinn. Eldavélin er með tveimur innbyggðum hellum. Þar er einnig örbylgjuofn og kælir til þess að geyma mat og drykk. Baðherbergið er með sér sturtu og klósetti. Lesa meira
Hægt er að leigja C-30 húsbílinn á 37 Cruise America stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Ferðalög til Mexíkó eru ekki heimiluð. Hægt er að bóka leigu aðra leið á milli allra Cruise America stöðvana í USA. Það er ekki hægt að bóka leigu aðra leið á milli USA og Kanada. Aukagjald fyrir leigu aðra leið er á bilinu 250-700 USD, fer eftir lengd leiðarinnar. Lesa meira
Á loftinu í bílnum er miðstöð sem auðvelt er að stjórna. Hana er hægt að nota sem loftkælingu eða til að hita upp bílinn. Miðstöðin er knúin af rafgeymi bílsins (í sumum bílum) eða með því að tengja hana við rafmagnið á tjaldstæðinu. Lesa meira
Klósettið í bílnum er svipað því sem þú ert með heima hjá þér. Stór skolptankur tekur síðan við öllu skolpu svo þú þarft að stoppa sjaldnar til að tæma tankinn. Lesa meira
Ísskápurinn í C-30 húsbílnum er rúmgóður og geymir mat og drykk fyrir nokkra daga. Það er sér frystir fyrir ofan ísskápinn. Lesa meira
Örbylgjuofn eins og þessi sem er í C-30 húsbílnum er oft hentugur til að hita upp fljótlegar máltíðir. Lesa meira
4 KW rafallinn í húsbílnum er hannaður til að veita miðstöðinni, 120 volta innstungunum, örbylgjuofninum og ískápnum rafmagn. Hann mun líka hlaða auka rafgeyminn í bílnum sem er sérstaklega hentugt þegar þú ert að gista á tjaldstæðum sem eru án rafmagns. Rafallinn finnst einungis í þeim bílum sem eru leigðir í USA. Lesa meira
Leiguverðið á húsbílnum fer eftir framboði og eftirspurn og árstíð. Leigan kostar minna ef þú bókar bílinn tímanlega. Það er einnig ódýrara að leigja bílinn utan hápunkts ferðamannatímabilsins. Þetta er ekki ósvipað því hvernig verð á flugmiðum breytist. Til að fá nákvæmt verð skaltu endilega hafa samband við okkur og við getum aðstoðað þig að finna kostnaðinn. Lesa meira
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.